Gylfi ekki alveg að dansa

Í þessari frétt á visir.is

http://www.visir.is/article/20100218/VIDSKIPTI06/712937301

er rætt við hinn ágæta Gylfa Magnússon, hæstvirtan viðskiptaráðherra.

Þar segir hann meðal annars eftirfarandi:

 „Ég ætla ekki að reyna að skera úr um það en það er einfaldlega þannig að ef menn telja að einhver sé vanhæfur til þess að sitja í slitastjórn eða skilanefnd þá getur dómstóll vikið honum. Þannig að það verður einhver að bera fram kröfu um það til þess að fá úr því skorið," segir Gylfi.

Aðspurður hvort hann óttist að menn fari að misnota aðstöðu sína segir Gylfi: „Auðvitað óttast ég það enda verður allt gert til að koma í veg fyrir það bæði með breytingum á lögum og reglum og breyttri hegðan eftirlitstofnanna. Þannig að það er allt gert til þess að koma í veg fyrir það, en ég á ekki von á því að mannlegt eðli breytist mikið við hrunið."

Sem sagt. Hann óttast að menn misnoti aðstöðu sína, og segir að verið sé að setja lög, en ýjar að því að einhver annar eigi að bera fram kröfur um að úr því verði skorið, þó að hann sé einn af þeim sem eru í forsvari fyrir framkvæmdavald lýðveldisins Íslands, og á þar með að passa hagsmuni okkar þegnanna gangvart sjálftökunni.

Getur þessi al-ágæti maður aldrey nokkurn tímann komið fram af ákveðni og röggsemi? Myndi hann vera sáttur við svör sín, ef framkvæmdastjóri fyrirtækis í hans eigu gæfi honum svona svör: "Ja, við gætum nú átt eitthvað inni hjá hinum og þessum, en það er örugglega skynsamlegra að bíða eftir að einhver annar sem líka á hagsmuna að gæta, kvarti yfir þessu."?

Gylfi minn, gerðu það, taktu nú á þig rögg, og hættu að verja kapítalistana með aðgerðar- og áhugaleysi þínu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband