http://www.visir.is/article/20100212/VIDSKIPTI06/767012537
Og það á Vísi púnktur is af öllum stöðum.
Það er svo margföld jákvæðni sem ég sé í þessu. Minni lampakostnaður. Minni raforkunotkun. Minni hætta á lampaþjófnaði kannabisræktenda. Stórkostlegir möguleikar á aukinni ræktun með auknum íslenskum virðisauka. (Og kannski losnar um eitthvað af orku sem blessuð álverin þrá svo að komast yfir. )
Brátt mun LED-dið lýsa hér,
lífræn ræktun magnast þá.
Grænt þá oní alla fer
ódýrar en nú má fá.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2010 | 10:35
"... við óvininn sem við mætum."
Já. Það verður nú munur þegar fólkið fyrir fólkið fer að einbeita sér að óvininum.
Fjárlagahallinn mun sennilega snarbatna þegar óvininum verður mætt af enn meiri hörku.
Af hverju sé ég fyrir mér fulltrúa sjálfstæðisflokksins klappa fyrir niðurrifsræðu Davíðs Oddsonar á síðasta landsfundi þess ágæta flokks, þegar ég les þessa frétt?
Til að efla allra hag
óvininn skal finna.
Þá kemst óðar allt í lag
og á skuld má grynna.
Palin boðar byltingu hægrimanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2010 | 20:40
Ekki verri bækur fyrir það
Ég held að það hafi tekið David og Leigh Eddings 15 (frábærar) bækur að viðurkenna að þær væru samvinnuverkefni þeirra hjóna.
Hafi það sama verið uppi á teningnum hér, þá fagna ég því enn frekar að þessi meistaraverk hafi litið dagsins ljós. Það eykur þá líka möguleikana á því að hálfskrifuð bók númer fjögur verði gefin út.
Vonandi verður mynd nr. 3 enn í sýningu þegar ég kem heim. Tilhlökkun mín er mikil eftir því að fá að sjá hana. (Náði báðum hinum á síðustu sýningardögum eftir utandvalir.)
Skrifaði sambýliskona Larssons bækurnar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.1.2010 | 11:50
19 af 22 eru í fyrri hluta stafrófsraðar.
22 í framboði hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2010 | 11:19
Nýja stjórnarskrá, takk - án aðkomu fjórflokksins
30.12.2009 | 18:33
Eitthvað er nú brogað hér í þýðingu
"Blaðið vísar til þess, að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segi að vísindalegar rannsóknir styðji að hættan á brjóstakrabbameini aukist um 10% fyrir hvern dag sem viðkomandi neytir 10 gramma af áfengi."
Sem sagt, eftir 10 drykki sem neytt er sitthvern sólarhringinn, er kona komin með 100% líkur á brjóstakrabba! Eitthvað segir mér að það geti ekki alveg staðist.
Tengsl milli áfengis og krabbameins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.12.2009 | 21:27
Álitsgjöf í Kastljósi: Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Ég hef dottið inn í álitsgjöf Kastljóss á "versta hinu og þessu" nú tvö kvöld í röð. Þar kemur fram ein manneskja sem er svo á skjön við þann raunveruleika sem ég er að upplifa í íslensku samfélagi, að ég varð kjaftstopp bæði kvöldin. Þó ekki lengur en hingað.
Lifir þessi manneskja, sem, skv. netleit, er/hefur verið Heimdella, kosningastjóri Gísla Marteins, lögfræðingur hjá Lex og "hefur kvenlegan og klassískan fatastíl" (svo öllu sé nú haldið til haga), virkilega í þeim heimi að hún telur fréttastofu RÚV vera skúrk ársins?
Ekki einu sinni DV, sem er á óopinberum óvinalista bláu handarinnar, kemst neðar í sorann en RÚV skv. mati þessarar ágætu konu.
Það er sem sagt meiri skúrksháttur að vera álitinn hallur undir EB-aðild (sem Heið-bláir hafa haldið nokkuð á lofti í ár), en að t.d. kosta íslenskan almenning fleiri hundruð og fimmtíu milljarða, og í einhverjum tilfellum biðja um bónus fyrir viðvikið.
Það er meiri skúrksháttur að vera álitinn hallur undir EB-aðild en að brjóta lög með "barnalánum".
Hneyksli ársins var hjá henni í gær, Búsáhaldabyltingin. Það er þá væntanlega hneykslið að koma frá sjálfstæðisflokkum, sem ekki dugði 18 ár til að setja upp þann lagaramma sem hefði forðað ríkissjóði frá tæknilegu, ef ekki fullu, gjaldþroti.
Það vona ég svo innilega að þessi mæta kona komist aldrei til nokkurra stjórnmálalegra áhrifa.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
28.12.2009 | 17:51
Hvað var mikið um makaskipti?
Hver var meðalveltan þegar makaskipti eru dregin frá?
Tilbúin verð, sem sett eru á eignir til að halda uppi veðhæfni, ætti ekki að leyfa að hafa áhrif á vísitölur.
Ágæt velta á fasteignamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2009 | 17:45
Afar góð mynd
Ég fór með börnin á Bjarnfreðarson og hafði af mun meiri ánægju en af Avatar.
12 ára sonur minn sagði að hún væri hjartnæm. Það fannst mér lýsa henni ágætlega.
Bestu þakkir til aðstandenda myndarinnar.
Bjarnfreðarson stefnir á fleiri Íslandsmet | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.12.2009 | 10:22
Páll Baldvin Baldvinsson og Ögmundur Jónasson
Páll Baldvin Baldvinsson setur sig á háan hest í Fréttablaðinu í dag (á bls. 40), en nær samt að höggva til Ögmundar Jónassonar fyrir neðan beltisstað.
Annars vegar reynir Páll þessi að mála Ögmund sem utangarðsmann sem eigi nú bara stuðning hjá úr sér gegnum sjálfstæðismönnum - sem miðað við aðrar fjölmiðla- og bloggumræðu sem ég hef séð, er kolrangur misskilningur.
Í hinn staðinn vill hann kenna Ögmundi notkun á íslensku máli, og notar til þess enskuslettur. A.m.k. skil ég mun betur hvað Ögmundur á við þegar hann talar um íslenska þjóð heldur en hvað Páll á við með að eitthvað sé slæmt keis.
Kannski var hann að reyna að vera fyndinn. Þetta var þá a.m.k. ekki íslensk fyndi hjá honum, heldur Hólmsteinka sem enginn brosir að nema sértrúaðir.
Af því sem ég hef séð til þessara tveggja manna virðist mér Ögmundur mun heilsteiptari maður. Myndi jafnvel kjósa hann í alþingiskosningum ef að alvöru persónukjör væri í boði. (Flokkins hans, hins vegar, hef ég aldrei og mun aldrei kjósa. Heldur ekki flokk Páls Baldvins, sé ég að finna af honum réttu lyktina.)
Skrifaði þetta sem athugasemd annars staðar. Best að setja það hér líka.
Forseti hefur í raun engan rétt til að fá umhugsunarfrest. Það að hann sé ekki búinn að taka ákvörðun er í boði ríkisstjórnar (sem ákveður að veita frest, sem engin sérstök heimild er fyrir), og illa samansettrar stjórnarskrár, sem tekur ekki á málinu.
Hvort hann samþykki eða synji geri ég mér ekki grein fyrir - né fyllilega hvort sé betra; en synji hann, þá vona ég að hann segi af sér í leiðinni. (Vona það reyndar samt.)
Sum sagt. Það þarf að endurskoða stjórnarskrána - án formlegrar aðkomu fjórflokksins - og forsetaembættið þarf að festa þar og skilgreina mun betur - og málskotsréttur þarf að vera geirnegldur, auðskiljanlegur, og eðlilega framkvæmdarhæfur. Íslendingar mega ekki missa málskotsréttinn úr höndum sér. (Einnig eiga handhafar forsetavalds ekki að geta veitt flokks- og vinnufélögum sínum uppreista æru, rétt á meðan forseti bregður sér frá.)