Færsluflokkur: Ljóð
19.8.2007 | 19:58
Áhrif kulda
Ljósmynd af hópnekt er laus við allt skop,
af list þeirri hef ég þó gaman:
Með athygliá jökulsins eilífa hop,
ýmislegt fleira skrapp saman.
![]() |
Hundruð nakinna manneskja á svissneskum jökli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2007 | 23:26
Gamla lífið minnir á sig
Í sýndarheimum sorgin fer,
þar sælulíf má spinna.
En greyin aðeins geta hér
gengið örna sinna.
![]() |
Annað líf í sýndarveruleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2007 | 20:37
Enn eitt prófið
Sykurinn ég sæki mér,
en segi ekki frá því.
Ef að þvagpróf í ég fer,
ekki mun ég ná því.
![]() |
Greina ekki rétt frá sykurneyslunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2007 | 16:56
Eitt land, ein tunga, ein okun...
Áðurfyrr gróðinn til faglærðra fór
og fitan á réttan stað settist.
Þeir moka nú peningapúkanna flór
og passa að mistök ei fréttist.
![]() |
Þegja yfir mistökum í apótekum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2007 | 12:43
Umsnúningur
Konurnar víst koma senn
á krárnar sig að staupa,
en snyrtilegir mjúkir menn
maskarana kaupa.
![]() |
Karlmenn eyða meira í snyrtivörur en áður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 20:37
Offors...
Frónarreisu fresta bar;
farar varð ei auðið;
þegar Lars af þrótti skar
þumalputta á brauðið.
![]() |
Ostaskeri eyðilagði Íslandsför |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 18:48
Að hengja...
Í matarverðið margir spá,
og mæla nótt og dag.
Ef það lækkar ýmsir sjá
aukinn þjóðarhag.
Þeir VaSKinn fellduog vildu fá
á verðlag nýjan brag.
En hagnaðinn tók höndin blá
og hagstjórnin fékk slag.
Nú kannanirnar kanna á,
og koma þeim í lag.
![]() |
Viðskiptaráðherra felur Neytendastofu að kanna rafrænar verðkannanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2007 | 11:40
Góður dagur
Ef að hitinn eitthvað rís;
ekki þarf að klæðast flís;
sé þá ekki voðinn vís,
vissulega það ég kýs,
að sleppa vinnu, slappa af og sleikja ís.
![]() |
Gæði íss meiri í ár en í fyrra - tveimur íssölum lokað í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007 | 15:43
Æ, var þetta gallað?
Betra er að þegja þunnu hljóði
og þykjast vera saklaus eins og barn.
Því annars minnkar allur þeirra gróði
og eftir stendur bara svikið skarn.
![]() |
Kínversku leikfangasamtökin sögð hafa vitað að leikföngin hafi verið gölluð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007 | 10:28
En ekki hvað?
Forgangurinn finnst mér ljós,
það flestir ættu að sjá.
Ofurlaunin, eðaldrós,
og svo kagga þrjá.
Risahús í höfuðstað,
Harrods, Top Shop næst.
Mikið ræða má um það
hvort mörk svo komi glæst.
![]() |
Roy Keane: Eiginkonurnar ráða of miklu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)