Og þá skiptir litlu máli hver er í stjórn...

Í sveitarstjórnarkosningunum 1978 féll meirihlutinn með Sjálfstæðismenn í forystu út af óánægju íbúa í Laugarneshverfi með áætlanir um byggingu SS hússins, sem síðar breyttist í Listaskóla.

Það dugði ekki til, því að SS húsið var samt byggt - og ekki samkvæmt samþykktum teikningum, heldur komust þeir upp með það að breyta þeim að vild.

Enn er þessi bygging hörmuleg á þessum stað og enginn vill í raun nýta hana.

Vonandi gengur betur að vernda Ingólfstorg - en ekki ætla ég samt að halda niðri í mér andanum yfir því.

Ég var á leið til Majorka með fjölskyldunni þegar úrslit kosninganna voru lesin upp í flugvélinni, og fagnaðarópin glumdu um alla vél:

Ég man er í flugvél var fagnað

er fór ég til Spánar.

En borgarstjórn hugsaði um hagnað 

þeir huglausu kjánar.


mbl.is Kaupmenn ævareiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband