15.8.2007 | 15:43
Æ, var þetta gallað?
Betra er að þegja þunnu hljóði
og þykjast vera saklaus eins og barn.
Því annars minnkar allur þeirra gróði
og eftir stendur bara svikið skarn.
![]() |
Kínversku leikfangasamtökin sögð hafa vitað að leikföngin hafi verið gölluð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007 | 10:28
En ekki hvað?
Forgangurinn finnst mér ljós,
það flestir ættu að sjá.
Ofurlaunin, eðaldrós,
og svo kagga þrjá.
Risahús í höfuðstað,
Harrods, Top Shop næst.
Mikið ræða má um það
hvort mörk svo komi glæst.
![]() |
Roy Keane: Eiginkonurnar ráða of miklu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007 | 00:28
Hvar eru neytendasamtökin?
Vörusvikum víst er hart
að verjast ef þú dópar.
Til lögreglu þú leitar vart,
því líklega við þannig kvart
þér hent er inn í holið svart;
það hafa prófað glópar.
![]() |
Hringdi í lögregluna til að kvarta yfir kókaíninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2007 | 09:56
Fært í stílinn
Höggið virtist helst til fast,
hélt hann áfram þó.
Síðar fékk hann soldið kast
er sá hann engann skó.
Blóðugur til baka rann,
á bifhjólinu fló.
Heppinn var, því fótinn fann
og fékk því aftur skó.
Á sjúkrahús hann sentist þá,
þeir saman létu hró.
Og riddarinn nú rogginn má
reima báða skó.
![]() |
Tók ekki eftir því að fóturinn var horfinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007 | 23:34
Einkennin
Útvíkkaðir augnasteinar,
öndun hröð og svitakóf,
hláturskrampi, hjartað veinar;
hrellir þetta kaffiþjóf.
![]() |
Á sjúkrahús eftir of mikið af espresso |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007 | 13:11
En má hann það í úthverfunum?
Miðbæjarrotturnar má ekki styggja,
móðgun og ofbeldi getur það valdið.
Skoðanafrelsi og forræðishyggja
fer ekki saman, þú borgar því gjaldið.
![]() |
Ekki reita David Pratt til reiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2007 | 22:43
TMNT
Nærföt? eða Ninjaklæði?
Náunginn sig varði!
Sár varð byssubófinn skæði,
blóð dró kutinn harði.
![]() |
Fjórir særðir eftir skotbardaga í Ósló |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2007 | 02:05
"Það fossar blóð..."
Ofstækistrúin hún ofbýður mér
og endalaust nær mig að hryggja.
Kúgun og ofbeldi kristallast hér
og kolbrengluð forræðishyggja.
![]() |
Egypsk stúlka lést af völdum kynfæraskurðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2007 | 19:15
Fjárhagsvandi sveitarfélaga leystur
Egilsstaða er það svinna;
öðrum sveitum brátt það kenna;
ef þú skyldir eiga að vinna
upp þá launin gjarnan brenna.
Brunavarða byrji hrota;
brenni hús í veðri ströngu;
á eldinn þeir nú eiga að nota
eigið vatn, og jafnvel slöngu.
![]() |
Slökkviliðsmenn á Egilsstöðum segja upp starfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.8.2007 | 13:33
Uppfinning íslenskra neytenda
Síríuslengjur í lakkrís við vöfðum
og lakkrísrör settum í kókið.
Ánægju mikla við af þessu höfðum
þó ekki það væri nú flókið.
Sælgætisbarónar sáu þar gróða
og saman loks pökkuðu þessu.
Nú útlensku fólki þeir upp á það bjóða
íslensku trítlarnir hressu.
![]() |
Íslenska nammi-útrásin hafin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)