Færsluflokkur: Ljóð
9.12.2008 | 00:19
MBL.IS, skammist ykkar!
Hvað er með þetta tónlistarval í fréttinni? Eruð þið að tapa ykkur í málstaðsflutningi fyrir þessa ríkisstjórn?
Drottningarviðtöl við þingmenn sem hafa þurft að þola smá háreysti! A.m.k. 4 slík.
Hvar eru viðtöl við einhverja úr hinum hópnum? Þá sem voru ekki handteknir? Þeir voru greinilega á staðnum fyrst að þið getið vitnað í þá.
Fjölmiðlasirkus fáránleika
fæst hérna beint í æð.
Illa mogganum er að skeika,
upphefur sína smæð!
![]() |
Siv: Vildi helst hlaupa í felur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2008 | 06:44
Eðlilegt að fyrirtæki geti sett land á hausinn...
Rúv skrifar þessa frétt aðeins öðruvísi:
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item239644/
"Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagðist ekki bera ábyrgð á ástandinu í viðtali við AP-fréttastofuna í gær. Fréttamaður AP fréttastofunnar spurði Geir H. Haarde hvort hann bæði þjóðina afsökunar á því hvernig komið væri fyrir efnahagi Íslendinga. Hann sagðist ekki biðjast persónulega afsökunar en skilja að margir ættu í erfiðleikum.
Geir segir eins og oft áður að hann beri ekki ábyrð á efnhagskreppunni í heiminum. Hann geti tekið ábyrð á aðgerðum ríkisstjórnarinnar en ekki bankamannana. Fréttamaður AP bendir þá á að það sé ríkisstjórnin sem beri ábyrgð á regluverki bankanna.
Geir svarar því að bankarnir hafi að öllum líkindum haldið sig innan laga og reglna."
Ég get ekki lesið annað út úr ofangreindri frétt en að Geir telji það að lagaumhverfið hafi verið ásættanlegt, og að bankarnir hafi haldið sig innan laganna. Honum finnst sem sagt eðlilegt að lagaumhverfið sé þannig að einstaka fyrirtæki geti sett landið á hausinn.
Hvað er hægt að segja um svona málflutning? Hann fullyrðir að hann hafi traust til að vinna áfram vegna þess að vantrauststillaga var felld. Sem sagt, skoðanakannanir segja ekkert til um núverandi traust, heldur bara hvort þingmenn makki rétt. Þingmenn sem missa vinnuna ef þeir gera það ekki. Missa vinnuna og hverfa út í þjóðfélag þar sem enga vinnu er að hafa.
GEIR HILMAR HAARDE: FARÐU HEIM OG HÆTTU Í STJÓRNMÁLUM!
HAARD-svíraður horfir Geir um himinblámann;
framhjá bjálka flísar sér hann,
flesta aðra sökum ber hann.
![]() |
Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2008 | 15:53
Það er of oft verið að segja mér að líta í eigin barm...
Glæpahyskið byrjað er að benda
og börnin okkar jafnvel skammir fá,
og um jólin okkur mun það senda
aukareikning sem það hleypur frá.
Æru mína af mér hefur tekið
algerlega samviskulaust lið.
Á endanum það allt skal verða rekið
inn um fjandans logabjörtu hlið.
Og eflaust mun ég eftir þeim þar bíða
eftir sjálfsmorð, því mín skömm er stór:
ég lét víst pakkið mér í rassgat ríða
rænulaus, er satan var við stjór!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2008 | 13:06
Íslensk stjórnskipan í hnotskurn
Einbjörn kaus Tvíbjörn til ábyrgðarstarfa
á Alþingi sem hefur Löggjafarvald
og Tvíbjörn kaus Þríbjörn til trúnaðarstarfa
og titils í Ríkisstjórn; Framkvæmdavald
og Þríbjörn kaus Fjórbjörn til Þekkingarstarfa
að þinga um ábyrgðir: Dómaravald
loks Einbjörn kaus Fimmbjörn til Útrásarstarfa
og upp á punt gaf honum Forsetavald.
![]() |
Vill óháða erlenda úttekt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2008 | 18:18
Stal veski af konu í sjálfboðavinnu
Þjófurinn samviskusamlega mætti
í sjálfboðavinnuna.
Reiddust samt margir er ribbaldinn grætti
Rauðakrosskvinnuna.
http://www.dv.is/frettir/2008/10/17/stal-veski-af-konu-i-sjalfbodavinnu/
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2008 | 15:43
Starað á netið
Ég hef farið á netið, fréttir skimað,
um fallandi markaði, vaxandi beyg.
Yfir mig þyrmir, og þjóðina svimar,
þingið er slegið og stjórnin er feig.
Góðærið er farið, það gekk til þurrðar,
gróðinn sem fékkst, var bókhaldsleikfimi tær.
Útrás með lánum, nú alla hér furðar,
og alþjóðasjóðir spenna út klær.
Seðlabankastjórarnir enn sitja sem fastast
sjáanlega alveg bit.
Milli einkavina í kekki hefur kastast
er kreppunnar dreyfist smit.
Og ég botnekki neitt í því.
Ég hef starað á netið, stjarfur setið,
stiginn séð dans hrægamma um gullsins kálf.
Blóðugt ketið, beittir goggar fá étið,
og brjóta niður þjóðar okkar sjálf.
Ég hef öskrað á netið, alveg trylltur,
er enginn virðist geta sagt hvernig staðan er.
En það dimmir af ryki því dansinn er villtur,
djöfullinn nú hlær, er allt í gjaldþrot fer.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 11:48
Fréttir úr fílabeinsturninum
Illa biluð bankastjórn
í blindni sækir fram á við.
Æran verður Íslands fórn,
allt skal brenna, land og mið.
http://www.visir.is/article/20081015/VIDSKIPTI06/92841542
![]() |
Stýrivextir lækkaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2008 | 11:22
Má ekki lækka fasteignaskattana eitthvað líka?
Verðmæti húsnæðis hrynur, en skattar ei lækka.
Helvítis verðbólgan tryggir að lánin samt hækka.
Hagnaðarsköttum af hlutafé má alltaf fresta
en heimilin gátu ekki flúið og núna þau bresta.
![]() |
Úrvalsvísitalan 715 stig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2008 | 00:22
Volare
Stundum er veröldin stútfull af tárum og sorg.
Stritið þig lamar, og vonleysið kæfir þitt org.
En þú og ég höfum ástina sem á það minnir,
að það er leið til sem bansetta skuggana þynnir.
Volare, oh, oh! Cantare, oh, oh, oh, oh!
Fljúgum í skyndupp í ský,
skiljum við mannfjöldans gný.
Og við syngjum í ljóma af ljósinu fróma
sem léttir í elskendum geð.
Með þér flý ég allt ruglið og fáránlegt þruglið ég kveð,
og við fögnum því bæði er regnbogans þræði ég veð.
Volare, oh, oh! Cantare, oh, oh, oh, oh!
Það heyrist hve hjarta mitt slær,
höfug er ást þín og tær.
Höfug er ást þín og tær.
Höfug er ást þín og tær.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 15:01
Bahama
Útrásarvíkingar okkur nú valda hneisu.
Ísland settá hausinn; fóru svo í reisu.
Blessun þeim veitti bláa höndin hans Dabba.
Banka þeir fengu á spottprís án þess að kvabba.
Þeim buðust lánin, eftir bankaránin,
nú börnin eru veðsett, það er mesta smánin,
en búntin stór þeir fluttu inn í banka á
Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama.
Þar sem Bjöggarnir lögðinn í bankana
og þar sem Bónus á peningatankana
já, þar er fjármagnið falið í skel
svo að flottræflarnir lifi enn vel.
Í spilavítum þeir vörpuðu teningum,
töpuðu veðsettum, rafrænum peningum.
Þeir settu almenning Íslands í pant
svo þeim yrðekki peninga vant
á Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama.
Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama.
Alla daga þeir sitja í sólinni,
og hafa sjálfstæðisflokkinn í ólinni.
Þeir segja Haarde að hugsa upp ráð
til þess að hér verði gengi skráð.
Eftir sitjum við hérna í súpunni
og bretar segjokkar land sé á kúpunni.
Óreiðumenn fá af munaði gort
og þeir munu aldrei senda kort
frá Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama.
Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama.
![]() |
Ástandið verra en þjóðargjaldþrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt 17.10.2008 kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)