Færsluflokkur: Ljóð

Vantar vatnslosandi í klúbbinn?

Fastur á salerni fjóra í daga

hann fæturna vermdi, og drakk.

Hurðin var rammger, en handfang má laga,

við húsvörð hann sagði loks takk!

 

Á barinn fór aftur, og hann fór að hugs'um

hvort hlandþörf í klúbbnum sé næg.

Nú vatnsísérhaldandivandrykkjuslugsum

hann veitir af drykkjunum sæg.


mbl.is Fastur á salerni í fjóra daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mínúta í miðju skaupi á 3.000.000,- +

Sjónvarpsstjórablók ég blóta,

blöskrar mér hans raup:

Með auglýsingu upp vill brjóta

áramótaskaup!

http://www.visir.is/article/20071127/FRETTIR01/71127117

 


Vikhenda

Leifi heppna líkar vel á Skóla-

vörðuholti.  Hann er þar

með Hallgrímskirkju að dóla.


Nú skal prófa

Fiskiát ég auka vil,

áttatíu grömm á dag,

vonandi það verður til

ég vandi meira kvæðabrag.


mbl.is Fiskur eykur minni og gáfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunir gítarleikara...

BEST ER AÐ LEIKA Á BÖLLUM

HJÁ BROSMILDUM VEITINGAKÖLLUM

EN GÁTAN ER HÉR

HVORT GAMAN ÞAÐ ER

EF G-STRENGUR SÍGUR HJÁ ÖLLUM.


Ýturvaxnar löggur

Eitt sinn menn sér börðu á brjóst,

 

en bumbur núna þenja.

 

Eitthvað til í slagnum slóst

og slasaðist þá frenja.


mbl.is Ekki sannað að „bumbuslagur" hafi leitt til slyss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærðin skiptir máli

Aukavigt er Emmu kíf,

því allt of þröngt er prjálið.

Já, kryddin á því standa stíf

að stærðin, það sé málið.


mbl.is Kryddpía berst við aukakílóin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slaka...

Ef hann leikur alveg ber

hann oftast verður stífur.

Svæðanuddið öflugt er

það eina sem að hrífur.


mbl.is Hilmir Snær nakinn í kvikmyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á alltaf að vanda sig

Komi ekki konan þín

og kunni ekki á blettinn,

þá ekki hamast eins og svín;

alúð legðu í sprettinn.


mbl.is Fá aldrei fullnægingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varúð: ekki fyrir viðkvæma

Páfi heyrði prestsins tuð

sem pínu vakti illa.

Aðeins hann má elska Guð,

hjá öðrum telst það villa.

 

Kynvilla það kallast vart

ef Krist ég elska myndi.

Og nú mér þætti nokkuð svart

ef nágirnd einhver fyndi.


mbl.is Vatíkanið vísar samkynhneigðum presti á dyr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband