Afar góð mynd

Ég fór með börnin á Bjarnfreðarson og hafði af mun meiri ánægju en af Avatar.

12 ára sonur minn sagði að hún væri hjartnæm. Það fannst mér lýsa henni ágætlega.

Bestu þakkir til aðstandenda myndarinnar.


mbl.is Bjarnfreðarson stefnir á fleiri Íslandsmet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Avatar var miklu betri mynd og var með langstærstu opnun ársins á íslandi með 55% meiri aðsókn fyrstu sýningarhelgi en 2012 sem var með næststærstu opnun ársins!

Bjarni (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 18:58

2 identicon

Bjarnfreðarson er frábær mynd, hjartnæm og fullkomnar þessa skemmtilegu sögu.  Avatar er einnig stórfín en verð að viðurkenna að Bjarnfreðarson var betri.  Skemmtilegir karakterar og vel gerð mynd í alla staði

Baldur (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 19:52

3 identicon

Skil ekki hvernig þér getur fundist Bjarnfreðarson sem er bara svona sæmileg mynd verið betri en Avatar sem er meistaraverk tékkaðu bara á imdb.com (sem er besta gagrýnenda síða heims enda geta allir kosið þar og venjulega kjósa allt að 300 þúsund manns ef um stórmynd er að ræða) þar fær Avatar 8,8 í einkunn sem aðeins 18 myndir (þar með talin Avatar) hafa fengið! Við erum að tala um að Avatar fékk jafn háa einkun og Godfellas, LOTR: the return of the king, fight club, star wars og fleiri meistaraverkum!

Bjarni (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 20:53

4 identicon

Avatar er tæknibrellu sull sem inniheldur ótrúlega einfalda og lélega karaktersköpun og væmna endaspretti...

Hilmir Ragnarsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 22:11

5 Smámynd: Billi bilaði

Er ekki bara málið, Bjarni, að þegar maður er búinn að sjá þetta allt áður, nema að tæknin er komin á nýtt stig, þá er það sagan, leikurinn og raunveruleikatengingin sem skiptir svona gamalmenni eins og mig meira máli. Ég þarf ekki að fara á netið til að láta segja mér hvað mér finnist vera góð mynd.

Billi bilaði, 29.12.2009 kl. 16:17

6 Smámynd: Billi bilaði

Þetta hafði ég að segja, einhvers staðar, eftir að hafa séð Avatar:

"Ég hélt vatni.

Sagan var ekki nógu sterk, og ég fékk of oft tilfinninguna að ég væri að horfa á hið skelfilega dansatriði í Matrix 2 sem steindrap þá mynd. Einnig eru aðal vondukallarnir algerar steríótýpur - og aðal-aðal tekinn beint úr Aliens (mynd 2), sem Cameron leikstýrði líka.

Sammála með Sigourney Weaver - æðislegt að fá hana á tjaldið aftur. (Horfði á Aliens 3 daginn eftir Avatar, og skemmti mér betur - sérstaklega að því leiti að flottheitin voru ekki að trufla söguna.)

Myndin er þó hrikalega vel gerð, og stóru strumparnir flottir. Þrívíddin er rosaleg, og gefur fyrirheit um framtíð kvikmynda.

Avatar kemst kannski með tærnar þar sem LOTR hefur hælana, en ekki mikið meira hjá mér."

Billi bilaði, 29.12.2009 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband