Bloggfćrslur mánađarins, mars 2009

"They shoot horses, don't they?"

"They shoot horses, don't they?" sá ég fyrir fermingu. Ţađ var afskaplega sterk mynd fyrir mig, og reglulega gerast hlutir sem minna mig á hana. Nú fékk ég hana einu sinni enn í kollinn viđ ađ lesa ţessa frétt.

Óreiđumennirnir undir ţví sátu

er eingetinn foringinn skömmunum jós,

og baneitruđ smjörlíkisorđin ţeir átu

sem óţeyttan rjóma - og töldu ţau hrós.


mbl.is Vilhjálmur: Ómakleg ummćli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gylfi, skammastu ţín fyrir ađ gera grín ađ okkur; hér er mitt dćmi!

Gefum okkur ađ fjórir ímyndađir menn eigi í viđskiptum. Köllum ţá t.d. Tryggva, Ţór, Herbert og Gylfa.

Tryggvi, Ţór og Herbert skulda hver um sig Gylfa 10 milljónir.

Tryggvi er vel stćđur, međ góđar tekjur og á ekki í neinum vandrćđum međ ađ standa í skilum.

Ţór er afar illa stćđur og fyrirséđ ađ hann muni ekki geta greitt neitt af láni sínu.

Herbert er hins vegar millistéttarmađur (eins og megniđ af ţjóđinni, og megniđ af ţeim sem ţarf í raun ađ bjarga) og alls ekki útséđ um ţađ hvort hann geti borgađ skuldir sínar. (Ţađ fer t.d. eftir ţví hvort hann geti selt eignir á frosnum markađi).

Ţađ er ţví ljóst ađ ekki mun allt innheimtast, en fer eftir áhćttumati hversu mikiđ ţađ verđur. Gylfi veit ţetta vel, enda keypti hann skuldabréf ţeirra Tryggva, Ţórs og Herberts á hálfu nafnverđi, vitandi ađ áhćttan sé ţess virđi miđađ viđ ţann björgunarpakka sem hann ćtlar ađ bjóđa skuldunautunum.

Nú bregđur svo viđ ađ fyrirskipun kemur frá stjórnvöldum um ađ afskrifa skuli 20% allra skulda. Ţví fagnar Tryggvi, enda fćr hann ţá tvćr millj´nir afskrifađar frá Gylfa, sem hann ţó hafđi enga ţörf fyrir. Hann fer ađ velta ţví fyrir sér hvort hann ćtti frekar ađ kaupa sér vélsleđa eđa mótarhjól, (mér og mínum ađ meinalausu, ţví ađ ég er ekki ađ öfundast út í Tryggva).

Ţór lćtur sér fátt um finnast enda er hann í jafn slćmum málum hvort sem hann skuldar átta eđa tíu milljónir sem hann getur ekki greitt. Vandi hans er áfram óleystur.

Herbert er hins vegar í ţeirri stöđu sem skiptir Gylfa öllu máli (enda keypti hann skuldirnar út á millistéttina). Ef ţessi ađgerđ stjórnvalda (eđa Gylfa) er nóg til ađ bjarga honum, ţá fagnar hann. Sé ţađ ekki nóg ţá fagnar hann ekki. (Gylfi vonar ađ hann fagni.)

Ţađ hefur sem sagt komiđ upp ný forsenda fyrir Gylfa ađ hugsa um (ţó ađ sennilega hafi hann ţegar veriđ búinn ađ gera ráđ fyrir henni í sínum dćmum). Hann klórar sér ţví ekki mikiđ í hausnum, heldur opnar Excel-inn sinn, og fer yfir dćmin sín aftur:

Forsendur:

30 milljóna krónu kröfur voru keyptar á 15 milljónir međ von um ađ sem mest innheimtist.

Dćmi A:

Tryggvi, Ţór og Herbert skulda allir 10 milljónir.

Ţeir fá allir 2 milljónir í niđurfellingu.

Gylfi á ţví útistandandi kröfur upp á 24 milljónir (sem hann keypti á 15).

 

Tryggvi er ríkur og borgar 8 milljónir (og kaupir sér eitthvađ skemmtilegt).

Ţór er fátćkur og borgar ekkert.

Herbert er í millistéttinni (sem flestir eru í) og nćr ađ bjarga sér og borgar 8 milljónir.

Gylfi fćr ţví greiddar 16 milljónir og hefur grćtt 1 milljón.

Dćmi B:

Tryggvi, Ţór og Herbert skulda allir 10 milljónir.

Ađeins á ađ bjarga ţeim illa stöddu, og fćr Ţór ţví niđurfellingu upp á 6 milljónir.

Gylfi á ţví útistandandi kröfur upp á 24 milljónir (sem hann keypti á 15).

 

Tryggvi er ríkur og borgar 10 milljónir og heldur áfram ađ lifa flott.

Ţór er fátćkur, en bjargast, og borgar 4 milljónir.

Herbert er í millistéttinni (sem flestir eru í) og fer á hausinn međ frystar eignir og borgar ekkert.

Gylfi fćr ţví greiddar 14 milljónir og hefur tapađ 1 milljón. Áhćttan var ţví ekki ţess virđi.

Dćmi C:

Tryggvi, Ţór og Herbert skulda allir 10 milljónir.

Engum á ađ bjarga ţví ađ stjórnvöld taka engar ákvarđanir og Gylfa er alveg sama um hag heimilanna.

Gylfi á ţví útistandandi kröfur upp á 30 milljónir (sem hann keypti á 15).

 

Tryggvi er ríkur og borgar 10 milljónir og heldur áfram ađ lifa flott.

Ţór er fátćkur og fer á hausinn eftir ađ hafa greitt 2 milljónir.

Herbert er í millistéttinni (sem flestir eru í) og fer á hausinn eftir ađ hafa borgađ 5 milljónir.

Gylfi fćr ţví greiddar 17 milljónir og hefur grćtt 2 milljónir. Hann hlćr alla leiđ í bankann og er andskotans sama ţó ađ 2/3  af skuldunautunum hafi fariđ á hausinn, ţví ađ hann getur haldiđ kröfunum vakandi í áratugi.

Ergó:

Ţađ má setja upp alls konar svona dćmi, en ađ lokum er ţađ eina sem skiptir máli hvort eigi ađ bjarga einhverjum, og ţá hve mörgum. Millistéttin er lang-fjölmennust, og ef ekki á ađ bjarga henni af ţví ađ einhver getur ţá keypt sér snjósleđa, ţá er réttlćti ţessara ofvita verra en ţeirra ranglćti.


mbl.is Tryggvi Ţór svarar grein Gylfa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ég lenti í ţessu úrtaki

Ţađ á greinilega ađ mjatla niđurstöđur ţessarar könnunar í fréttirnar.

Ég lenti í ţessu úrtaki í gćrkvöldi, og nú er búiđ ađ birta međ nokkru millibili niđurstöđur úr 2 spurningum af 6-7.

Ég hef greinilega veriđ einn af örfáum sem valdi Borgarahreyfinguna (til ađ hafna fjóroghálfflokknum).

Nú bíđ ég spenntur eftir ađ sjá hverjir fengu mest fylgi sem, annars vegar, formađur sjálfstćđisflokksins, og hins vegar formađur samfylkingarinnar.

Einnig var spurt hverjir ćttu ađ mynda ríkisstjórn nćst, og hvort ađspurđur ćtlađi ađ taka út séreignarsparnađ.

Sem formann sjalla víst ég vil

velja Blöndals Pétur.

Heiđarleika hans ég skil;

hreinsađ til hann getur.


mbl.is Samfylkingin stćrst
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband