„Það er gott að hafa góða samningamenn“

„Það er gott að hafa góða samningamenn.“ 

Þetta var niðurstaða Guðmundar Ólafssonar í morgunútvarpinu núna rétt áðan. Ég tel að það sé rétt, en ég misskildi örugglega eitthvað forsendur hans.

Eftir að hann hafði haft uppi hæðni* um nokkra þá menn sem komið hafa að æseif þá skildi ég ekki betur en að hann þakkaði Lee Buchheit (og Lárusi Blöndal)** alfarið nýju samningana, en hafði þó lýst því rétt áður að þeir hafi nú bara tekið tilboði því sem kom frá Bretum strax og Ólafur Ragnar Grímsson hafði hafnað síðustu samningum.

Eins og ég segi, ég hlýt að hafa misskilið meiraprófsbílstjórann*** eitthvað, því varla hefur hann ætlað að skora stig hjá bæði ÓRG og Birni Bjarnasyni í sömu ræðunni.

* Sem þykir oft fínt í bloggi sem lítið mark er tekið á, þ.m.t. hér, en er einhvern veginn minna spennandi í morgunútvarpinu.

** Að ógleymdum Heiðari Má, sem hefur sér það eitt til saka unnið að hafa ekki tapað á hruninu, og vera tengdasonur BB. 

*** Þannig skrifaði hann alltaf undir skrif sín á icenews í gamla daga. Það er nokkuð svalt.

ES: Fyrst ég minnist nú á ÓRG, þá vil ég þakka honum fyrir að nýta málskotsréttinn, og biðja hann jafnframt í leiðinni að segja sem allra fyrst af sér. (Dorrit getur vel sinnt embættinu fram að kosningum.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband