Hrunskýrslan frestast enn

Enn verður blessaðri hrunskýrslunni frestað.

http://eyjan.is/blog/2010/02/17/rannsoknarnefndin-framlengir-frest-til-andsvara-fullvist-ad-skyrslan-tefjist-enn-frekar/

Ég fékk löngun til að lesa lögin um rannsóknarnefndina þegar ég sá þessa frétt. Sérstaklega m.t.t. eins atriðis. Sjálftaka launa.

Samkvæmt lögum nr. 142 / 2008 http://www.rannsoknarnefnd.is/category.aspx?catID=5

2. gr.

... Einn dómara Hæstaréttar Íslands skipaður af forsætisnefnd og skal hann vera formaður nefndarinnar. Dómsmálaráðherra skal veita honum leyfi frá störfum réttarins á meðan nefndin starfar. ...

17. gr.

Sá dómari Hæstaréttar sem gegnir starfi formanns og umboðsmaður Alþingis skulu meðan þeir sinna starfi nefndarinnar njóta þeirra lögkjara sem fylgja embættum þeirra. Forsætisnefnd Alþingis ákveður að öðru leyti greiðslur til nefndarmanna og ákveður önnur starfskjör þeirra. ...

{

Sum sagt, svo lengi sem nefndin frestar útgáfu skýrslunnar, er formaðurinn á fullum hæstaréttarlaunum án vinnuskildu. (Varla er mikið að gera meðan beðið er eftir andsvörum, sem engin nauðsyn er að bíða eftir skv. lögunum.)

}

Einnig er upphaf 15. gr. allrar athygli vert:

"Rannsóknarnefndin skal láta Alþingi í té skriflega skýrslu með rökstuddum niðurstöðum rannsóknar sinnar ásamt ábendingum og tillögum um úrbætur. Skýrslan skal þegar í stað gerð opinber. Rannsóknarnefndin getur ákveðið að skila til Alþingis sérstökum skýrslum um einstaka hluta rannsóknarinnar eða áfangaskýrslum og skal haga meðferð þeirra á sama hátt og lokaskýrslu..."

Ætli rannsóknarnefndin hafi ekki skilað neinum áfangaskýrslum til alþingis þrátt fyrir allar þessar tafir?

Eru þeir sem hafa andmælarétt að fá "sérstakar skýrslur um einstaka hluta rannsóknarinnar" án þess að Alþingi fái þær? Sé svo, er lögbrot að gera þær ekki þegar í stað opinberar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband