10.8.2007 | 17:04
Korter í þrjú gæi?
Korter fyrir klukkan þrjú
kemur þessi bófi.
Er víst góður aflinn nú
hjá ánamaðkaþjófi.
![]() |
Ánamaðkaþjófur á ferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2007 | 09:32
Umbúðalaust...
Þeir umbúðirnar efla nú
og þær skrýða prjáli,
en innihaldið er hjá frú
allt sem skiptir máli.
![]() |
Miklar vonir bundnar við nýjan smokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2007 | 10:30
Heimili jólasveinsins að hverfa
Bráðnar póllinn býsna hratt
því brennheit glampar sólin.
Á því Sveinki fór víst flatt,
og frestast því nú jólin.
![]() |
Heimskautaís bráðnar hraðar en spár segja til um |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 11:43
Dellurafmagn
Kotbændurnir kætast nú,
og kúabú sín styrkja.
Á framtíðinni fá þeir trú
er fjóshauginn þeir virkja.
![]() |
Kúamykju breytt í raforku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 09:21
Verða konur þá karlmannlegri?
Eitt sinn þær dýrkuðu aflraunajaka
sem óvinum hugdjarfir mættu.
En konur nú velja sér kvenlega maka
og karlmennskan er víst í hættu.
![]() |
Konur velja heldur menn með kvenleg útlitseinkenni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.8.2007 | 09:32
Ástarbálið hefur slokknað...
Ágústnóttin er hér köld
og Eyjar þurftu varmann.
Uppkveikjan var ósótt tjöld;
sem eykur víst á sjarmann.
![]() |
Kveikt í tjöldum í Herjólfsdal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2007 | 21:44
Minnimáttarkennd?
Þessi minnimáttarkennd
múhameðskra karla,
frá almættinu er víst send!
Æ, það tel ég varla.
![]() |
Umbótasinnuðu dagblaði lokað í Íran |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2007 | 13:10
Að Amrískum sið...
Suðurnesin sorgir hrjá,
þeir samnings- gerðu -feil.
Samt tíu millur tókst að fá;
ðe tjekk is in ðe meil.
![]() |
Fékk 10 milljóna dala ávísun senda í pósti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.8.2007 | 00:47
Það var engin upphitunarhljómsveit...
Dvaldi ég þar drjúga stund,
í dal við sundin blá.
En upphitun með Elsu Lund
alveg fór mér hjá.
![]() |
Shady söng með Stuðmönnum í Laugardal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.8.2007 | 18:00
Tímdu þeir ekki kleinuhringjunum?
Þegar löggan þjófinn greip
í þörmum men hann faldi.
Með banönum varð brautin sleip,
hann bíður dóms í haldi.
![]() |
Gleypti hálsmen og var gert að borða 50 banana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)