22.2.2010 | 21:52
SÍMINN SLÖKKTI Á BREIÐBANDINU - SJÓNVARPSLAUST
síminn segjist hafa hringt, og ef það hafi ekki gengið, sent mann, og loks bréf.
Ekkert kannast fjölskyldan við það, nema við einhvern dreyfibækling sem fór fyrir ofan garð og neðan hjá börnunum.
Það eina sem ég veit er að það er búið að vera slökkt á sjónvarpinu hjá fjölskyldunni í nokkra daga, á meðan ég sit hér í Ástralíu. Mér virðist líka á öllu að ég eigi að fara að kaupa áskrift að einhverju kerfi (sem ég á eftir að kynna mér betur þegar ég kem heim), af því að það er of dýrt fyrir símann að halda uppi Breiðbandinu.
Já, það var ástæða til að ég hætti öllum viðskiptum við símann á sínum tíma, og rifjast það nú allt upp. Djöfulsins della að þetta skuli ekki vera kynnt betur.
Jæja, ég veit þá hvað ég er að fara að gera þegar ég kem heim í vikunni.
Athugasemdir
Sæll,
Það var sent bréf til þín um miðjann janúar sem útlistaði hvað stæði fyrir dyrum, hvað þetta þýddi og hvað hægt væri að gera. Síðan reyndum við þrisvar sinnum að hringja en enginn svaraði, því miður. Við reynum eftir bestu getu að ná til allra sem búa á Breiðbandssvæðum til að útskýra hvað standi fyrir dyrum og hvað þetta þýði og hvað sé hægt að gera svo ekkert sjónvarpsrof verði.
Því miður gekk það ekki upp í þínu tilfelli og ég bið þig afsökunar á því.
Þú þarft ekki að kaupa neitt frekar en þú vilt svo að við höldum því til haga og Síminn er ekki að leggja niður Breiðbandið vegna kostnaðar eða sparnaðar. Heldur er verið að nýta ljósleiðarann sem að Breiðbandið notar í annað og betra. Neytendur vilja fá meiri bandvídd inn á sín heimili og þetta er hagkvæmasta leiðin til að ná þeim markmiðum ásamt því að Breiðbandið eins og við þekkjum það er tækni gærdagsins, úreld tækni sem ekkert hefur þróast og er komin á endastöð. Ljósnetið aftur á móti á eftir að nýtast miklu betur öllum til hagsbóta.
Þér er velkomið að senda mér línu varðandi þín mál og þessi mál almennt, ég setti netfangið mitt með þessari athugasemd.
kveðja,
Guðmundur hjá Símanum.
Guðmundur (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 09:29
Ég fór til Ástralíu þann 17. janúar. Þá var ekkert bréf komið.
Ég kom heim í síðustu viku. Ég er búinn að fara yfir allan póst, það ég tel, og hef ekki fundið neitt bréf frá ykkur. Kannski ég leiti betur í kvöld.
Hins vegar fann ég bréf frá Gagnaveitunni, þar sem þeir vilja koma með einhvern ljósleiðara til mín.
Þegar ég hringdi í símann, u.þ.b. 10 mínútum áður en ég skrifaði þetta blogg, þá var fullyrt við mig að það væri verið að slökkva á breiðbandinu vegna kostnaðar við viðhald þess. Þið þurfið greinilega að uppfræða framlínu ykkar aðeins betur.
Ég er enn sjónvarpslaus. Takk!
Billi bilaði, 3.3.2010 kl. 10:38
ES: Ég sé hvergi netfangið þitt. Er bara einn Guðmundur hjá símanum?
ES2: Mottóin ykkar "traust, heilindi, lipurð, einfaldleiki og eldmóður" voru greinilega ekki komin til framkvæmda árið sem ég hætti öllum viðskiptum við ykkur vegna þess að þið sögðuð mig ljúga.
Billi bilaði, 3.3.2010 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.