Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Páll Baldvin Baldvinsson og Ögmundur Jónasson

Páll Baldvin Baldvinsson setur sig á háan hest í Fréttablaðinu í dag (á bls. 40), en nær samt að höggva til Ögmundar Jónassonar fyrir neðan beltisstað.

Annars vegar reynir Páll þessi að mála Ögmund sem utangarðsmann sem eigi nú bara stuðning hjá úr sér gegnum sjálfstæðismönnum - sem miðað við aðrar fjölmiðla- og bloggumræðu sem ég hef séð, er kolrangur misskilningur.

Í hinn staðinn vill hann kenna Ögmundi notkun á íslensku máli, og notar til þess enskuslettur. A.m.k. skil ég mun betur hvað Ögmundur á við þegar hann talar um „íslenska þjóð“ heldur en hvað Páll á við með að eitthvað sé „slæmt keis“.

Kannski var hann að reyna að vera fyndinn. Þetta var þá a.m.k. ekki íslensk fyndi hjá honum, heldur Hólmsteinka sem enginn brosir að nema sértrúaðir.

Af því sem ég hef séð til þessara tveggja manna virðist mér Ögmundur mun heilsteiptari maður. Myndi jafnvel kjósa hann í alþingiskosningum ef að alvöru persónukjör væri í boði. (Flokkins hans, hins vegar, hef ég aldrei og mun aldrei kjósa. Heldur ekki flokk Páls Baldvins, sé ég að finna af honum réttu lyktina.)


Guðmundur Ólafsson: Trúarbrögð komi fyrir hagfræðikenningar

Guðmundur Ólafsson, aðstoðarprófessor og lektor í hagfræði (skv. netuppflettingu), boðaði í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að fyrst að nú væru bæði sósíalista- og kapítalistakenningarnar hrundar, þá væri ekkert eftir fyrir fólk annað, en að snúa sér að gamaldags trúarbragðafræði. Eða annað gat ég ekki skilið af málflutningi hans.

Sum sagt, þegar öfgastefnur hagfræðinnar hrynja, þá skal snúa sér í þær fornu öfgastefnur sem notaðar hafa verið í árþúsundir til að „hafa hemil“ á fólki, því að ekki sé hægt að treysta því að það sé gott hvert við annað án skipulagðra trúarbragða. (Eða var hann að meina öfgaminni trúarbrögð, eins og til dæmis Ásatrú okkar forfeðra. Hávamál eru jú full af lífsspeki sem hverjum manni væri hollt að tileinka sér.)

Út úr orðum Guðmundar fékk ég líka lesið, að hagfræði sé trúarbrögð. Förum við þá að nálgast all hressilega kenninguna „fólk er fífl“, og „við“ þurfum að stjórna fólkinu.

Við mér blasir, all hressilega, að Guðmundur sé að gleyma að til séu fleiri stefnur en öfgastefnur.

Jafnaðarmennska er góð og holl. Reyndar ekki eins og Samfylking mistúlkar hana - heldur það sem þið lærðuð í leikskólanum:

Verið góð hvert við annað.

Ekki taka dót sem annar er að leika sér með, nema að fá leyfi.

Hjálpið minni máttar.

Leikið ykkur saman - fallega.

Leyfið hverjum og einum að njóta sín.

O.s.frv.

(Sjá nánar: http://en.wikipedia.org/wiki/All_I_Really_Need_to_Know_I_Learned_in_Kindergarten)

Að lokum vil ég segja að ég hef, eftir áralangan efa, búið mér til grunn að trúarskoðunum, og öfugt við Guðmund, þá beini ég sjónum til framtíðar, en ekki fortíðar:

Framtíðartrú

Ég trúi því að von sé vert að hafa

von um framtíð mannúðar og lífs.

Að allir þeir sem undan brjótist klafa

eigi nóg til skeiðar bæði og hnífs.

 

Og grimmdin sem að grípur hjörtu manna

ef græðgi þeirra takmörk eru sett,

sé útlæg ger, og sálin hreina sanna,

sjái hvergi mun á neinni stétt.

 

Því víst er það að vit var okkur fengið

í vöggugjöf, og þar það dvelur enn.

Og verkefnið að þróa mannkynsmengið,

svo megum við um geiminn ferðast senn.

 

Því aðeins þessa einu jörð við byggjum

sem endast þarf uns getum við sagt takk,

og lífsins framtíð lengur nokkuð tryggjum

er leggjumst öll í vetrarbrautaflakk.


Mild áhrif Taser - aðeins veikur rafstraumur...

... sem getur ekki valdið dauða!

Hvaða Ólafur Hauksson er þetta sem heldur því fram að Taser hafi ekki valdið svo mikið sem einu dauðsfalli, í Speglinum á Rúv? (Ég missti af upphafsorðum samtalsins þar sem hann hefur eflaust verið kynntur nánar.)

Já já. Hvetjum til þess að skjóta menn í bakið til að meiðast ekki sjálfir!

Hafið þið mikla skömm sem viljið Taser, og hvað þá skotvopn, á hvern þann lögreglumann sem álpast út fyrir hússins dyr.

Stjórnvöld - farið nú að borga lögreglunni almennileg laun og tryggið að mannvinir vilji sækja þar um störf.


Styrmir, til hamingju

Komdu sæll, Styrmir.

Þér tókst tvenntí þætti Egils Helgasonar í gær.

Í fyrsta lagi, að sýna fram á að Jón Baldvin hefur höfuð og herðar yfir aðra þá sem ræða um stjórnmál á Íslandi; og þar með auka álit mitt á Jóni aftur.

Í annan stað, að snúa mér frá því að hafna aðild að Evrópusambandinu, fái ég að kjósa um það. Ég vil ekki búa í landi sem þínar klíkur stjórna. Þið berið greinilega ekki hag almennings fyrir brjósti.

Ég hjó einnig eftir því að þú sagðist hafa skrifað greinar gegn spillingu sem enginn hefði hlustað á. Hvað meinar þú? Varstu ekki að stjórna áhrifamesta blaði landsins? Settirðu bara skottið á milli afturlappanna, eins og Davíð eftir fjölmiðlafrumvarpsfíaskóið? Eða trúðirðu bara ekkert á það sem þú varst að skrifa? Svona eins og Davíð sem vissi að allt var að hrynja, en lánaði samt peningana mína og þína án tryggra trygginga.

Þú varst einnig nógu duglegur, í þættinum, að segja „við“ um ykkur sjálfstæðismenn, þar til að kom að því að bera ábyrgð. Þá afneitaðir þú flokknum þrisvar, ef ég taldi rétt.

Já, og mikil eru völd þessara tveggja jafnaðarmannastjórnarandstöðuþingmanna sem stoppuðu einir og sér alla tilburði stærsta flokks landsins í að búa hér til betra þjóðfélag. Viltu ekki nefna þá á nafn svo að hægt sé að reisa af þeim síams-styttu?

Nú vil ég líka spyrja þig, á svipan hátt og þú spurðir Jón í gær, og færð þú, eins og þú bauðst Jóni, að velja á milli tveggja svara, þ.e. bæði já og nei:

Ertu hættur að berja konuna þína, Styrmir?

ES: Það er sárt til þess að vita að þú komir úr þeim góða skóla, Laugarnesskóla.

Með Ljóma-kveðjum,

Skrekkur


Sáttur við mitt atkvæði...

Ég svaraði þessu eins heiðarlega og ég gat, og get ekki sagt annað en að ég sé mjög sáttur við niðurstöðuna. Vonandi verður fjórflokkurinn ekki verðlaunaður með því að hafa hann einan við kjötkatlana eftir kosningar.

Kosningakompás mbl.is - niðurstaða

Samsvörun svara þinna við svör flokkanna er sem hér segir:

Flokkur Samsvörun
Borgarahreyfingin (O)84%
Samfylkingin (S)77%
Lýðræðishreyfingin (P)64%
Framsóknarflokkur (B)64%
Frjálslyndi flokkurinn (F)62%
Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V)62%
Sjálfstæðisflokkur (D)34%

mbl.is Kosningakompás mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður þetta skýrt betur...

... en Baggalútur gerir?

 http://www.baggalutur.is/index.php?id=4531


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi, skammastu þín fyrir að gera grín að okkur; hér er mitt dæmi!

Gefum okkur að fjórir ímyndaðir menn eigi í viðskiptum. Köllum þá t.d. Tryggva, Þór, Herbert og Gylfa.

Tryggvi, Þór og Herbert skulda hver um sig Gylfa 10 milljónir.

Tryggvi er vel stæður, með góðar tekjur og á ekki í neinum vandræðum með að standa í skilum.

Þór er afar illa stæður og fyrirséð að hann muni ekki geta greitt neitt af láni sínu.

Herbert er hins vegar millistéttarmaður (eins og megnið af þjóðinni, og megnið af þeim sem þarf í raun að bjarga) og alls ekki útséð um það hvort hann geti borgað skuldir sínar. (Það fer t.d. eftir því hvort hann geti selt eignir á frosnum markaði).

Það er því ljóst að ekki mun allt innheimtast, en fer eftir áhættumati hversu mikið það verður. Gylfi veit þetta vel, enda keypti hann skuldabréf þeirra Tryggva, Þórs og Herberts á hálfu nafnverði, vitandi að áhættan sé þess virði miðað við þann björgunarpakka sem hann ætlar að bjóða skuldunautunum.

Nú bregður svo við að fyrirskipun kemur frá stjórnvöldum um að afskrifa skuli 20% allra skulda. Því fagnar Tryggvi, enda fær hann þá tvær millj´nir afskrifaðar frá Gylfa, sem hann þó hafði enga þörf fyrir. Hann fer að velta því fyrir sér hvort hann ætti frekar að kaupa sér vélsleða eða mótarhjól, (mér og mínum að meinalausu, því að ég er ekki að öfundast út í Tryggva).

Þór lætur sér fátt um finnast enda er hann í jafn slæmum málum hvort sem hann skuldar átta eða tíu milljónir sem hann getur ekki greitt. Vandi hans er áfram óleystur.

Herbert er hins vegar í þeirri stöðu sem skiptir Gylfa öllu máli (enda keypti hann skuldirnar út á millistéttina). Ef þessi aðgerð stjórnvalda (eða Gylfa) er nóg til að bjarga honum, þá fagnar hann. Sé það ekki nóg þá fagnar hann ekki. (Gylfi vonar að hann fagni.)

Það hefur sem sagt komið upp ný forsenda fyrir Gylfa að hugsa um (þó að sennilega hafi hann þegar verið búinn að gera ráð fyrir henni í sínum dæmum). Hann klórar sér því ekki mikið í hausnum, heldur opnar Excel-inn sinn, og fer yfir dæmin sín aftur:

Forsendur:

30 milljóna krónu kröfur voru keyptar á 15 milljónir með von um að sem mest innheimtist.

Dæmi A:

Tryggvi, Þór og Herbert skulda allir 10 milljónir.

Þeir fá allir 2 milljónir í niðurfellingu.

Gylfi á því útistandandi kröfur upp á 24 milljónir (sem hann keypti á 15).

 

Tryggvi er ríkur og borgar 8 milljónir (og kaupir sér eitthvað skemmtilegt).

Þór er fátækur og borgar ekkert.

Herbert er í millistéttinni (sem flestir eru í) og nær að bjarga sér og borgar 8 milljónir.

Gylfi fær því greiddar 16 milljónir og hefur grætt 1 milljón.

Dæmi B:

Tryggvi, Þór og Herbert skulda allir 10 milljónir.

Aðeins á að bjarga þeim illa stöddu, og fær Þór því niðurfellingu upp á 6 milljónir.

Gylfi á því útistandandi kröfur upp á 24 milljónir (sem hann keypti á 15).

 

Tryggvi er ríkur og borgar 10 milljónir og heldur áfram að lifa flott.

Þór er fátækur, en bjargast, og borgar 4 milljónir.

Herbert er í millistéttinni (sem flestir eru í) og fer á hausinn með frystar eignir og borgar ekkert.

Gylfi fær því greiddar 14 milljónir og hefur tapað 1 milljón. Áhættan var því ekki þess virði.

Dæmi C:

Tryggvi, Þór og Herbert skulda allir 10 milljónir.

Engum á að bjarga því að stjórnvöld taka engar ákvarðanir og Gylfa er alveg sama um hag heimilanna.

Gylfi á því útistandandi kröfur upp á 30 milljónir (sem hann keypti á 15).

 

Tryggvi er ríkur og borgar 10 milljónir og heldur áfram að lifa flott.

Þór er fátækur og fer á hausinn eftir að hafa greitt 2 milljónir.

Herbert er í millistéttinni (sem flestir eru í) og fer á hausinn eftir að hafa borgað 5 milljónir.

Gylfi fær því greiddar 17 milljónir og hefur grætt 2 milljónir. Hann hlær alla leið í bankann og er andskotans sama þó að 2/3  af skuldunautunum hafi farið á hausinn, því að hann getur haldið kröfunum vakandi í áratugi.

Ergó:

Það má setja upp alls konar svona dæmi, en að lokum er það eina sem skiptir máli hvort eigi að bjarga einhverjum, og þá hve mörgum. Millistéttin er lang-fjölmennust, og ef ekki á að bjarga henni af því að einhver getur þá keypt sér snjósleða, þá er réttlæti þessara ofvita verra en þeirra ranglæti.


mbl.is Tryggvi Þór svarar grein Gylfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég lenti í þessu úrtaki

Það á greinilega að mjatla niðurstöður þessarar könnunar í fréttirnar.

Ég lenti í þessu úrtaki í gærkvöldi, og nú er búið að birta með nokkru millibili niðurstöður úr 2 spurningum af 6-7.

Ég hef greinilega verið einn af örfáum sem valdi Borgarahreyfinguna (til að hafna fjóroghálfflokknum).

Nú bíð ég spenntur eftir að sjá hverjir fengu mest fylgi sem, annars vegar, formaður sjálfstæðisflokksins, og hins vegar formaður samfylkingarinnar.

Einnig var spurt hverjir ættu að mynda ríkisstjórn næst, og hvort aðspurður ætlaði að taka út séreignarsparnað.

Sem formann sjalla víst ég vil

velja Blöndals Pétur.

Heiðarleika hans ég skil;

hreinsað til hann getur.


mbl.is Samfylkingin stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband