Uppfinning íslenskra neytenda

Síríuslengjur í lakkrís við vöfðum

og lakkrísrör settum í kókið.

Ánægju mikla við af þessu höfðum

þó ekki það væri nú flókið.

 

Sælgætisbarónar sáu þar gróða

og saman loks pökkuðu þessu.

Nú útlensku fólki þeir upp á það bjóða

íslensku trítlarnir hressu.


mbl.is Íslenska nammi-útrásin hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Nú verður þú bara að þýða ljóðið og flytja það út. 

Halla Rut , 11.8.2007 kl. 22:37

2 Smámynd: krossgata

  • Nýir opnast undraheimar
  • upp í gin með hraði
  • látir svartar lakkrísreimar
  • lagðar súkkulaði

krossgata, 12.8.2007 kl. 02:16

3 Smámynd: Billi bilaði

Takk takk.  Góð vísa krossa.

Billi bilaði, 12.8.2007 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband