Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
12.8.2007 | 22:43
TMNT
Nærföt? eða Ninjaklæði?
Náunginn sig varði!
Sár varð byssubófinn skæði,
blóð dró kutinn harði.
Fjórir særðir eftir skotbardaga í Ósló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2007 | 02:05
"Það fossar blóð..."
Ofstækistrúin hún ofbýður mér
og endalaust nær mig að hryggja.
Kúgun og ofbeldi kristallast hér
og kolbrengluð forræðishyggja.
Egypsk stúlka lést af völdum kynfæraskurðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2007 | 19:15
Fjárhagsvandi sveitarfélaga leystur
Egilsstaða er það svinna;
öðrum sveitum brátt það kenna;
ef þú skyldir eiga að vinna
upp þá launin gjarnan brenna.
Brunavarða byrji hrota;
brenni hús í veðri ströngu;
á eldinn þeir nú eiga að nota
eigið vatn, og jafnvel slöngu.
Slökkviliðsmenn á Egilsstöðum segja upp starfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.8.2007 | 13:33
Uppfinning íslenskra neytenda
Síríuslengjur í lakkrís við vöfðum
og lakkrísrör settum í kókið.
Ánægju mikla við af þessu höfðum
þó ekki það væri nú flókið.
Sælgætisbarónar sáu þar gróða
og saman loks pökkuðu þessu.
Nú útlensku fólki þeir upp á það bjóða
íslensku trítlarnir hressu.
Íslenska nammi-útrásin hafin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.8.2007 | 17:04
Korter í þrjú gæi?
Korter fyrir klukkan þrjú
kemur þessi bófi.
Er víst góður aflinn nú
hjá ánamaðkaþjófi.
Ánamaðkaþjófur á ferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2007 | 09:32
Umbúðalaust...
Þeir umbúðirnar efla nú
og þær skrýða prjáli,
en innihaldið er hjá frú
allt sem skiptir máli.
Miklar vonir bundnar við nýjan smokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2007 | 10:30
Heimili jólasveinsins að hverfa
Bráðnar póllinn býsna hratt
því brennheit glampar sólin.
Á því Sveinki fór víst flatt,
og frestast því nú jólin.
Heimskautaís bráðnar hraðar en spár segja til um | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 11:43
Dellurafmagn
Kotbændurnir kætast nú,
og kúabú sín styrkja.
Á framtíðinni fá þeir trú
er fjóshauginn þeir virkja.
Kúamykju breytt í raforku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 09:21
Verða konur þá karlmannlegri?
Eitt sinn þær dýrkuðu aflraunajaka
sem óvinum hugdjarfir mættu.
En konur nú velja sér kvenlega maka
og karlmennskan er víst í hættu.
Konur velja heldur menn með kvenleg útlitseinkenni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.8.2007 | 09:32
Ástarbálið hefur slokknað...
Ágústnóttin er hér köld
og Eyjar þurftu varmann.
Uppkveikjan var ósótt tjöld;
sem eykur víst á sjarmann.
Kveikt í tjöldum í Herjólfsdal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)