Færsluflokkur: Ljóð
26.2.2008 | 04:41
Enn er pælt.
Þó Vilhjálmur vongóður pæli
í völdum í sjálfstæðisbæli,
sex blindar mýs
vilja setj'ann á ís,
og Ríkið mun redda þeim kæli.
![]() |
Niðurstaðan ekki eins skýr og ætla hefði mátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 10:12
En hvað fékk kötturinn í morgunmat?
Akgreinaskipti hann æfði af kappi,
einnig að beygja, og leggja í stæði.
Á leið sinni í prófið hann stóð þó í stappi,
hann stýrði ekki beint yfir glerhálkusvæði.
Hann velti yfir keilu og kom nálægt húsi,
og köttur þar inni varð skelfingu lostinn.
Aumingja strákurinn ökunámsfúsi
er nú hjá mömmu á taugunum brostinn.
![]() |
Velti á leið í bílprófið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2008 | 13:55
Misnotkun á skattfé
Frelsi þeir tal'um hjá flokkunum bláu
en forræðishyggju þeir sýna í verki.
Uppkaup á húsunum ónýt'og smáu
við eigum að taka sem framfaramerki.
![]() |
Koma varla til með að binda hendur borgarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2008 | 10:26
Gráturinn eykur fylgið
Um það kannski efast má
hvort Ingi Hrafns sé sár,
því á hvörmum karlsins sá
ég krókódílatár.
![]() |
Ómakleg framganga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2008 | 23:20
Stjórnmálamenn vilja örugg sæti
Í borginni hún birtist skær,
með bölvuð læti.
Og flokkinn sinn hún færði nær
framaæti.
Já, forystunni færir mær
fullt af kæti.
En Svandís ekki alltaf fær
öruggt sæti.
![]() |
Það er allt í lagi með mig" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.1.2008 | 19:28
Allt er best í hófi
Ristilskolun réðst hann í
er reyndist hálsinn þrútinn.
Í sína görn hann setti því
sérríflöskustútinn.
Lét hann renna lítra þrjá,
það losti olli drengnum.
Verðlaun honum veittust þá;
að vísu að honum gengnum.
![]() |
Banvænt sérrí í stólpípu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2008 | 01:24
Selfosslögreglan er árvökul
Í skipinu vildi hann skipta um gír
því skakkur var bíllinn í stæði.
En pólísið hirti þann próflausa fír;
(hann pissar um þvaglegg í bræði).
![]() |
Kærður fyrir akstur um borð í skipi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2007 | 01:47
Dökk spá! (en, hversu sannspá var völvan síðast?)
Brestur stjórnin, bankar hrynja,
borgarstjórinn eflaust fellur!
Eldgos mun á okkur dynja;
enn einn júróvisjónskellur?
![]() |
Völvan spáir stjórnarslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2007 | 17:22
Og þá lækka vaxtabætur.
Ennþá hækka okkar gjöld,
einnig lækka bætur.
Mikið smækka menn með völd,
mínar stækka þrætur.
![]() |
Fasteignamat hækkar um 12% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2007 | 13:05
Þetta þýðir plast-leitartæki
Vopnaleitin verður hert
hjá vænisjúkum stubbum.
Á flugvöllum mun flestum gert
að farga legókubbum.
![]() |
Kennt að smíða byssur úr Lego-kubbum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)