Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Umsnúningur

Konurnar víst koma senn

á krárnar sig að staupa,

en snyrtilegir mjúkir menn

maskarana kaupa.


mbl.is Karlmenn eyða meira í snyrtivörur en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Offors...

Frónarreisu fresta bar;

farar varð ei auðið;

þegar Lars af þrótti skar

þumalputta á brauðið.


mbl.is Ostaskeri eyðilagði Íslandsför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hengja...

Í matarverðið margir spá,

og mæla nótt og dag.

Ef það lækkar ýmsir sjá

aukinn þjóðarhag.

Þeir VaSKinn felldu’og vildu fá

á verðlag nýjan brag.

En hagnaðinn tók höndin blá

og hagstjórnin fékk slag.

Nú kannanirnar kanna á,

og koma þeim í lag.


mbl.is Viðskiptaráðherra felur Neytendastofu að kanna rafrænar verðkannanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður dagur

Ef að hitinn eitthvað rís;

ekki þarf að klæðast flís;

sé þá ekki voðinn vís,

vissulega það ég kýs,

að sleppa vinnu, slappa af og sleikja ís.


mbl.is Gæði íss meiri í ár en í fyrra - tveimur íssölum lokað í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ, var þetta gallað?

Betra er að þegja þunnu hljóði

og þykjast vera saklaus eins og barn.

Því annars minnkar allur þeirra gróði

og eftir stendur bara svikið skarn.


mbl.is Kínversku leikfangasamtökin sögð hafa vitað að leikföngin hafi verið gölluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En ekki hvað?

Forgangurinn finnst mér ljós,

það flestir ættu að sjá.

Ofurlaunin, eðaldrós,

og svo kagga þrjá.

 

Risahús í höfuðstað,

Harrods, Top Shop næst.

Mikið ræða má um það

hvort mörk svo komi glæst.


mbl.is Roy Keane: Eiginkonurnar ráða of miklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru neytendasamtökin?

Vörusvikum víst er hart

að verjast ef þú dópar.

Til lögreglu þú leitar vart,

því líklega við þannig kvart

þér hent er inn í holið svart;

það hafa prófað glópar.


mbl.is Hringdi í lögregluna til að kvarta yfir kókaíninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fært í stílinn

Höggið virtist helst til fast,

hélt hann áfram þó.

Síðar fékk hann soldið kast

er sá hann engann skó.

 

Blóðugur til baka rann,

á bifhjólinu fló.

Heppinn var, því fótinn fann

og fékk því aftur skó.

 

Á sjúkrahús hann sentist þá,

þeir saman létu hró.

Og riddarinn nú rogginn má

reima báða skó.


mbl.is Tók ekki eftir því að fóturinn var horfinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkennin

Útvíkkaðir augnasteinar,

öndun hröð og svitakóf,

hláturskrampi, hjartað veinar;

hrellir þetta kaffiþjóf.


mbl.is Á sjúkrahús eftir of mikið af espresso
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En má hann það í úthverfunum?

Miðbæjarrotturnar má ekki styggja,

móðgun og ofbeldi getur það valdið.

Skoðanafrelsi og forræðishyggja

fer ekki saman, þú borgar því gjaldið.


mbl.is Ekki reita David Pratt til reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband