Korter í þrjú gæi?

Korter fyrir klukkan þrjú

kemur þessi bófi.

Er víst góður aflinn nú

hjá ánamaðkaþjófi.


mbl.is Ánamaðkaþjófur á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umbúðalaust...

Þeir umbúðirnar efla nú

og þær skrýða prjáli,

en innihaldið er hjá frú

allt sem skiptir máli.


mbl.is Miklar vonir bundnar við nýjan smokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimili jólasveinsins að hverfa

Bráðnar póllinn býsna hratt

því brennheit glampar sólin.

Á því Sveinki fór víst flatt,

og frestast því nú jólin.


mbl.is Heimskautaís bráðnar hraðar en spár segja til um
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dellurafmagn

Kotbændurnir kætast nú,

og kúabú sín styrkja.

Á framtíðinni fá þeir trú

er fjóshauginn þeir virkja.


mbl.is Kúamykju breytt í raforku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða konur þá karlmannlegri?

Eitt sinn þær dýrkuðu aflraunajaka

sem óvinum hugdjarfir mættu.

En konur nú velja sér kvenlega maka

og karlmennskan er víst í hættu.


mbl.is Konur velja heldur menn með kvenleg útlitseinkenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástarbálið hefur slokknað...

Ágústnóttin er hér köld

og Eyjar þurftu varmann.

Uppkveikjan var ósótt tjöld;

sem eykur víst á sjarmann.


mbl.is Kveikt í tjöldum í Herjólfsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnimáttarkennd?

Þessi minnimáttarkennd

múhameðskra karla,

frá almættinu er víst send!

Æ, það tel ég varla.


mbl.is Umbótasinnuðu dagblaði lokað í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að Amrískum sið...

Suðurnesin sorgir hrjá,

þeir samnings- gerðu -feil.

Samt tíu millur tókst að fá;

ðe tjekk is in ðe meil.


mbl.is Fékk 10 milljóna dala ávísun senda í pósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var engin upphitunarhljómsveit...

Dvaldi ég þar drjúga stund,

í dal við sundin blá.

En upphitun með Elsu Lund

alveg fór mér hjá.


mbl.is Shady söng með Stuðmönnum í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímdu þeir ekki kleinuhringjunum?

Þegar löggan þjófinn greip

í þörmum men hann faldi.

Með banönum varð brautin sleip,

hann bíður dóms í haldi.


mbl.is Gleypti hálsmen og var gert að borða 50 banana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband