Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
6.8.2007 | 21:44
Minnimáttarkennd?
Þessi minnimáttarkennd
múhameðskra karla,
frá almættinu er víst send!
Æ, það tel ég varla.
Umbótasinnuðu dagblaði lokað í Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2007 | 13:10
Að Amrískum sið...
Suðurnesin sorgir hrjá,
þeir samnings- gerðu -feil.
Samt tíu millur tókst að fá;
ðe tjekk is in ðe meil.
Fékk 10 milljóna dala ávísun senda í pósti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.8.2007 | 00:47
Það var engin upphitunarhljómsveit...
Dvaldi ég þar drjúga stund,
í dal við sundin blá.
En upphitun með Elsu Lund
alveg fór mér hjá.
Shady söng með Stuðmönnum í Laugardal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.8.2007 | 18:00
Tímdu þeir ekki kleinuhringjunum?
Þegar löggan þjófinn greip
í þörmum men hann faldi.
Með banönum varð brautin sleip,
hann bíður dóms í haldi.
Gleypti hálsmen og var gert að borða 50 banana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2007 | 17:12
Hvert leita karlarnir?
Kynjahlutfall Kína er
körlum ei til góða.
Vanti konur verður her
vandi næstu þjóða.
Dregið niður í áróðri fyrir einsbarnsstefnu í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2007 | 17:06
Álfaborgar - séns.
Hagyrðingar hittast enn,
hafa uppi glens.
Klúrir verða kvæðamenn
komist þeir á séns.
Fjölmennt á hagyrðingamóti á Borgarfirði eystri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2007 | 17:16
Verðmætið liggur í undirskriftinni
Málverkið töldu þeir meistaraverk
og milljarð til bókar þeir færðu.
Það innblástur veitti, og áhrifin sterk
og ýmsir víst tæknina lærðu.
En svo fór í verra, og vandaðist mál,
það var eftir ókunnan dóna,
og þeir máttu setja sitt bókhald á bál,
það brann þarna milljarður króna.
Málverk reyndist ekki vera eftir Van Gogh | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2007 | 15:06
Tungumálakvóti?
Herforingjar Myanmar
mannréttindi brjóta.
Dágott fundu Danir svar
með dulmáli þeir skjóta.
Yfirvöldin urðu snar,
þau útlendingum blóta,
og fjölmiðlarnir fínu þar
fá nú málakvóta.
(Já, enskan verður eflaust þeim til bóta.)
Dönsk auglýsing veldur uppnámi í Myanmar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 19:19
„... bragðið góða svíkur eigi ...“
Vínið góða var með keim
sem vakti gleði Frakka.
En bragðlaukarnir brugðust þeim
sem boðið var að smakka.
(Er komu þeir svo kátir heim
í Könunum sást hlakka.)
Kvikmyndaframleiðendur deila hart um vínsmökkunarhneyksli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 00:09
Vanga velta...
Túrhestarnir tölta greitt
um töfraheima Fróns.
En lausamölin lúmsk og beitt
þá leiðir oft til tjóns.
Sluppu með skrekkinn eftir bílveltu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)