Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.8.2010 | 12:42
Það er stórmerkilegt...
... að flugfreyja og jarðfræðingur þurfi ekki að ráðfæra sig neitt við seðlabankann að fyrra bragði þegar þau eru að taka stærstu ákvarðanir lífs síns eftir hrun heillar þjóðar.
Skömm þeirra er mikil.
Æskilegt að álitin hefðu borist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2010 | 10:20
Þingmenn eru ótrúlegir
Hver þingmaðurinn kemur fram á eftir öðrum og sýnir fram á algert skilningsleysi gagnvart þeim lagatexta sem þeir fjalla um á þingi og samþykkja sem lög í landinu.
Nú vill þessi jafnaðarmaður koma frjálshyggjupostulunum undan því að taka út þá refsingu sem þeim hefur verið dæmd í Hæstarétti, með sósíalískri jafnaðarhugsjón. Já, það er gott ef vinstri stefnan kemur til bjargar frjálshyggjunni, en sýnir enga viðleitni til þess að bjarga heimilunum. Vill hann ekki líka að fórnarlömb glæpa sitji inni með glæpamanninum og stytti þannig refsingu hans. Fuss.
Mörður ætti frekar að snúa sér inn til þingsins og vinna þar að leiðréttingu verðtryggðra lána heldur en að vera að gráta yfir ósanngirni þeirra laga sem hans vinnustaður semur.
Annars minnir þetta mig á gamla vísu:
Íslensk stjórnskipan í hnotskurn
Einbjörn kaus Tvíbjörn til ábyrgðarstarfa
á Alþingi sem hefur Löggjafarvald
og Tvíbjörn kaus Þríbjörn til trúnaðarstarfa
og titils í Ríkisstjórn; Framkvæmdavald
og Þríbjörn kaus Fjórbjörn til Þekkingarstarfa
að þinga um ábyrgðir: Dómaravald
loks Einbjörn kaus Fimmbjörn til Útrásarstarfa
og upp á punt gaf honum Forsetavald.
Vill verðtryggingu á lánin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2010 | 12:21
Gylfi ekki alveg að dansa
Í þessari frétt á visir.is
http://www.visir.is/article/20100218/VIDSKIPTI06/712937301
er rætt við hinn ágæta Gylfa Magnússon, hæstvirtan viðskiptaráðherra.
Þar segir hann meðal annars eftirfarandi:
Ég ætla ekki að reyna að skera úr um það en það er einfaldlega þannig að ef menn telja að einhver sé vanhæfur til þess að sitja í slitastjórn eða skilanefnd þá getur dómstóll vikið honum. Þannig að það verður einhver að bera fram kröfu um það til þess að fá úr því skorið," segir Gylfi.
Aðspurður hvort hann óttist að menn fari að misnota aðstöðu sína segir Gylfi: Auðvitað óttast ég það enda verður allt gert til að koma í veg fyrir það bæði með breytingum á lögum og reglum og breyttri hegðan eftirlitstofnanna. Þannig að það er allt gert til þess að koma í veg fyrir það, en ég á ekki von á því að mannlegt eðli breytist mikið við hrunið."
Sem sagt. Hann óttast að menn misnoti aðstöðu sína, og segir að verið sé að setja lög, en ýjar að því að einhver annar eigi að bera fram kröfur um að úr því verði skorið, þó að hann sé einn af þeim sem eru í forsvari fyrir framkvæmdavald lýðveldisins Íslands, og á þar með að passa hagsmuni okkar þegnanna gangvart sjálftökunni.
Getur þessi al-ágæti maður aldrey nokkurn tímann komið fram af ákveðni og röggsemi? Myndi hann vera sáttur við svör sín, ef framkvæmdastjóri fyrirtækis í hans eigu gæfi honum svona svör: "Ja, við gætum nú átt eitthvað inni hjá hinum og þessum, en það er örugglega skynsamlegra að bíða eftir að einhver annar sem líka á hagsmuna að gæta, kvarti yfir þessu."?
Gylfi minn, gerðu það, taktu nú á þig rögg, og hættu að verja kapítalistana með aðgerðar- og áhugaleysi þínu!
18.2.2010 | 08:16
Dýrt að kjósa í Ástralíu.
Hér í Ástralíu eru tveir ræðismenn, annar nálægt Melbourne (sem er nær mér), en sá skrapp úr landi, og hinn í Sydney.
Þó ég hafi mikla löngun til að kjósa á móti þessum lögum, þá tími ég ekki að kaupa mér far til Sydney og tapa a.m.k. einum vinnudegi til að geta kosið.
Ég kom hingað áður en utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst, og á að koma heim 7. mars, þannig að það smellpassar til að ég nái ekki að kjósa.
767 hafa kosið um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2010 | 02:36
Hrunskýrslan frestast enn
Enn verður blessaðri hrunskýrslunni frestað.
Ég fékk löngun til að lesa lögin um rannsóknarnefndina þegar ég sá þessa frétt. Sérstaklega m.t.t. eins atriðis. Sjálftaka launa.
Samkvæmt lögum nr. 142 / 2008 http://www.rannsoknarnefnd.is/category.aspx?catID=5
2. gr.
... Einn dómara Hæstaréttar Íslands skipaður af forsætisnefnd og skal hann vera formaður nefndarinnar. Dómsmálaráðherra skal veita honum leyfi frá störfum réttarins á meðan nefndin starfar. ...
17. gr.
Sá dómari Hæstaréttar sem gegnir starfi formanns og umboðsmaður Alþingis skulu meðan þeir sinna starfi nefndarinnar njóta þeirra lögkjara sem fylgja embættum þeirra. Forsætisnefnd Alþingis ákveður að öðru leyti greiðslur til nefndarmanna og ákveður önnur starfskjör þeirra. ...
{
Sum sagt, svo lengi sem nefndin frestar útgáfu skýrslunnar, er formaðurinn á fullum hæstaréttarlaunum án vinnuskildu. (Varla er mikið að gera meðan beðið er eftir andsvörum, sem engin nauðsyn er að bíða eftir skv. lögunum.)
}
Einnig er upphaf 15. gr. allrar athygli vert:
"Rannsóknarnefndin skal láta Alþingi í té skriflega skýrslu með rökstuddum niðurstöðum rannsóknar sinnar ásamt ábendingum og tillögum um úrbætur. Skýrslan skal þegar í stað gerð opinber. Rannsóknarnefndin getur ákveðið að skila til Alþingis sérstökum skýrslum um einstaka hluta rannsóknarinnar eða áfangaskýrslum og skal haga meðferð þeirra á sama hátt og lokaskýrslu..."
Ætli rannsóknarnefndin hafi ekki skilað neinum áfangaskýrslum til alþingis þrátt fyrir allar þessar tafir?
Eru þeir sem hafa andmælarétt að fá "sérstakar skýrslur um einstaka hluta rannsóknarinnar" án þess að Alþingi fái þær? Sé svo, er lögbrot að gera þær ekki þegar í stað opinberar!
13.2.2010 | 11:28
Fékkst þú ekki bréf frá Gunnari Tómassyni, Eygló?
Skv. hans upplýsingum, frá því í dag, hefur ENGINN þingmaður svarað bréfi því er hann sendi til þeirra allra þann 29. september á síðasta ári. (Sjá athugasemdir við þetta blog: http://tbs.blog.is/blog/tbs/entry/1017784/)
Á nú að slá sig til riddara með því að vera fyrst til að óska eftir fundi?
Vill fund um gengislánin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2010 | 08:15
Viðurlög? Leiðréttingar?
Er eftirfarandi ekki það sem við á?
Lög um vexti og verðtryggingu.
Lög nr. 38 26. maí 2001.
VII. KAFLI
Viðurlög og málsmeðferð.
18. gr.
Ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti telst ógildur og hafi endurgjald verið greitt ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft. Við ákvörðun endurgreiðslu skal miða við vexti skv. 4. gr., eftir því sem við getur átt.
II. KAFLI
Almennir vextir.
4. gr.
Þegar greiða ber vexti skv. 3. gr., en hundraðshluti þeirra eða vaxtaviðmiðun er að öðru leyti ekki tiltekin, skulu vextir vera á hverjum tíma jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr. Í þeim tilvikum sem um verðtryggða kröfu er að ræða skulu vextir vera jafnháir vöxtum sem Seðlabankinn ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr.
---
Gengislánin dæmd óheimil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2010 | 11:50
19 af 22 eru í fyrri hluta stafrófsraðar.
22 í framboði hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2010 | 11:19
Nýja stjórnarskrá, takk - án aðkomu fjórflokksins
28.12.2009 | 17:51
Hvað var mikið um makaskipti?
Hver var meðalveltan þegar makaskipti eru dregin frá?
Tilbúin verð, sem sett eru á eignir til að halda uppi veðhæfni, ætti ekki að leyfa að hafa áhrif á vísitölur.
Ágæt velta á fasteignamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skrifaði þetta sem athugasemd annars staðar. Best að setja það hér líka.
Forseti hefur í raun engan rétt til að fá umhugsunarfrest. Það að hann sé ekki búinn að taka ákvörðun er í boði ríkisstjórnar (sem ákveður að veita frest, sem engin sérstök heimild er fyrir), og illa samansettrar stjórnarskrár, sem tekur ekki á málinu.
Hvort hann samþykki eða synji geri ég mér ekki grein fyrir - né fyllilega hvort sé betra; en synji hann, þá vona ég að hann segi af sér í leiðinni. (Vona það reyndar samt.)
Sum sagt. Það þarf að endurskoða stjórnarskrána - án formlegrar aðkomu fjórflokksins - og forsetaembættið þarf að festa þar og skilgreina mun betur - og málskotsréttur þarf að vera geirnegldur, auðskiljanlegur, og eðlilega framkvæmdarhæfur. Íslendingar mega ekki missa málskotsréttinn úr höndum sér. (Einnig eiga handhafar forsetavalds ekki að geta veitt flokks- og vinnufélögum sínum uppreista æru, rétt á meðan forseti bregður sér frá.)