Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Það er of oft verið að segja mér að líta í eigin barm...

Glæpahyskið byrjað er að benda

og börnin okkar jafnvel skammir fá,

og um jólin okkur mun það senda

aukareikning sem það hleypur frá.

 

Æru mína af mér hefur tekið

algerlega samviskulaust lið.

Á endanum það allt skal verða rekið

inn um fjandans logabjörtu hlið.

 

Og eflaust mun ég eftir þeim þar bíða

eftir sjálfsmorð, því mín skömm er stór:

ég lét víst pakkið mér í rassgat ríða

rænulaus, er satan var við stjór!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband