Hervæðing Íslands, fyrsta skrefið?

"Bjarni Ben styður E.C.A Program. Segir hvorki vopn né hermenn fylgja starfseminni."

Þannig hljómar fréttafyrirsögn á Eyjunni fyrr í vikunni.

Hvað gæti þetta þýtt?

Þegar kaninn var hér með herþotur, þá fannst þeim víst ansi gott að geta hér, svo til algerlega átölulaust, stundað lágflug. Fá þeir að gera það nokkurs staðar annars staðar í heiminum? utan kannski heimalandsins og Afganistan? Reyndar þurftu þeir víst að passa sig á minkabúunum til að skemma ekki gotin - en að öðru leiti var lítið kvartað.

Mér er spurn, hvort að þær reglur (eða skortur þar á) sem leyfðu þeim þessi lágflug hér, séu enn á sama stigi og þá var? og ef svo er, hvort að þetta vopn- og herlausa fyrirtæki sem hér vill vera með, ég giska þá, tómar herþotur (kunna einhverjir aðrir en herflugmenn að fljúga þeim?), muni geta nýtt sér þær á sama hátt. Og þá þýðir ekkert fyrir minkabændur að kvarta, því að þetta er einkafyrirtæki undir sérstökum verndarvæng sjálfstæðisflokksins, (og Hjálmars Árnasonar?).

Nú nú, þegar þessar mannlausu þotur fara að fljúga hér í kring, og þykjast vera óvinir á næstu NATÓ-æfingu - verður þá ekki að taka með nokkra algerlega vopn- og hermannalausa kjarnorkuknúna kafbáta? Er ekki nóg pláss fyrir þá í höfnum og slippum suðurnesja? Varla verður hægt að segja nei við þess konar fyrirtæki eftir að herþoturnar hafa verið samþykktar?

(Og svo þegar við neitum að makka rétt fyrir Parísarklúbbinn eða AGS, verður þá alveg óvart haldin æfing yfir Austurvelli? Eða er það ekki fleirum en mér ljóst, að það hlítur að vera mikill akkur fyrir hinn vestræna heim að geta byggt upp einkavædd hergagnafyrirtæki á hinu "fjarlæga" Íslandi, þar sem hægt er að gera svo til hvað sem er án þess að umheimurinn svo mikið sem bylti sér við?)

 

Sauðagærur selja vel

og sauðir mennskir kaupa.

Þá við brjóst mitt úlf ég el

ég aldrey næ að hlaupa.

 

Ef fjöreggshreiðrið falt er nú

mun fjöreggið sjálft stropa.

Á því hef ég enga trú

þeir aftur muni hopa.

 

Fjármagn þeirra falið er

en finnst samt lyktin gjörla.

Vopnasalar virkja her

og víst á þeim mun örla.

 

Við Noregskonung nei var sagt

er nema vild'ann eyjar.

En peninganna miklu magt

megna ekki peyjar.

 

Verktakar sem voru hér

voldugir og glaðir

vilja ólmir aftur her,

til aursins firna graðir.

 

Spilling sú er spratt hér vel

og sprakk hjá landsins klíku,

enn er hér, það trútt ég tel,

í töffurunum "ríku".


Faldir fjármálagjörningar

Tryggvi Þór Herbertsson lýsti því einhvern tíman yfir að hann væri að fara að stunda „flókna fjármálagjörninga“ þegar hann fór til Askar.

Fjármálafyrirtækin hafa greinilega tekið þetta lengra og farið alla leið yfir í „falda fjármálagjörninga“.

„Þau Jóhanna og Steingrímur sögðu, að þessi úttekt sýndi að ærin þörf væri á að grípa til aðgerða.“

Bíddu, ég vissi fyrir löngu að þyrfti að grípa til aðgerða, og flestir þeir sem ég almennt tala við. Af hverju eruð þið að þykjast vera að fatta þetta núna?

Seinheppni þessarar ríkisstjórnar er með eindæmum.

 

Fjármálagjörninga flókna má skapa

og fela svo gróðann í skjólunum.

Er stjórnmálaflokkarnir styrkina snapa

er stutt milli vasa hjá fólunum.


mbl.is Hundraða milljarða skattsvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Setning dagsins...

... kemur úr Fréttablaði dagsins:

„Manchester United lék alls ekki gegn Úlfunum og mátti að lokum þakka fyrir 0-1 sigur.“

Þessi setning vakti með mér svo mikla kátínu að ég hló næstum upphátt.

Ég vil rangtúlka þessa setningu þannig að MU hafi mætt, Úlfarnir byrjað með boltann, og skorað. MU hafi síðan neitað að snerta boltann, og dómarinn hafi ekki séð sér annað fært en að dæma MU sigurinn af því að þeir eru með miklu betra lið. Devil


SÍMINN SLÖKKTI Á BREIÐBANDINU - SJÓNVARPSLAUST

síminn segjist hafa hringt, og ef það hafi ekki gengið, sent mann, og loks bréf.

Ekkert kannast fjölskyldan við það, nema við einhvern dreyfibækling sem fór fyrir ofan garð og neðan hjá börnunum.

Það eina sem ég veit er að það er búið að vera slökkt á sjónvarpinu hjá fjölskyldunni í nokkra daga, á meðan ég sit hér í Ástralíu. Mér virðist líka á öllu að ég eigi að fara að kaupa áskrift að einhverju kerfi (sem ég á eftir að kynna mér betur þegar ég kem heim), af því að það er of dýrt fyrir símann að halda uppi Breiðbandinu.

Já, það var ástæða til að ég hætti öllum viðskiptum við símann á sínum tíma, og rifjast það nú allt upp. Djöfulsins della að þetta skuli ekki vera kynnt betur.

Jæja, ég veit þá hvað ég er að fara að gera þegar ég kem heim í vikunni.


Gylfi ekki alveg að dansa

Í þessari frétt á visir.is

http://www.visir.is/article/20100218/VIDSKIPTI06/712937301

er rætt við hinn ágæta Gylfa Magnússon, hæstvirtan viðskiptaráðherra.

Þar segir hann meðal annars eftirfarandi:

 „Ég ætla ekki að reyna að skera úr um það en það er einfaldlega þannig að ef menn telja að einhver sé vanhæfur til þess að sitja í slitastjórn eða skilanefnd þá getur dómstóll vikið honum. Þannig að það verður einhver að bera fram kröfu um það til þess að fá úr því skorið," segir Gylfi.

Aðspurður hvort hann óttist að menn fari að misnota aðstöðu sína segir Gylfi: „Auðvitað óttast ég það enda verður allt gert til að koma í veg fyrir það bæði með breytingum á lögum og reglum og breyttri hegðan eftirlitstofnanna. Þannig að það er allt gert til þess að koma í veg fyrir það, en ég á ekki von á því að mannlegt eðli breytist mikið við hrunið."

Sem sagt. Hann óttast að menn misnoti aðstöðu sína, og segir að verið sé að setja lög, en ýjar að því að einhver annar eigi að bera fram kröfur um að úr því verði skorið, þó að hann sé einn af þeim sem eru í forsvari fyrir framkvæmdavald lýðveldisins Íslands, og á þar með að passa hagsmuni okkar þegnanna gangvart sjálftökunni.

Getur þessi al-ágæti maður aldrey nokkurn tímann komið fram af ákveðni og röggsemi? Myndi hann vera sáttur við svör sín, ef framkvæmdastjóri fyrirtækis í hans eigu gæfi honum svona svör: "Ja, við gætum nú átt eitthvað inni hjá hinum og þessum, en það er örugglega skynsamlegra að bíða eftir að einhver annar sem líka á hagsmuna að gæta, kvarti yfir þessu."?

Gylfi minn, gerðu það, taktu nú á þig rögg, og hættu að verja kapítalistana með aðgerðar- og áhugaleysi þínu!


Dýrt að kjósa í Ástralíu.

Hér í Ástralíu eru tveir ræðismenn, annar nálægt Melbourne (sem er nær mér), en sá skrapp úr landi, og hinn í Sydney.

Þó ég hafi mikla löngun til að kjósa á móti þessum lögum, þá tími ég ekki að kaupa mér far til Sydney og tapa a.m.k. einum vinnudegi til að geta kosið.

Ég kom hingað áður en utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst, og á að koma heim 7. mars, þannig að það smellpassar til að ég nái ekki að kjósa.


mbl.is 767 hafa kosið um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrunskýrslan frestast enn

Enn verður blessaðri hrunskýrslunni frestað.

http://eyjan.is/blog/2010/02/17/rannsoknarnefndin-framlengir-frest-til-andsvara-fullvist-ad-skyrslan-tefjist-enn-frekar/

Ég fékk löngun til að lesa lögin um rannsóknarnefndina þegar ég sá þessa frétt. Sérstaklega m.t.t. eins atriðis. Sjálftaka launa.

Samkvæmt lögum nr. 142 / 2008 http://www.rannsoknarnefnd.is/category.aspx?catID=5

2. gr.

