Bloggfćrslur mánađarins, júní 2010

Flótti frá flokknum?

Fyrir ári síđan vildu meira en sautjánhundruđ manns taka ţátt í ađ kjósa sér formann.

Nú nenntu ţví ekki nema rétt rúmlega níuhundruđ.

Og um ţađ bil eitthundrađ ţeirra fóru ţá heim og nenntu ekki ađ kjósa sér varaformann.

Sum sagt. Rétt rúmlega fimmtíuprósent heimtur í formannskjöriđ eftir ár í stjórnarandstöđu viđ eina klaufalegustu stjórn lýđveldistímans.

Ćtli evrópuskođanirnar hefđu ekki haft annan blć ef flokkurinn vćri ekki ađ fullkomna umbreytingu sína í einangrunarsinnađan frjálshyggjuöfgaflokk?

 

Brostinn er flótti í flokkinn

ţví fleytan er lek sem hrip.

Götóttan settu í sokkinn

og sjófćrt ţá telja skip.


mbl.is Ţrengir ekki stöđu Sjálfstćđisflokksins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Afstađa Más og Gylfa segir okkur skýrt...

... ađ ţeir reikni međ ţví ađ á Íslandi verđi viđvarandi verđbólga, og ađ ţeir ćtli ekkert ađ gera í ţví ađ halda hér niđri verđbólgi.

Hér ţyrftu ţeir ađ taka sér Besta Flokkinn til fyrirmyndar og hugsa í lausnum, en ekki vandamálum.

Lausnin er einföld. „Róum ađ ţví öllum árum ađ reka hér ţá hagstjórn ađ verđbólga verđi lítil sem engin. Ţá mun hinn afdćmdi verđbreytingarţáttur gengislánanna engu máli skipta.“

En, nei. Svo langt nćr ekki hugsun ţessara ágćtu manna. A.m.k. nćr hún ekki svo langt ađ komast út um munn ţeirra.

Mín ósk til ţeirra beggja er ţví: Vinsamlegast segiđ af ykkur strax, og leyfiđ öđrum ađ komast ađ stjórninni sem áhuga hafa á ţví ađ leysa vandamálin, en ekki tala ţau upp.

 

Afstađan er alveg skýr:

„almenningi blćđa skal

og hagnast skulu helgar kýr“

hugnast lítt mér ţetta tal.


mbl.is Taka stöđu gegn almenningi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţingmenn eru ótrúlegir

Hver ţingmađurinn kemur fram á eftir öđrum og sýnir fram á algert skilningsleysi gagnvart ţeim lagatexta sem ţeir fjalla um á ţingi og samţykkja sem lög í landinu.

Nú vill ţessi „jafnađarmađur“ koma frjálshyggjupostulunum undan ţví ađ taka út ţá refsingu sem ţeim hefur veriđ dćmd í Hćstarétti, međ „sósíalískri“ jafnađarhugsjón. Já, ţađ er gott ef vinstri stefnan kemur til bjargar frjálshyggjunni, en sýnir enga viđleitni til ţess ađ bjarga heimilunum.  Vill hann ekki líka ađ fórnarlömb glćpa sitji inni međ glćpamanninum og stytti ţannig refsingu hans. Fuss.

Mörđur ćtti frekar ađ snúa sér inn til ţingsins og vinna ţar ađ leiđréttingu verđtryggđra lána heldur en ađ vera ađ gráta yfir ósanngirni ţeirra laga sem hans vinnustađur semur.

Annars minnir ţetta mig á gamla vísu:

 

Íslensk stjórnskipan í hnotskurn

 

Einbjörn kaus Tvíbjörn til ábyrgđarstarfa

á Alţingi sem hefur Löggjafarvald

og Tvíbjörn kaus Ţríbjörn til trúnađarstarfa

og titils í Ríkisstjórn; Framkvćmdavald

og Ţríbjörn kaus Fjórbjörn til Ţekkingarstarfa

ađ ţinga um ábyrgđir: Dómaravald

loks Einbjörn kaus Fimmbjörn til Útrásarstarfa

og upp á punt gaf honum Forsetavald.


mbl.is Vill verđtryggingu á lánin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Taliđ ađ um sjálfsmorđ sé ađ rćđa?

Af hverju komst eftirfarandi setning úr fréttinni sem mbl vísar í ekki í frétt mbl? "Police said he fell 40ft (13m) after being hit by a non-lethal munition."

Er undir nokkrum kringumstćđum hćgt ađ tala um sjálfsmorđ ţegar dauđi kemur eftir skot annars ađila, og ekki kemur til "árás" til ađ fá skotiđ fram?


mbl.is Klámmyndaleikari fyrir björg
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband