Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
20.9.2007 | 12:52
Fyrsta brosið
Tvípunkt fyrst þú skrifa skalt,
skellir þar næst mínus inn,
svigi lokast svo er snjalt
að setja, þá ég brosið finn.
>>-( 0 0 )-->
.........~
Broskallinn er 25 ára í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2007 | 09:18
Var pappír meðferðis?
Ráðherra fannst það víst ferlega sætt
er fraukurnar úti sér hægðu.
Í blöðunum Dönsker þó bara um rætt
hvort botninn að lokum þær fægðu.
Ráðuneyti ver myndbirtingu af berrössuðum kvenhermönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2007 | 11:53
Samhugur
Þau sátu við netið í sitthvorum stólnum
og sambúðarraununum flíkuðu þar.
Hann fór úr bolnum og hún fór úr kjólnum,
því hitinn á spjallinu gerði þau snar.
Þau ákváðuað hittast og athuga betur
hvort ættu þau framtíðarhamingju tvö.
Makinn er úti, þú mátt, ef þú getur,
mæthingað heim til mín rétt klukkan sjö.
Nú, býrðu þá þarna? Ég bý þar víst líka!
Þau bölva hvort öðru og rjúka á dyr.
Nú skilnaðarpappírum skelegg þau flíka,
og skammast og rífast sem aldregi fyr.
Daður á netinu endar með skilnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2007 | 12:43
Túrismi í Eyjum
Nokkurn tíma tekur víst
túristum að ná.
Uppbyggingu um það snýst,
í það þarf að spá.
Eftir margra ára starf
uppskeru þeir fá.
Kom hér loksins kýr, með tarf,
Keikó til að sjá.
Hvalasmölun gekk vel í Vestmannaeyjahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2007 | 03:57
Þjór fé?
Fimmtán millur fyrir þjór
fannst þeim ansi mikið.
En gamli hafði bragðað bjór
og beint fór yfir strikið.
Fimmtán milljónir í þjórfé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2007 | 01:20
Við þekkjum þetta öll
Vanda þennan við ég kannast,
veikir það mitt sinni.
Áhyggjurnar á mig hrannast
yfir fegurð minni.
Demi Moore segist vera of falleg til að fá kvikmyndahlutverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.9.2007 | 11:33
Vondar fyrirmyndir
Þetta Bjarna-bófa strit
ber af allan vafa
að ekki skyldi allt sitt vit
úr Andrés-blöðum hafa.
Tveir Bjarnar í steininum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.9.2007 | 12:08
Sennilega jafn hættulegt og skriðtækling
Vissulega vel hann gæti
valdið skaða hringurinn.
Töluvert ég tel að bæti
að tattúvera fingurinn.
Í bann fyrir að vera giftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 11:21
Fyrstu svikin
Sorgin ein af svikum hlýst,
syndin Júdas sneypti.
Fyrstu svikin voru víst
er Vodafón hann keypti.
Merki Vodafone sást í Símaauglýsingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.9.2007 | 13:27
Heyrt hjá Skjá einum
Heyrðist yfir uppsögn kvart,
hún Ellu grætti.
En fegurðin hún fölnar vart
þó frúin hætti.
Elínu Gestsdóttur sagt upp störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)