Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

En þó ekki Valgeir, eða hvað?

Á síðustu tónleikum sást enginn brosa,

þeir sannlega klikkuðu töluvert þá.

Nú hátíðardagskrá þeir hafa í Mosa

og hefðbundna Stuðmenn við fáum að sjá.


mbl.is Hefðbundnir Stuðmenn á Varmárvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölgar þá fegrunaraðgerðum?

Tekjur virðast taka keim

af tísku í hverju landi.

Allir vilja þóknast þeim

sem þykja aðlaðandi.


mbl.is Fallegt fólk þénar mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæru leysi er þetta

Lögbrotin eru í lagi

ef Landvernd hún skiptir sér af.

Og ekki er augljóst að klagi

yfirvald það sem að svaf.


mbl.is Kæru Landverndar vegna framkvæmda í Heiðmörk vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er skattastefna USA

Auðkýfingur skattaskjólið

skundar í án sorga.

Litla manninn lætur fólið

lífsgæði sín borga.


mbl.is Bandarísk hóteldrottning látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mýrin fær samkeppni

Loksins Potter lokið er,

ei lengur á hann píri.

En hugprúð Rowling hugsar sér

að halda út í Mýri.


mbl.is J.K. Rowling skrifar glæpasögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bókstaflega flaug út af

Bókstafinn hann sá í svip

og síðan út af flaug.

Grönholm kenndi kúi fip,

en kýrin burtu smaug.

 

(Ætli þeir breyti fyrirsögninni úr Kú truflaði Grönholm við aksturinn?)


mbl.is Kýr truflaði Grönholm við aksturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhrif kulda

Ljósmynd af hópnekt er laus við allt skop,

af list þeirri hef ég þó gaman:

Með athygli’á jökulsins eilífa hop,

ýmislegt fleira skrapp saman.


mbl.is Hundruð nakinna manneskja á svissneskum jökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamla lífið minnir á sig

Í sýndarheimum sorgin fer,

þar sælulíf má spinna.

En greyin aðeins geta hér

gengið örna sinna.


mbl.is Annað líf í sýndarveruleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt prófið

Sykurinn ég sæki mér,

en segi ekki frá því.

Ef að þvagpróf í ég fer,

ekki mun ég ná því.


mbl.is Greina ekki rétt frá sykurneyslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt land, ein tunga, ein okun...

Áðurfyrr gróðinn til faglærðra fór

og fitan á réttan stað settist.

Þeir moka nú peningapúkanna flór

og passa að mistök ei fréttist.


mbl.is Þegja yfir mistökum í apótekum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband