Færsluflokkur: Ljóð
11.10.2007 | 15:38
Menúett
Allir þekkja volga Villa,
villir hann, tryllir hann.
Í orkuleik við ótal milla
æðir hann. Græðir hann?
En kauprétturinn kom á borðið,
kynlegt var þá málið orðið.
Framsókn skautar fram hjá þessu,
(fríhjólar).
Framsókn skautar fram hjá þessu,
fríhjólar með glans!
Allt var þetta eintóm dilla,
oní hann niður rann
einkavinaeiturpilla,
og hann brann með sóma og sann.
Gullkálfinn hann gat ei sorðið,
grætur sjálf síns framamorðið.
Framsókn skautar fram hjá þessu,
(fríhjólar).
Framsókn skautar fram hjá þessu,
fríhjólar með glans!
![]() |
Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2007 | 10:22
Fram, fram, aldrei að bakka
Hamlar ekkert hugarflugi,
heilum skal nú þakka
að eftir nokkra áratugi
enginn kann að bakka.
![]() |
Framtíðarbíll gerir bakkgírinn óþarfan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2007 | 23:32
Ísl-Enska
In bissniss skúl æd læk tú lörn
ðe langvits off ðe dei.
ðiss sjittí kántrí sún vill törn
tú sivil íngliss vei.
![]() |
Verzló vill fá enska námsbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2007 | 00:20
Ekki selja of ódýrt
Hann virtist hafa vald á þessu öllu,
og varð því sár er fór það út um þúfur.
En undirboðin einni hringdu bjöllu,
hann allt of margar fékk víst lausar skrúfur.
![]() |
Stal milljón skrúfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt 16.12.2007 kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2007 | 09:11
Er áætlunin nógu rúm?
Eitthvað hefur áætlunin hliðrast
og því hefur strætó brunað hratt.
Bílstjórinn nú bljúgur fær þess iðrast,
því blessuð löggan enda á þetta batt.
![]() |
Strætisvagn stöðvaður á of miklum hraða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2007 | 12:37
Sungið er það sem samið er
Ef hann vildi íslenskuna styrkja,
að öðru skyldi Bubbi kannski hyggja.
Textasmiði betra væri að virkja,
víst þeir myndu fegnir launin þiggja.
![]() |
Bubbi býður þrjár milljónir fyrir íslenskuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2007 | 00:52
Óvissa um skálastærð konunnar?
Þjófavörnum fram hjá fer,
feykidjarfur glanni.
Að konan hafi brjóstin ber,
blöskrar þessum manni.
![]() |
Stal 350 brjóstahöldurum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2007 | 00:14
Svo skal böl bæta...
Ef þig verkir illir hrjá;
einkanlega í baki;
best er nú að bæta þá
með beittu nálaskaki.
![]() |
Nálastungur bestar til að lina bakverki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 00:31
Kurteis gestgjafi?
Bollinger vildonum bjóða í heimsókn til skólans,
og beitti sér fyrir því tvö ár í röð, er mér sagt.
En svona fór það og ég kann ei við kurteisi drjólans,
að klæmast á heimboðnum gestum ég tel enga magt.
![]() |
Fjandsamlegar móttökur virtust slá Ahmadinejad út af laginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2007 | 12:58
Dreyfing hugans
Útihlaupin eflaust skrokkinn styrkja,
en einhæft skokkið litla fró mér gaf.
Í hreyfingu þú hugann þarft að virkja
svo hafir þú nú eitthvað gaman af.
![]() |
Fótbolti er betri líkamsrækt en skokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)