Styrmir, til hamingju

Komdu sæll, Styrmir.

Þér tókst tvenntí þætti Egils Helgasonar í gær.

Í fyrsta lagi, að sýna fram á að Jón Baldvin hefur höfuð og herðar yfir aðra þá sem ræða um stjórnmál á Íslandi; og þar með auka álit mitt á Jóni aftur.

Í annan stað, að snúa mér frá því að hafna aðild að Evrópusambandinu, fái ég að kjósa um það. Ég vil ekki búa í landi sem þínar klíkur stjórna. Þið berið greinilega ekki hag almennings fyrir brjósti.

Ég hjó einnig eftir því að þú sagðist hafa skrifað greinar gegn spillingu sem enginn hefði hlustað á. Hvað meinar þú? Varstu ekki að stjórna áhrifamesta blaði landsins? Settirðu bara skottið á milli afturlappanna, eins og Davíð eftir fjölmiðlafrumvarpsfíaskóið? Eða trúðirðu bara ekkert á það sem þú varst að skrifa? Svona eins og Davíð sem vissi að allt var að hrynja, en lánaði samt peningana mína og þína án tryggra trygginga.

Þú varst einnig nógu duglegur, í þættinum, að segja „við“ um ykkur sjálfstæðismenn, þar til að kom að því að bera ábyrgð. Þá afneitaðir þú flokknum þrisvar, ef ég taldi rétt.

Já, og mikil eru völd þessara tveggja jafnaðarmannastjórnarandstöðuþingmanna sem stoppuðu einir og sér alla tilburði stærsta flokks landsins í að búa hér til betra þjóðfélag. Viltu ekki nefna þá á nafn svo að hægt sé að reisa af þeim síams-styttu?

Nú vil ég líka spyrja þig, á svipan hátt og þú spurðir Jón í gær, og færð þú, eins og þú bauðst Jóni, að velja á milli tveggja svara, þ.e. bæði já og nei:

Ertu hættur að berja konuna þína, Styrmir?

ES: Það er sárt til þess að vita að þú komir úr þeim góða skóla, Laugarnesskóla.

Með Ljóma-kveðjum,

Skrekkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þú er hreint ekki svo bilaður Billi!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.11.2009 kl. 15:02

2 Smámynd: Offari

Billi er víst bilaður.  

Offari, 2.12.2009 kl. 13:02

3 Smámynd: Elle_

Kannski er Billi bilaði bara flottur.  Vil þó setja þetta inn fyrir hann að lesa:

Sigurður Líndal, lagaprófessor, 13/08/09:  Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra skirrist ekki við að beita uppspuna og ósannindum og villa þannig um fyrir öllum almenningi:

Elle_, 6.12.2009 kl. 19:27

4 Smámynd: Billi bilaði

Þetta hef ég séð, ElleE, og viðurkenni að ég ber ögn meira traust til Sigurðar. Grein mín stendur þó að fullu. Styrmir jók aftur álit mig á JBH. (Skemmtilegt að ég var einmitt að horfa aftur á þessar 50 mínútur úr Silfrinu í dag, með frænda mínum sem misst hafði af því. Skoðun mín breyttist ekki neitt. (Nefndu mér einn skörungslegri mann í pólitíkinni í dag.)

ES: Ég hef ekki fyrirgefið JBH ennþá að svíka það kosningaloforð sem hann gaf, það ég best man, fyrir kosningarnar 1991, um að þjóðnýta Saurons-höllina Svörtuloft kæmist hann til valda (þ.e. bygginguna sjálfa sem þá var að rísa). Þetta hlustaði ég á hann fullyrða á kosningafundi í Múlakaffi, sem ég fór á með föður mínum heitnum.

Billi bilaði, 6.12.2009 kl. 22:31

5 Smámynd: Elle_

Billi, ég fyrirlít hvern þann mann sem ætlast til að við tökum á okkur Icesave og hann er einn af þeim harðsvíruðustu.   

Elle_, 6.12.2009 kl. 22:52

6 Smámynd: Billi bilaði

Bara að málin væru svona einföld.

Ég fyrirlít Sjálfstæðismenn fyrir að hafa komið okkur í þessa aðstöðu. Ég sé ekki að við getum mismunað innistæðueigendum eftir þessi ÓSKAPLEGU neyðarlög sem virðast hafa sett okkur í skrúfstykki. Sé það rangt mat hjá mér að neyðarlögin neyði IceSave upp á okkur, þá skal ég fagna því. Ég er ekki hlynntur því að borga IceSave, en ég sé bara því miður ekki hvernig við komumst hjá því. (Ég er ekki heldur hlynntur því að borga allar þær lánaafborganir sem á mig hafa verið settar; en sé ekki heldur hvernig ég kemst hjá því án þess að flýja land - sem gæti gerst.)

ES: Þú svarar samt ekki spurningu minni. Nefndu mér skörungslegri mann, hvort sem þú fyrirlýtur hann eða ekki. Mann sem hefur svipaðann kjark og JBH og Davið hafa til ákvarðanataka (og góðar vættir forði okkur frá því að þeir komist aftur til valda).

EES: Ég hef aldrey séð að JBH vilji landi sínu illt. Hann er ekki blindaður af hatri út í ímyndaða óvini. Hann hefur ekki komið okkur í þessa stöðu sem við erum í. I.e. ég legg ekki að jöfnu að vera harðsvíraður (eins og þú sérð það) og þjóðníðingur eins og ég lít á ábyrgðarmenn hrunsins - bæði beina aðgerðarsinna og ábyrgðarstöðuáhorfendur.

EEES: Ég held að við séum svona almennt á nokkuð svipaðri línu, miðað við það sem ég hef séð til þinna skrifa hér um slóðir.

Billi bilaði, 6.12.2009 kl. 23:03

7 Smámynd: Elle_

Billi, ég afði bara ekki alveg hugsað um hvaða menn ég tæki fram yfir Jón.  Ég tæki nánast alla langt fram yfir Jón og vil hann ekki.   Ekki halda því gegn mér seinna þó ef ég nefni mann/menn þó.  Og ef ég skoða bara menn í pólitík get ég sagt Ásmundur Óttarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Kristján Þór Júlíusson,  Sigmundur Davið Gunnlaugsson,  Vigdís Hauksdóttir, Ögmundur Jónasson.  Og fjöldi manna.  Fyrir síðasta apríl hefði ég líka sagt Atli Gíslason og Steingrímur J. Sigfússon en þeir brugðust.  Kannski finnst þér það fjarstæða og finnst við ekki lengur í svipaðri línu?  En þú spurðir, Billi og ekki skamma mig nú. -_-

Hinsvegar harðneita ég að við þurfum að taka á okkur ólöglegt Icesave.  Maður lætur ekki kúga sig og maður gerir ekki samninga við kúgara. 

http://indefence.is/

Elle_, 6.12.2009 kl. 23:30

8 Smámynd: Elle_

Ég misskrifaði Billi, það átti að vera Ásbjörn Óttarsson.

Elle_, 6.12.2009 kl. 23:35

9 Smámynd: Billi bilaði

Sæll.

Ég er búinn að skrifa mig á indefence.

Enginn af þessum sem þú nefnir kannast ég við sem skörunga eða sameiningartákn. Því miður. Vonandi stígur einhver upp - jafnvel einhver þessara. Ekki veitir okkur af.

Ég myndi líka harðneita að taka á mig ólöglegt IceSave. Og vonandi er það ólöglegt. Ég hef bara ekki þá sannfæringu ennþá. Kannski verða neyðarlögin felld í dómsmáli. Þá eru forsendur þess sjálfskaparvítis sem því miður réttkjörin stjórnvöld settu okkur í.

Komist IceSave fyrir þjóðaratkvæði, þá myndi ég líka örugglega fella það. Ég er bara að reyna að vera raunsær í mínum skrifum. Raunsæi fer því miður ekki alltaf vel við tilfinningar manns.

Billi bilaði, 6.12.2009 kl. 23:49

10 Smámynd: Billi bilaði

Þarna vantar orðið "brostnar" aftast í síðustu setningu næstsíðustu málsgreinar.

Billi bilaði, 6.12.2009 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband