27.9.2009 | 03:19
Íslandstorrek
Úr mér dregur andans mátt
er ég tregur hugsa fátt
skemmti-legur skemmast brátt
skáldið vegur hrunið flátt.
Illar vísur upp nú spinn
á við krísur hugur minn
dreg ég ýsur, drómann finn,
dreymi skvísur, brjóstin stinn.
Vakna lúinn verka til
vanda snúinn lít úr hyl
auði rúinn, eitt hef spil
er því flúinn, land við skil.
Formenn okkar frelsið dró
flúðu bokkar konungshró
land sem rokkar líf oss bjó
lýð nú fokkar bláleit kló.
Oki þungu undan rís
eiturstungu ríf út flís
opna lungu öskrið kýs
æskutungu Þórs og Týs.
Allt mun þýfið eftir hér
aðeins lífið fylgir mér
karlinn, vífið, krakkaher,
kónar, rífið stein og gler.
Kannski aftur kem ég nár
kauðskur raftur hærugrár
tannlaus kjaftur tungan sár
tæmdur kraftur, úldinn, þrár.
Greiðslubyrði aftur fyrir hrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.