Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Heldur þann næst-besta en þann versta!

Vonandi nær næst-besti flokkurinn fleiri en einum inn. Það þurfa fleiri bæjarfélög en Reykjavík og Akureyri að þora að breyta til. 

Póli-tik í lóðaríið leggst

og lokkar til sín hvern sem með vill spila,

en kjós-endur nú greina það sem gleggst

að genablöndun engu muni skila.


mbl.is Meirihlutinn fallinn í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forræðishyggjan í hnotskurn

Í stað þess að hrósa manninum fyrir frumlega leið til lausnar á vandamáli, er hann ávíttur og þá væntanlega ætlast til þess að hann noti ógnun í staðinn. Fussum svei.

Skemmdarverk tókst með lagni að lempa

lögregluþjóni með ísbílastefi,

en ávítur hlaut frá kerfinu kempa

því kórvilla telst það að sleppa frá þrefi.

 


mbl.is Ísbílastefið ósmekklegt vopn gegn glæpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þú veist ekki af hverju þú átt að kjósta Best...

...a Flokkinn, lestu þá greinina sem er á bak við eftirfarandi hlekk:

http://www.scribd.com/doc/4891823/Bogota-Mayor-Antanas-Mockus-turned-city-into-a-social-experiment

Hugsaðu út fyrir kassann.

Varpaðu af þér okinu og gefðu fólkinu sem telur stjórnmálin vera þeirra einkamál frí.

 

Merkja skal ég X við Æ

er í klefann mæti.

Í Borgarstjórn þeim Bestu næ:

ég bið um átta sæti.


mbl.is Besti flokkurinn stærstur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband