9.4.2009 | 15:03
Erfiðleikar við greiðsluaðlögun...
Fyrir u.þ.b. viku síðan var þjónustufulltrúi Íslandsbanka að segja mér frá möguleikum um greiðsluaðlögun heimilanna í síma. Hann sagðist ætla að senda mér upplýsingar og umsóknarblöð. Litlu seinna fékk ég upplýsingar um að vegna bilunar í tölvukerfi gæti hann ekki sent mér þetta strax. Í þessari viku spurðist ég aftur fyrir um þetta, og enn var tölvukerfið bilað, og því ekki hægt að senda þetta. Ég hef aldrey vitað um jafn langa bilun í tölvukerfum bankanna.
Einnig fékk ég í gær sent heim, frá Valitor, endurnýjað kreditkort með nýjum gildistíma, vegna óviðráðanlegra orsaka. Það var svo sem allt í lagi; en fyrst að þeir voru að hafa fyrir því að útbúa nýtt kort, hvers vegna stendur þá Glitnir á nýja kortinu? Ætli kreditviðskipti fari í gegn um gamla Glitni, en debitviðskipti í gegn um Íslandsbanka? Nei, ég bara spyr.
Örðugleikar að nú steðja,
Íslandsbanki hjálpi mér!:
tölvert styrkir takið hreðja,
tólið brátt hann undan sker.
![]() |
Þúsundir nýta sér úrræði Íslandsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að þeir hafi sent þér platkort.
Glitnir sendir gjafakort
Gjöf sem brátt mun deyða.
Hér menn liðið hafa skort
hættulegt að eyða.
Offari, 9.4.2009 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.