12.3.2009 | 20:27
Ég lenti í þessu úrtaki
Það á greinilega að mjatla niðurstöður þessarar könnunar í fréttirnar.
Ég lenti í þessu úrtaki í gærkvöldi, og nú er búið að birta með nokkru millibili niðurstöður úr 2 spurningum af 6-7.
Ég hef greinilega verið einn af örfáum sem valdi Borgarahreyfinguna (til að hafna fjóroghálfflokknum).
Nú bíð ég spenntur eftir að sjá hverjir fengu mest fylgi sem, annars vegar, formaður sjálfstæðisflokksins, og hins vegar formaður samfylkingarinnar.
Einnig var spurt hverjir ættu að mynda ríkisstjórn næst, og hvort aðspurður ætlaði að taka út séreignarsparnað.
Sem formann sjalla víst ég vil
velja Blöndals Pétur.
Heiðarleika hans ég skil;
hreinsað til hann getur.
Samfylkingin stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef enga trú á Pétri Blöndal.
Offari, 13.3.2009 kl. 13:48
Ég lenti ekki í úrtakinu, en líklega hefði ég svarað líkt og þú.
Um það gæti ort stakt ljóð
um föst flokkaböndin.
Undarleg er okkar þjóð
oft hún kyssir vöndin.
Höskuldur Búi Jónsson, 13.3.2009 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.