Spurning varðandi fyrirtækjastjórnendakönnunina

Sambærileg könnun sem gerð var fyrir samtök atvinnulífsins (sjá hér: http://www.sa.is/frettir/almennar/nr/5023/) virðist vera nokkurn vegin jafn dökk og hjá okkur „neytendum“. Ég var þó aðeins að skoða bjartsýnistölurnar í þeirri könnun, og eftirfarandi er ekki alveg að dansa í mínum kolli:

„Þeir örfáu stjórnendur sem telja aðstæður góðar starfa í sjávarútvegi og í iðnaði en í öðrum greinum telur enginn að aðstæður séu góðar.“ ... „ Í upphaflegu úrtaki voru 418 stærstu fyrirtæki landsins (miðað við heildarlaun) og var svarhlutfall var 44%“

1% af 44% af 418 reiknast mér til að séu 1,8392 fyrirtæki. Ætli þetta séu þá ekki stjórnendur tveggja fyrirtækja sem eru bjartsýnir, og þar af annar þeirra í sjávarútvegi og hinn í iðnaði?

Einnig: eru stjórnendur þeirra 56% fyrirtækja sem engin svör berast frá á þessari sömu línu, og má þá reikna með að öll sjávarútvegsfyrirtæki svari eins og þetta eina sem svaraði jákvætt, eða eru 99% þeirra ekki eins bjartsýn og þessi eini?


mbl.is Íslendingar svartsýnir í árslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband