20.7.2008 | 09:40
Líttu ávalt lífsins björtu hlið...
Af sumu færðu sár,
sorgir eða tár,
og ægilegt af öðru skapast fár.
Ef þú grófan æ færð graut
ekki garga, gef mér flaut,
það hjálpar þér að hitta á rétta braut...
Og... líttu ávalt lífsins björtu hlið...
Losa þig frá kífsins svörtu hlið...
Gerist lífið grátt
þú gleyma ey þessu mátt
að dansa, syngja, brosa og hlæja hátt.
Ef þunglyndisins þrá
þig svo sækir á
stóran settu upp stút og flauta þá.
Og... líttu ávalt lífsins björtu hlið...
Losa þig frá kífsins svörtu hlið...
Fáránlegt er flest
en þú ferð þó fyrir rest
að hneygja sig við tjaldið telst víst best.
Þínar syndir sendu í þvott,
út í salinn sendu glott
og njóttu þess því nú þú ferð á brott.
Dauðans skaltu líta ljósu hlið,
er af lokaandardrættinum tekur hann við.
Lítir þú á það
þá er lífið tað
og brandari sem ber að hlæja að.
Allt víst sýning er
láttu alla hlæja hér
en mundu að sá hlær best sem síðast hlær að þér.
Og líttu ávalt lífsins björtu hlið...
Losa þig frá kífsins svörtu hlið...
(Koma svo, brosið!)
Líttu ávalt lífsins björtu hlið...
Losa þig frá kífsins svörtu hlið...
(Verra sést á sjó, þú veist.)
Líttu ávalt lífsins björtu hlið...
(Ég meina - hverju hefurðu að tapa?
Þú veist, þú kemur úr engu - þú endar aftur í engu.
Hverju hefurðu tapað? Engu!)
Losa þig frá kífsins svörtu hlið...
![]() |
Bannað að sýna Life of Brian |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.7.2008 | 02:11
Páfinn í Bondy í Sydney, Ástralíu...
Nú er víst alheimsmót kristilegra unglinga í Sydney. Þar sem ég sat í Hobart, Tasmaníu, fékk ég neðangreinda mynd í tölvupósti frá starfsfólkinu hér með fyrirsögninni að hún hefði verið tekin í Bondy í morgun...
Undirförull er ég nú,
eins og páfinn sjálfur.
Bara hann þó boðar trú
á bansett orðagjálfur.
(E.s. Mér fannst myndefnið mjög kunnuglegt, og kveikti þegar ég sá bílastæðaskiltið.)
Ljóð | Breytt s.d. kl. 02:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2008 | 21:53
Til hamingju með réttarbótina
Nú eru prestarnir hýrir á há
því homma þeir saman brátt pússa
og langþráða blessun svo lesbíur fá;
og líkar það efalaust Sússa.
![]() |
Hýrnar yfir kirkjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2008 | 17:09
Og þá skiptir litlu máli hver er í stjórn...
Í sveitarstjórnarkosningunum 1978 féll meirihlutinn með Sjálfstæðismenn í forystu út af óánægju íbúa í Laugarneshverfi með áætlanir um byggingu SS hússins, sem síðar breyttist í Listaskóla.
Það dugði ekki til, því að SS húsið var samt byggt - og ekki samkvæmt samþykktum teikningum, heldur komust þeir upp með það að breyta þeim að vild.
Enn er þessi bygging hörmuleg á þessum stað og enginn vill í raun nýta hana.
Vonandi gengur betur að vernda Ingólfstorg - en ekki ætla ég samt að halda niðri í mér andanum yfir því.
Ég var á leið til Majorka með fjölskyldunni þegar úrslit kosninganna voru lesin upp í flugvélinni, og fagnaðarópin glumdu um alla vél:
Ég man er í flugvél var fagnað
er fór ég til Spánar.
En borgarstjórn hugsaði um hagnað
þeir huglausu kjánar.
![]() |
Kaupmenn ævareiðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2008 | 13:49
Taser stofnað í Göfugum Tilgangi?
Gef mér, drottinn, göfugt stuð
svo glæpamenn ég fái hamið.
Þreytist hönd við þrotlaust puð
þegar fæ ég hausa lamið.
Göfgi þessa gæðatóls
glæðir viljann til að þjóna.
Ég leita að baki skildi skjóls
og skelli stuði í óða kóna.
Göfgan tilgang Taser ég
trúi á, sem dæmin sanna.
Ég ummæli í efa dreg
frá Amnesty um skaða manna.
Næst er göfugt vinn ég verk
til verndar bæði þjóð og landi,
vona ég að stuðin sterk
streymi fram úr tæknibrandi.
![]() |
Taser International gerir athugasemd við Amnesty |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2008 | 07:49
Í tilefni af 1. maí.
Auðmaðurinn:
Duga tekjur, aldrei einn
arkar lífsins brautir.
Huga gleður, sjaldan sveinn
svæsnar hefur þrautir.
Öreiginn:
Þrautir hefur svæsnar sveinn
sjaldan gleður huga.
Brautir lífsins arkar einn
aldrei tekjur duga.
![]() |
Kröfuganga frá Hlemmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.4.2008 | 08:51
Kósíkvöld í kvöld
Baggalútískt Kósíkvöld
í kvöld ég set á fóninn.
Dansa mun þá fótafjöld
við fyrsta gleðitóninn.
![]() |
Baggalútur með nýja skífu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2008 | 08:37
Synir hennar?
"...ekkja Johns Lennon, og synir hennar Sean Ono og Julian..."
Staðreyndum skal nú stand'á klárum
og stríða við fréttavilluhaf:
Júlían fæddist fjórum árum
fyrr en hjá Yoko Lennon svaf.
![]() |
„Imagine“ notað í leyfisleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2008 | 02:35
Heiðra skaltu heiður frúa...
Lögin túlkar lögspekingaher
á latínu; það er ei skírnin skemmri:
Heiður frúa augljóslega er
Ítalíulögum miklu fremri.
![]() |
Ítalskar konur mega ljúga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2008 | 11:15
Sænska þjóðin titrar.
Senn mun titra sænska þjóðin
seðji apótekin lostann.
Sænskra pilta sænsku fljóðin
sennilega lækka rostann.
![]() |
Sænsk apótek selja titrara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)