Færsluflokkur: Ljóð
27.5.2010 | 23:08
Heldur þann næst-besta en þann versta!
Vonandi nær næst-besti flokkurinn fleiri en einum inn. Það þurfa fleiri bæjarfélög en Reykjavík og Akureyri að þora að breyta til.
Póli-tik í lóðaríið leggst
og lokkar til sín hvern sem með vill spila,
en kjós-endur nú greina það sem gleggst
að genablöndun engu muni skila.
Meirihlutinn fallinn í Kópavogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2010 | 14:21
Forræðishyggjan í hnotskurn
Í stað þess að hrósa manninum fyrir frumlega leið til lausnar á vandamáli, er hann ávíttur og þá væntanlega ætlast til þess að hann noti ógnun í staðinn. Fussum svei.
Skemmdarverk tókst með lagni að lempa
lögregluþjóni með ísbílastefi,
en ávítur hlaut frá kerfinu kempa
því kórvilla telst það að sleppa frá þrefi.
Ísbílastefið ósmekklegt vopn gegn glæpum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2010 | 22:30
Ef þú veist ekki af hverju þú átt að kjósta Best...
...a Flokkinn, lestu þá greinina sem er á bak við eftirfarandi hlekk:
http://www.scribd.com/doc/4891823/Bogota-Mayor-Antanas-Mockus-turned-city-into-a-social-experiment
Hugsaðu út fyrir kassann.
Varpaðu af þér okinu og gefðu fólkinu sem telur stjórnmálin vera þeirra einkamál frí.
Merkja skal ég X við Æ
er í klefann mæti.
Í Borgarstjórn þeim Bestu næ:
ég bið um átta sæti.
Besti flokkurinn stærstur í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.4.2010 | 13:07
Og næsta kæra er...
Tvípúnktur og svigi setur
samhengið í lag.
Broskallinn hjá Baugi getur
bankann kært í dag.
Pálmi stefnir fréttamanni RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2010 | 00:28
Hervæðing Íslands, fyrsta skrefið?
"Bjarni Ben styður E.C.A Program. Segir hvorki vopn né hermenn fylgja starfseminni."
Þannig hljómar fréttafyrirsögn á Eyjunni fyrr í vikunni.
Hvað gæti þetta þýtt?
Þegar kaninn var hér með herþotur, þá fannst þeim víst ansi gott að geta hér, svo til algerlega átölulaust, stundað lágflug. Fá þeir að gera það nokkurs staðar annars staðar í heiminum? utan kannski heimalandsins og Afganistan? Reyndar þurftu þeir víst að passa sig á minkabúunum til að skemma ekki gotin - en að öðru leiti var lítið kvartað.
Mér er spurn, hvort að þær reglur (eða skortur þar á) sem leyfðu þeim þessi lágflug hér, séu enn á sama stigi og þá var? og ef svo er, hvort að þetta vopn- og herlausa fyrirtæki sem hér vill vera með, ég giska þá, tómar herþotur (kunna einhverjir aðrir en herflugmenn að fljúga þeim?), muni geta nýtt sér þær á sama hátt. Og þá þýðir ekkert fyrir minkabændur að kvarta, því að þetta er einkafyrirtæki undir sérstökum verndarvæng sjálfstæðisflokksins, (og Hjálmars Árnasonar?).
Nú nú, þegar þessar mannlausu þotur fara að fljúga hér í kring, og þykjast vera óvinir á næstu NATÓ-æfingu - verður þá ekki að taka með nokkra algerlega vopn- og hermannalausa kjarnorkuknúna kafbáta? Er ekki nóg pláss fyrir þá í höfnum og slippum suðurnesja? Varla verður hægt að segja nei við þess konar fyrirtæki eftir að herþoturnar hafa verið samþykktar?
(Og svo þegar við neitum að makka rétt fyrir Parísarklúbbinn eða AGS, verður þá alveg óvart haldin æfing yfir Austurvelli? Eða er það ekki fleirum en mér ljóst, að það hlítur að vera mikill akkur fyrir hinn vestræna heim að geta byggt upp einkavædd hergagnafyrirtæki á hinu "fjarlæga" Íslandi, þar sem hægt er að gera svo til hvað sem er án þess að umheimurinn svo mikið sem bylti sér við?)
Sauðagærur selja vel
og sauðir mennskir kaupa.
Þá við brjóst mitt úlf ég el
ég aldrey næ að hlaupa.
Ef fjöreggshreiðrið falt er nú
mun fjöreggið sjálft stropa.
Á því hef ég enga trú
þeir aftur muni hopa.
Fjármagn þeirra falið er
en finnst samt lyktin gjörla.
Vopnasalar virkja her
og víst á þeim mun örla.
Við Noregskonung nei var sagt
er nema vild'ann eyjar.
En peninganna miklu magt
megna ekki peyjar.
Verktakar sem voru hér
voldugir og glaðir
vilja ólmir aftur her,
til aursins firna graðir.
Spilling sú er spratt hér vel
og sprakk hjá landsins klíku,
enn er hér, það trútt ég tel,
í töffurunum "ríku".
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2010 | 13:29
Faldir fjármálagjörningar
Tryggvi Þór Herbertsson lýsti því einhvern tíman yfir að hann væri að fara að stunda flókna fjármálagjörninga þegar hann fór til Askar.
Fjármálafyrirtækin hafa greinilega tekið þetta lengra og farið alla leið yfir í falda fjármálagjörninga.
Þau Jóhanna og Steingrímur sögðu, að þessi úttekt sýndi að ærin þörf væri á að grípa til aðgerða.
Bíddu, ég vissi fyrir löngu að þyrfti að grípa til aðgerða, og flestir þeir sem ég almennt tala við. Af hverju eruð þið að þykjast vera að fatta þetta núna?
Seinheppni þessarar ríkisstjórnar er með eindæmum.
Fjármálagjörninga flókna má skapa
og fela svo gróðann í skjólunum.
Er stjórnmálaflokkarnir styrkina snapa
er stutt milli vasa hjá fólunum.
Hundraða milljarða skattsvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2010 | 12:37
Er blessaður kallinn svona óskaplega þreyttur?
http://www.visir.is/article/20100211/VIDSKIPTI06/175175231
Aumingja Kjartan skilur bara ekkert í því að fólk skuli vera óánægt.
Getur þú, Kjartan, skilið það að ég sé ekki ánægður að heyra frá nágranna mínum, nýkominn erlendis frá, að sendipíkur þínar hafi "hlæjandi og flissandi" komið og hirt bíl framan frá húsi mínu? Og það án aðvörunar! 10 dögum eftir að innágreiðsla hafði borist ykkur!
Var það stórmannlegt? Fyrirmyndar hegðun? Ætlaður ánægjuvaldur?
Ég hef megnustu skömm á þessu fyrirtæki sem þú stjórnar, og ætla ekki að lána þér eyrnatappa!
Aumingja forstjórinn uppgefinn situr,
(áfallinn baugurinn sálina þyngir,)
meðan að lýðurinn, langþreyttur, bitur,
liggur á flautum - í kollinum hringir.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
http://www.visir.is/article/20100212/VIDSKIPTI06/767012537
Og það á Vísi púnktur is af öllum stöðum.
Það er svo margföld jákvæðni sem ég sé í þessu. Minni lampakostnaður. Minni raforkunotkun. Minni hætta á lampaþjófnaði kannabisræktenda. Stórkostlegir möguleikar á aukinni ræktun með auknum íslenskum virðisauka. (Og kannski losnar um eitthvað af orku sem blessuð álverin þrá svo að komast yfir. )
Brátt mun LED-dið lýsa hér,
lífræn ræktun magnast þá.
Grænt þá oní alla fer
ódýrar en nú má fá.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2010 | 10:35
"... við óvininn sem við mætum."
Já. Það verður nú munur þegar fólkið fyrir fólkið fer að einbeita sér að óvininum.
Fjárlagahallinn mun sennilega snarbatna þegar óvininum verður mætt af enn meiri hörku.
Af hverju sé ég fyrir mér fulltrúa sjálfstæðisflokksins klappa fyrir niðurrifsræðu Davíðs Oddsonar á síðasta landsfundi þess ágæta flokks, þegar ég les þessa frétt?
Til að efla allra hag
óvininn skal finna.
Þá kemst óðar allt í lag
og á skuld má grynna.
Palin boðar byltingu hægrimanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2009 | 21:27
Álitsgjöf í Kastljósi: Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Ég hef dottið inn í álitsgjöf Kastljóss á "versta hinu og þessu" nú tvö kvöld í röð. Þar kemur fram ein manneskja sem er svo á skjön við þann raunveruleika sem ég er að upplifa í íslensku samfélagi, að ég varð kjaftstopp bæði kvöldin. Þó ekki lengur en hingað.
Lifir þessi manneskja, sem, skv. netleit, er/hefur verið Heimdella, kosningastjóri Gísla Marteins, lögfræðingur hjá Lex og "hefur kvenlegan og klassískan fatastíl" (svo öllu sé nú haldið til haga), virkilega í þeim heimi að hún telur fréttastofu RÚV vera skúrk ársins?
Ekki einu sinni DV, sem er á óopinberum óvinalista bláu handarinnar, kemst neðar í sorann en RÚV skv. mati þessarar ágætu konu.
Það er sem sagt meiri skúrksháttur að vera álitinn hallur undir EB-aðild (sem Heið-bláir hafa haldið nokkuð á lofti í ár), en að t.d. kosta íslenskan almenning fleiri hundruð og fimmtíu milljarða, og í einhverjum tilfellum biðja um bónus fyrir viðvikið.
Það er meiri skúrksháttur að vera álitinn hallur undir EB-aðild en að brjóta lög með "barnalánum".
Hneyksli ársins var hjá henni í gær, Búsáhaldabyltingin. Það er þá væntanlega hneykslið að koma frá sjálfstæðisflokkum, sem ekki dugði 18 ár til að setja upp þann lagaramma sem hefði forðað ríkissjóði frá tæknilegu, ef ekki fullu, gjaldþroti.
Það vona ég svo innilega að þessi mæta kona komist aldrei til nokkurra stjórnmálalegra áhrifa.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)