14.10.2008 | 00:22
Volare
Stundum er veröldin stútfull af tárum og sorg.
Stritið þig lamar, og vonleysið kæfir þitt org.
En þú og ég höfum ástina sem á það minnir,
að það er leið til sem bansetta skuggana þynnir.
Volare, oh, oh! Cantare, oh, oh, oh, oh!
Fljúgum í skyndupp í ský,
skiljum við mannfjöldans gný.
Og við syngjum í ljóma af ljósinu fróma
sem léttir í elskendum geð.
Með þér flý ég allt ruglið og fáránlegt þruglið ég kveð,
og við fögnum því bæði er regnbogans þræði ég veð.
Volare, oh, oh! Cantare, oh, oh, oh, oh!
Það heyrist hve hjarta mitt slær,
höfug er ást þín og tær.
Höfug er ást þín og tær.
Höfug er ást þín og tær.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 15:01
Bahama
Útrásarvíkingar okkur nú valda hneisu.
Ísland settá hausinn; fóru svo í reisu.
Blessun þeim veitti bláa höndin hans Dabba.
Banka þeir fengu á spottprís án þess að kvabba.
Þeim buðust lánin, eftir bankaránin,
nú börnin eru veðsett, það er mesta smánin,
en búntin stór þeir fluttu inn í banka á
Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama.
Þar sem Bjöggarnir lögðinn í bankana
og þar sem Bónus á peningatankana
já, þar er fjármagnið falið í skel
svo að flottræflarnir lifi enn vel.
Í spilavítum þeir vörpuðu teningum,
töpuðu veðsettum, rafrænum peningum.
Þeir settu almenning Íslands í pant
svo þeim yrðekki peninga vant
á Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama.
Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama.
Alla daga þeir sitja í sólinni,
og hafa sjálfstæðisflokkinn í ólinni.
Þeir segja Haarde að hugsa upp ráð
til þess að hér verði gengi skráð.
Eftir sitjum við hérna í súpunni
og bretar segjokkar land sé á kúpunni.
Óreiðumenn fá af munaði gort
og þeir munu aldrei senda kort
frá Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama.
Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama.
![]() |
Ástandið verra en þjóðargjaldþrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt 17.10.2008 kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.10.2008 | 09:07
Gordon Brown
Gordon Brown, takes out his gun.
With a frown, cocks it and then runs.
Not very bright, picking a fight.
Look at that clown! Fuck Gordon Brown!
Trousers down, spanked by the press.
Finds a scapegoat far in the west.
Darling, so gay, points out the prey.
Darlings a clown! Fucks Gordon Brown!
Second time, just like the last,
tails we clip, after a blast.
Naked he stands, bollocks in hands.
Look at that clown! Fuck Gordon Brown!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2008 | 16:44
Er eftirlaunafrumvarpið öllum gleymt?
Eftirlaunafrumvarpið öllum virðist gleymt,
það eflaust verður ráðstjórninni dúsa
er þeir missa völdin; því eflaust verður reimt
er Ísland fer að greiða þeirra brúsa.
![]() |
Lífverðir gæta Geirs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 11:09
Dýr smjörklípa
Slípa margir slyngir kónar slóttugheitin.
Smeðju valda smánarskeytin,
smjörklípunnar drýpur feitin.
Nú þarf að stofna Nýi Seðlabanki Íslands og færa stjórn peningamála þangað!
![]() |
Hryðjuverkalög gegn Landsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 16:30
Ísland er landið...
Ísland er landið sem alþingi rýrir,
endalaust sandkassaleikurinn þrífst.
Ísland er land þar sem lið okkur stýrir,
lið sem í gróðaleit einskis nú svífst.
Ísland er land sem að lögin svo skýrir,
að lögbrot það sé ef af klámi þú hrífst.
Ísland er land sem að í okkur pírir,
örlitlum bótum þá föllum við dýpst.
Ísland er landið sem lán okkur veitir.
Lán sem að vaxa frá degi til dags.
Ísland er landið sem okrarar feitir,
einokað geta sér sjálfum til hags.
Ísland er landið sem lamar nú sveitir,
landsbyggðarmennirnir flýja allt baks.
Ísland er landið sem í okkur hreytir,
ónotum, viljum við jafnrétti strax.
Ísland er landið sem öldruðum hafnar.
Öryrkja skattleggur þjóðanna mest.
Ísland er land þar sem iðnaður dafnar.
Umhverfissóðar hér menga nú flest.
Ísland er landið sem endalaust safnar
erlendum skuldum og frjálshyggjupest.
Ísland er land sem að endingu kafnar;
eg vil nú samstundis kalla á prest!
![]() |
Ekki lengur hætta á þjóðargjaldþroti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2008 | 10:56
Og svínið sagði ekki ég...
Er gengið á Glitni mjög dvínar
þá gerast víst aðgerðir brýnar.
Spyr kappi sem kjólföt sín svínar:
Hver kúkað'í buxurnar mínar!
![]() |
Lokað fyrir viðskipti áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2008 | 14:03
Apaspil
Aparnir í aurnum sér að aurum leika.
Stoðum veikum vilja flíka,
von'að það þá geri ríka.
![]() |
Erfiðir gjalddagar framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.8.2008 | 19:07
Já, pólitík, já pólitík, í pólitík alla ég svík...
Er Guðni á Stormskeri strandar
og stuðningur flokksmanna dvín
hann þrammar, með taugarnar þandar,
til þeirra sem skilja hve brýn
er þörfin á hjálpfúsum hækjum
sem höltum fá bjargað í var,
og lofar með klækjum að leysa úr flækjum
sem læknirinn skapaði þar;
og þannig nær framsókn að festa sér völdin
sem fóru með Geysi og REI
og framsókn nú hækka mun fasteignagjöldin
svo fyrtist ei biðlaunagrey,
og framsókn nú hækka mun fasteignagjöldin
svo fyrtist ei biðlaunagrey.
Já, pólitík, já, pólitík, í pólitík alla ég svík.
Já, pólitík er engu lík, í pólitík alla ég svík.
Við Óskar fékk enginn að tala
uns Ólafi kastað var burt
en Valhöll þá vaknaði úr dvala
og viðræður gengu sem smurt
er rykfallinn samning þau rýndu
sem ranglega slitu þau fyrr
og höfðingskap sýndu er Hönnu þau krýndu
og halda að burtu sé styrr;
en kjósendur hafa nú klækina litið
og kannski þeir muni það næst
hve borgarstjórn hefur í buxurnar skitið,
já, burtu það varla nú þvæst,
hve borgarstjórn hefur í buxurnar skitið,
já, burtu það varla nú þvæst.
Já, pólitík, já, pólitík, í pólitík alla ég svík.
Já, pólitík er engu lík, í pólitík alla ég svík.
![]() |
Ólafur: Blekktur til samstarfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.7.2008 | 12:59
Biðstofublús
Í Landsvirkjun stúlkur þrjár lögðu
leið sína, og þar þær sögðu:
"Við komum á fund
með Frikka, um stund,"
svo feimnar á biðstofu þögðu.
Og kaffið þær þáðu með þökkum,
en þurftu að fikta í tökkum,
þær hrukku í kút
og hlupu svo út;
ja, hugrekkið í þessum krökkum.
![]() |
Settu brunaboða í gang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)