Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Ferskeytlu- og limrukeppni á kaffi.blog.is

Billi bilaði er nú stoltur eigandi kaffimálverks eftir Berg Thorberg eftir að hafa tekið þátt í ferskeytlu- og limrukeppni hans á kaffi.blog.is.

Hróður eflir magran mann

miðlungs ljóðið skjallar.

Góður smiður verkið vann

varla finnast gallar.

 ---

Gallar finnast, varla vann

verkið smiður góður.

Skjallar ljóðið miðlungsmann

magran eflir hróður.


Það er hollt að kúra

Eldra fólkið oftast rís

eldsnemma á fætur.

Hefur það samt háan prís

því hjartað illa lætur.


mbl.is Óhollt fyrir hjartað að fara snemma á fætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver styrkti rannsóknina?

Háskólamenn fengu heilmikið fé

svo hefðu þeir engu að tapa,

er hófu þeir rannsókn, (það hljómar sem spé),

hvort hefðu þeir vit á við apa!


mbl.is Vísbending um að menn séu gáfaðri en apar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að dráttar afl

Í kvikmynd með Danna var kynlífi lýst

og klaufskur var ungmeyja mögur,

því upprisu holdsins hann óttaðist víst,

enda var leikkonan fögur.


mbl.is Radcliffe óttaðist holdris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Franska fyrir villta ferðalanga (sjá síðustu færslu)

Nemendum vill spara spor

spakur lærifaðir.

Aðstoð sú var ekkert slor,

allir voru glaðir.

 

Inn í búð hann góður gekk

og gramsaði á borðum.

Tug af bókum fínum fékk

með frönskum kennsluorðum.

 

En ekki fékk sá eðla sveinn

afgreiðslu á kassa.

Það er gott að Office Einn

okkur skuli passa.


mbl.is Mátti ekki kaupa tíu frönskubækur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Parles vos grík?

Fríið var pantað og ferðin var klár,

þau fengu sér námskeið í Grísku.

En þau urðu hissa og þó nokkuð sár

að þar væri Franska í tísku.


mbl.is Afdrifarík stafsetningarvilla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann hló alla leið í bankann

Skyndigróðann skyldi fá,

skálkurinn hóf smíðar.

Með greiðsluna hann gekk svo frá

göllum nokkru síðar.


mbl.is Gallar í nýbyggingum alvarlegt og algengt vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta fullhugsað?

Ekki er gaman við þjóna að þrefa,

sem þjórfé svo vilja að launum.

Og tölvurnar munu ekki slumma og slefa,

þú sleppur frá alls konar raunum.

 

En bíddu nú hægur og bölvaðu í hljóði,

til baka var ranglega gefið!

En við hvern skal kvarta? já vittu til góði,

það vantar í framfaraskrefið.


mbl.is Veitingastaðir framtíðarinnar verða þjónalausir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hár innheimtukostnaður

Skyldi núna skuldabaxið

skoða eftir gauf.

Inn var ráðist, upp kom saxið,

og svo nefið klauf.


mbl.is Klauf nef árásarmanns með saxi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er tækifæri...

Fjárhagsvanda Vogs má eyða,

víst er hérna lausnin skýra:

Ansi margir myndu greiða

meðferð sinna gæludýra.


mbl.is Kötturinn reyndist í vímu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband