Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

TMNT

Nærföt? eða Ninjaklæði?

Náunginn sig varði!

Sár varð byssubófinn skæði,

blóð dró kutinn harði.


mbl.is Fjórir særðir eftir skotbardaga í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Það fossar blóð..."

Ofstækistrúin hún ofbýður mér

og endalaust nær mig að hryggja.

Kúgun og ofbeldi kristallast hér

og kolbrengluð forræðishyggja.


mbl.is Egypsk stúlka lést af völdum kynfæraskurðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárhagsvandi sveitarfélaga leystur

Egilsstaða er það svinna;

öðrum sveitum brátt það kenna;

ef þú skyldir eiga að vinna

upp þá launin gjarnan brenna.

 

Brunavarða byrji hrota;

brenni hús í veðri ströngu;

á eldinn þeir nú eiga að nota

eigið vatn, og jafnvel slöngu.


mbl.is Slökkviliðsmenn á Egilsstöðum segja upp starfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppfinning íslenskra neytenda

Síríuslengjur í lakkrís við vöfðum

og lakkrísrör settum í kókið.

Ánægju mikla við af þessu höfðum

þó ekki það væri nú flókið.

 

Sælgætisbarónar sáu þar gróða

og saman loks pökkuðu þessu.

Nú útlensku fólki þeir upp á það bjóða

íslensku trítlarnir hressu.


mbl.is Íslenska nammi-útrásin hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Korter í þrjú gæi?

Korter fyrir klukkan þrjú

kemur þessi bófi.

Er víst góður aflinn nú

hjá ánamaðkaþjófi.


mbl.is Ánamaðkaþjófur á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umbúðalaust...

Þeir umbúðirnar efla nú

og þær skrýða prjáli,

en innihaldið er hjá frú

allt sem skiptir máli.


mbl.is Miklar vonir bundnar við nýjan smokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimili jólasveinsins að hverfa

Bráðnar póllinn býsna hratt

því brennheit glampar sólin.

Á því Sveinki fór víst flatt,

og frestast því nú jólin.


mbl.is Heimskautaís bráðnar hraðar en spár segja til um
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dellurafmagn

Kotbændurnir kætast nú,

og kúabú sín styrkja.

Á framtíðinni fá þeir trú

er fjóshauginn þeir virkja.


mbl.is Kúamykju breytt í raforku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða konur þá karlmannlegri?

Eitt sinn þær dýrkuðu aflraunajaka

sem óvinum hugdjarfir mættu.

En konur nú velja sér kvenlega maka

og karlmennskan er víst í hættu.


mbl.is Konur velja heldur menn með kvenleg útlitseinkenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástarbálið hefur slokknað...

Ágústnóttin er hér köld

og Eyjar þurftu varmann.

Uppkveikjan var ósótt tjöld;

sem eykur víst á sjarmann.


mbl.is Kveikt í tjöldum í Herjólfsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband