Færsluflokkur: Ljóð

Allt er nú hægt að reikna

Stærðfræðina margir meta

meira fyrst að það er ljóst

að kynþokkann nú karlar geta

kannað fyrir neðan brjóst.

 

http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1287589


Hörð keppni

Þó sumum reynist erfitt að sigla á réttum kili,

er sannarlega gaman í auðmennina að spá.

Því leikurinn er einfaldur í lífsins sjónarspili

að lokum hver sá vinnur sem að mesta dótið á.

 

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=1287430

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=1287449

 

(Þetta eru sennilega of viðkvæmar fréttir til að það megi tengja beint við þær, eða hvað?)


Alltaf heppnir

Heppnin fylgir okkur enn,

ekki þurfum við að kvarta.

Valdasjúkir vondir menn

vilja eignast gullið svarta.


mbl.is Garrí Kasparov: Íslendingar heppnir að eiga enga olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Suma má ekki styggja

Ástarhandföng út skal má,

enginn vill nú styggja

forsetann, það flestir sjá

að fyrir- telst það -hyggja.


mbl.is „Ástarhandföngin" máð út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En þó ekki Valgeir, eða hvað?

Á síðustu tónleikum sást enginn brosa,

þeir sannlega klikkuðu töluvert þá.

Nú hátíðardagskrá þeir hafa í Mosa

og hefðbundna Stuðmenn við fáum að sjá.


mbl.is Hefðbundnir Stuðmenn á Varmárvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölgar þá fegrunaraðgerðum?

Tekjur virðast taka keim

af tísku í hverju landi.

Allir vilja þóknast þeim

sem þykja aðlaðandi.


mbl.is Fallegt fólk þénar mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæru leysi er þetta

Lögbrotin eru í lagi

ef Landvernd hún skiptir sér af.

Og ekki er augljóst að klagi

yfirvald það sem að svaf.


mbl.is Kæru Landverndar vegna framkvæmda í Heiðmörk vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er skattastefna USA

Auðkýfingur skattaskjólið

skundar í án sorga.

Litla manninn lætur fólið

lífsgæði sín borga.


mbl.is Bandarísk hóteldrottning látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mýrin fær samkeppni

Loksins Potter lokið er,

ei lengur á hann píri.

En hugprúð Rowling hugsar sér

að halda út í Mýri.


mbl.is J.K. Rowling skrifar glæpasögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bókstaflega flaug út af

Bókstafinn hann sá í svip

og síðan út af flaug.

Grönholm kenndi kúi fip,

en kýrin burtu smaug.

 

(Ætli þeir breyti fyrirsögninni úr Kú truflaði Grönholm við aksturinn?)


mbl.is Kýr truflaði Grönholm við aksturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband