Færsluflokkur: Ljóð
26.8.2007 | 18:29
Allt er nú hægt að reikna
Stærðfræðina margir meta
meira fyrst að það er ljóst
að kynþokkann nú karlar geta
kannað fyrir neðan brjóst.
http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1287589
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2007 | 13:57
Hörð keppni
Þó sumum reynist erfitt að sigla á réttum kili,
er sannarlega gaman í auðmennina að spá.
Því leikurinn er einfaldur í lífsins sjónarspili
að lokum hver sá vinnur sem að mesta dótið á.
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=1287430
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=1287449
(Þetta eru sennilega of viðkvæmar fréttir til að það megi tengja beint við þær, eða hvað?)
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2007 | 20:29
Alltaf heppnir
Heppnin fylgir okkur enn,
ekki þurfum við að kvarta.
Valdasjúkir vondir menn
vilja eignast gullið svarta.
![]() |
Garrí Kasparov: Íslendingar heppnir að eiga enga olíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2007 | 09:33
Suma má ekki styggja
Ástarhandföng út skal má,
enginn vill nú styggja
forsetann, það flestir sjá
að fyrir- telst það -hyggja.
![]() |
Ástarhandföngin" máð út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.8.2007 | 14:46
En þó ekki Valgeir, eða hvað?
Á síðustu tónleikum sást enginn brosa,
þeir sannlega klikkuðu töluvert þá.
Nú hátíðardagskrá þeir hafa í Mosa
og hefðbundna Stuðmenn við fáum að sjá.
![]() |
Hefðbundnir Stuðmenn á Varmárvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2007 | 14:55
Fjölgar þá fegrunaraðgerðum?
Tekjur virðast taka keim
af tísku í hverju landi.
Allir vilja þóknast þeim
sem þykja aðlaðandi.
![]() |
Fallegt fólk þénar mest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.8.2007 | 15:53
Kæru leysi er þetta
Lögbrotin eru í lagi
ef Landvernd hún skiptir sér af.
Og ekki er augljóst að klagi
yfirvald það sem að svaf.
![]() |
Kæru Landverndar vegna framkvæmda í Heiðmörk vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2007 | 15:43
Þetta er skattastefna USA
Auðkýfingur skattaskjólið
skundar í án sorga.
Litla manninn lætur fólið
lífsgæði sín borga.
![]() |
Bandarísk hóteldrottning látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.8.2007 | 12:28
Mýrin fær samkeppni
Loksins Potter lokið er,
ei lengur á hann píri.
En hugprúð Rowling hugsar sér
að halda út í Mýri.
![]() |
J.K. Rowling skrifar glæpasögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2007 | 22:21
Bókstaflega flaug út af
Bókstafinn hann sá í svip
og síðan út af flaug.
Grönholm kenndi kúi fip,
en kýrin burtu smaug.
(Ætli þeir breyti fyrirsögninni úr Kú truflaði Grönholm við aksturinn?)
![]() |
Kýr truflaði Grönholm við aksturinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)