... Einn dómara Hæstaréttar Íslands skipaður af forsætisnefnd og skal hann vera formaður nefndarinnar. Dómsmálaráðherra skal veita honum leyfi frá störfum réttarins á meðan nefndin starfar. ...

17. gr.

Sá dómari Hæstaréttar sem gegnir starfi formanns og umboðsmaður Alþingis skulu meðan þeir sinna starfi nefndarinnar njóta þeirra lögkjara sem fylgja embættum þeirra. Forsætisnefnd Alþingis ákveður að öðru leyti greiðslur til nefndarmanna og ákveður önnur starfskjör þeirra. ...

{

Sum sagt, svo lengi sem nefndin frestar útgáfu skýrslunnar, er formaðurinn á fullum hæstaréttarlaunum án vinnuskildu. (Varla er mikið að gera meðan beðið er eftir andsvörum, sem engin nauðsyn er að bíða eftir skv. lögunum.)

}

Einnig er upphaf 15. gr. allrar athygli vert:

"Rannsóknarnefndin skal láta Alþingi í té skriflega skýrslu með rökstuddum niðurstöðum rannsóknar sinnar ásamt ábendingum og tillögum um úrbætur. Skýrslan skal þegar í stað gerð opinber. Rannsóknarnefndin getur ákveðið að skila til Alþingis sérstökum skýrslum um einstaka hluta rannsóknarinnar eða áfangaskýrslum og skal haga meðferð þeirra á sama hátt og lokaskýrslu..."

Ætli rannsóknarnefndin hafi ekki skilað neinum áfangaskýrslum til alþingis þrátt fyrir allar þessar tafir?

Eru þeir sem hafa andmælarétt að fá "sérstakar skýrslur um einstaka hluta rannsóknarinnar" án þess að Alþingi fái þær? Sé svo, er lögbrot að gera þær ekki þegar í stað opinberar!


Fékkst þú ekki bréf frá Gunnari Tómassyni, Eygló?

Skv. hans upplýsingum, frá því í dag, hefur ENGINN þingmaður svarað bréfi því er hann sendi til þeirra allra þann 29. september á síðasta ári. (Sjá athugasemdir við þetta blog: http://tbs.blog.is/blog/tbs/entry/1017784/)

Á nú að slá sig til riddara með því að vera fyrst til að óska eftir fundi?


mbl.is Vill fund um gengislánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðurlög? Leiðréttingar?

 Er eftirfarandi ekki það sem við á?

Lög um vexti og verðtryggingu.

Lög nr. 38 26. maí 2001.

VII. KAFLI

Viðurlög og málsmeðferð.

18. gr.

Ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti telst ógildur og hafi endurgjald verið greitt ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft. Við ákvörðun endurgreiðslu skal miða við vexti skv. 4. gr., eftir því sem við getur átt.


 II. KAFLI

Almennir vextir.

4. gr. 

Þegar greiða ber vexti skv. 3. gr., en hundraðshluti þeirra eða vaxtaviðmiðun er að öðru leyti ekki tiltekin, skulu vextir vera á hverjum tíma jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr. Í þeim tilvikum sem um verðtryggða kröfu er að ræða skulu vextir vera jafnháir vöxtum sem Seðlabankinn ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr.

---

Eða ætli þeir myndu miða við seinni hluta 4. gr. sem fjallar um verðtryggðar kröfur? Geta þeir sagt að ólögleg gengiskrafa sé = verðtryggð krafa?

mbl.is Gengislánin dæmd óheimil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er blessaður kallinn svona óskaplega þreyttur?

http://www.visir.is/article/20100211/VIDSKIPTI06/175175231

Aumingja Kjartan skilur bara ekkert í því að fólk skuli vera óánægt.

Getur þú, Kjartan, skilið það að ég sé ekki ánægður að heyra frá nágranna mínum, nýkominn erlendis frá, að sendipíkur þínar hafi "hlæjandi og flissandi" komið og hirt bíl framan frá húsi mínu? Og það án aðvörunar! 10 dögum eftir að innágreiðsla hafði borist ykkur!

Var það stórmannlegt? Fyrirmyndar hegðun? Ætlaður ánægjuvaldur?

Ég hef megnustu skömm á þessu fyrirtæki sem þú stjórnar, og ætla ekki að lána þér eyrnatappa!

Aumingja forstjórinn uppgefinn situr,

(áfallinn baugurinn sálina þyngir,)

meðan að lýðurinn, langþreyttur, bitur,

liggur á flautum - í kollinum hringir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband