Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Ekki selja of ódýrt

Hann virtist hafa vald á þessu öllu,

og varð því sár er fór það út um þúfur.

En undirboðin einni hringdu bjöllu,

hann allt of margar fékk víst lausar skrúfur.


mbl.is Stal milljón skrúfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er áætlunin nógu rúm?

Eitthvað hefur áætlunin hliðrast

og því hefur strætó brunað hratt.

Bílstjórinn nú bljúgur fær þess iðrast,

því blessuð löggan enda á þetta batt.


mbl.is Strætisvagn stöðvaður á of miklum hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sungið er það sem samið er

Ef hann vildi íslenskuna styrkja,

að öðru skyldi Bubbi kannski hyggja.

Textasmiði betra væri að virkja,

víst þeir myndu fegnir launin þiggja.


mbl.is Bubbi býður þrjár milljónir fyrir íslenskuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvissa um skálastærð konunnar?

Þjófavörnum fram hjá fer,

feykidjarfur glanni.

Að konan hafi brjóstin ber,

blöskrar þessum manni.


mbl.is Stal 350 brjóstahöldurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo skal böl bæta...

Ef þig verkir illir hrjá;

einkanlega í baki;

best er nú að bæta þá

með beittu nálaskaki.
mbl.is Nálastungur bestar til að lina bakverki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kurteis gestgjafi?

Bollinger vild’onum bjóða í heimsókn til skólans,

og beitti sér fyrir því tvö ár í röð, er mér sagt.

En svona fór það og ég kann ei við kurteisi drjólans,

að klæmast á heimboðnum gestum ég tel enga magt.


mbl.is Fjandsamlegar móttökur virtust slá Ahmadinejad út af laginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dreyfing hugans

Útihlaupin eflaust skrokkinn styrkja,

en einhæft skokkið litla fró mér gaf.

Í hreyfingu þú hugann þarft að virkja

svo hafir þú nú eitthvað gaman af.


mbl.is Fótbolti er betri líkamsrækt en skokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málið er að koma framkvæmdum í gang

Ef kostnaði segir þú satt og rétt frá,

þá svæfa þeir málin í nefndum.

En fegrir þú tölur þá færðu strax já,

það fylgist svo enginn með efndum.
mbl.is Flest verkefni fram úr áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann fær þá uppfærslu á gistingunni

Sænskan peyja Paris fann

á puttaferðalagi.

Núna gleypir Hilton hann;

ég held það sé í lagi!


mbl.is Sænskur bakpokaferðalangur í vinfengi við Paris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svikapilla?

Eftir nokkra áratugi öldrun stoppar.

Allt mun fást með einni pillu!

Eg finn lykt af svikamillu.


mbl.is Nýjar leiðir til að berjast gegn öldrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband