Færsluflokkur: Ljóð

Skötulyktin boðar jólin

Sigurður Helgi Guðjónsson er ofstækismaður sem finnst það fínt sport að úthúða okkur skötuætunum á hverju ári.

Merkilegt er að ríkissjónvarpinu finnist hann nægilega áhugaverður til að birta við hann langt viðtal þar sem hann hellir úr hatursskálum sínum yfir þjóðarsið stórs hluta landsmanna. Mér dettur helst í hug að sjónvarpinu þyki þetta álíka sport og að sýna Ástþór í jólasveinabúningi.

Á mínum heimilum hefur verið u.þ.b. 20 manna skötuveisla á Þorláksmessu síðan á áttunda áratugnum. Gesti hlakkar til að koma, og þetta er orðinn aðal hátíðardagurinn minn. Aldrei hef ég vitað til að það hafi skapað nágrannaerjur, nema í huga ofangreinds Sigurðar (sem í kvöldfréttum nú áðan þóttist hafa brotið oflæti af oddi sínum... hvernig sem það er nú hægt).

Gleðilega skötu. (Jú, og jól líka.)

Kæsta skötu karl á morgun fær,

með kartöflunum rauðu, íslensku,

og hnoðmör sem að hrífur niðr'í tær;

hátíðar- er minn þá orðinn -bær.


Var Jósef þá fyrsti munkurinn?

„Okkar kristna trú hefur í 2.000 byggt á því að María sé óspjölluð og að Jesú sé sonur Guðs. Svona skilti er óviðeigandi og vanvirðing við þá trú." segir kaþólski talsmaðurinn.

Er hún óspjölluð enn? Var hjónaband þeirra Jósefs og Maríu þá aldrei fullkomnað?

Jósef aldrei átti séns

eftir að gvuð í spilið kom.

Eftir það var hann alveg lens

og aldrei nokkurn tíman kom.


mbl.is Deilt um meydóm Maríu í Nýja-Sjálandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Katrín sýnir fram á ástæður lágs skors alþingis í trausti

Þú verður fyrir nauðung.

Sá sem beitir nauðunginni býður þér afslátt af áfallahjálp.

Þyggur þú hana?

 

Sá sem keyrði þig í þrot

þykist núna góður.

Óðar gleymast öll hans brot

og hans gildnar sjóður.


mbl.is „Hvar liggja siðferðismörk ráðherra?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjörlega ofboðið?

Fyrst núna?

Karl er hann í krapinu

sem kyngdi öllu tapinu

en Baldurs neyð

víst nokkuð sveið

og nú hann sleppir skapinu.


mbl.is Lögmanni Baldurs algjörlega ofboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Johnny Got His Gun, Dalton Trumbo, 1939.

Bókin „Johnny Got His Gun“ eftir Dalton Trumbo, frá 1939, er mögnuð lesning. En það geta ekki allir lesið hana. Ég fékk ábendingu um hana frá Japan á síðustu öld, og keypti hana á Amazon.com.

Þeir í Metallicu hafa líka komist í tæri við hana, eða myndina sem var gerð eftir henni:

http://en.wikipedia.org/wiki/One_(Metallica_song):

"The song's theme is based on Dalton Trumbo's 1939 novel Johnny Got His Gun. It tells the tale of a soldier whose body is severely damaged after he is hit by German artillery during World War I. His arms, legs, eyes, mouth, nose and ears are gone and he can not see, speak, smell, or hear; but his mind functions perfectly, leaving him a prisoner in his own body. The book was suspended from printing for many years during WWII and the Cold War. Trumbo directed the movie adaptation in 1971, from which the footage for the 'One' music video is taken."


mbl.is Var talinn vera í dái í 23 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmitt

Bankinn minn sagði nú samt í síðasta mánuði að ég gæti vel skorið niður tómstundir barnanna til að eiga auðveldara með að borga reikningana mína, og fengi nú varla mikla fyrirgreiðslu nema það yrði gert. Woundering

Þó skuldirnar aukist og skattheimtan með

og mér skipað sé ólina að herða

ég ennþá samt hef ekki í mér það geð

íþróttir barnanna að skerða.


mbl.is Léttari pyngja landsmanna bitnar ekki á íþróttaiðkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandstorrek

Úr mér dregur andans mátt

er ég tregur hugsa fátt

skemmti-legur skemmast brátt

skáldið vegur hrunið flátt.

 

Illar vísur upp nú spinn

á við krísur hugur minn

dreg ég ýsur, drómann finn,

dreymi skvísur, brjóstin stinn.

 

Vakna lúinn verka til

vanda snúinn lít úr hyl

auði rúinn, eitt hef spil

er því flúinn, land við skil.

 

Formenn okkar frelsið dró

flúðu bokkar konungshró

land sem rokkar líf oss bjó

lýð nú fokkar bláleit kló.

 

Oki þungu undan rís

eiturstungu ríf út flís

opna lungu öskrið kýs

æskutungu Þórs og Týs.

 

Allt mun þýfið eftir hér

aðeins lífið fylgir mér

karlinn, vífið, krakkaher,

kónar, rífið stein og gler.

 

Kannski aftur kem ég nár

kauðskur raftur hærugrár

tannlaus kjaftur tungan sár

tæmdur kraftur, úldinn, þrár.


mbl.is Greiðslubyrði aftur fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Gerir einhver slíkt af ásetningi?"

Já, það eru til ótöluleg dæmi um að þeir sem komast í stóra sjóði telji þá betur komna hjá sjálfum sér, og reyni þá að geyma þá á stöðum sem fyrri eigendur eiga í vandræðum með að nálgast.

Mílusteinn í mikla vegferð lagði

og markaðsfræðin voru þar á hreinu:

Að mylja fljótt og merginn sjúga að bragði.

Myllusteinninn Sjóvá gerði að neinu.


mbl.is Knésetja menn eigin fyrirtæki af ásetningi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar góðar bækur, bíð myndarinnar spenntur

Ég er búinn að lesa fyrstu tvær bækurnar, og sú þriðja kemur á ensku í haust, þannig að hennar er orðið stutt að bíða.

Ég les mjög lítið af sakamálasögum, en kolféll fyrir þessum bókum. Frábær persónusköpun og flétturnar mjög skemmtilegar.

Vonandi verður myndin enn í sýningu þegar ég kem frá Ástrallalíu á ágúst.

Óþreyjufullur ég bíð næstu bókar,

og bíóið sæki er kemst ég loks heim.

Spennandi finnast mér fléttunnar krókar,

já finnst þetta bera af meisturum keim.


mbl.is Karlinn sem leikur Blomkvist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Við bara ræddum saman..."

... sagði Jóhanna, aðspurð um hvort stjórnarþingmenn væru kúgaðir.

Það verður "meira rætt saman" í næstu viku til að koma þessu úr nefnd, því að umsóknin í EB fellur dauð og ómerk ef stjórnin kemst ekki að "sameiginlegri niðurstöðu":

Þegar er staðið, styrkum á fótum

með stoltið í lagi, er sjálfsagt að kanna.

En felldur í duftið af foráttu þrjótum

þú ferð ekki skríðandi til þeirra manna!


mbl.is Icesave úr nefnd í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband