28.3.2009 | 19:47
"They shoot horses, don't they?"
"They shoot horses, don't they?" sá ég fyrir fermingu. Það var afskaplega sterk mynd fyrir mig, og reglulega gerast hlutir sem minna mig á hana. Nú fékk ég hana einu sinni enn í kollinn við að lesa þessa frétt.
Óreiðumennirnir undir því sátu
er eingetinn foringinn skömmunum jós,
og baneitruð smjörlíkisorðin þeir átu
sem óþeyttan rjóma - og töldu þau hrós.
Vilhjálmur: Ómakleg ummæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2009 | 13:06
Gylfi, skammastu þín fyrir að gera grín að okkur; hér er mitt dæmi!
Gefum okkur að fjórir ímyndaðir menn eigi í viðskiptum. Köllum þá t.d. Tryggva, Þór, Herbert og Gylfa.
Tryggvi, Þór og Herbert skulda hver um sig Gylfa 10 milljónir.
Tryggvi er vel stæður, með góðar tekjur og á ekki í neinum vandræðum með að standa í skilum.
Þór er afar illa stæður og fyrirséð að hann muni ekki geta greitt neitt af láni sínu.
Herbert er hins vegar millistéttarmaður (eins og megnið af þjóðinni, og megnið af þeim sem þarf í raun að bjarga) og alls ekki útséð um það hvort hann geti borgað skuldir sínar. (Það fer t.d. eftir því hvort hann geti selt eignir á frosnum markaði).
Það er því ljóst að ekki mun allt innheimtast, en fer eftir áhættumati hversu mikið það verður. Gylfi veit þetta vel, enda keypti hann skuldabréf þeirra Tryggva, Þórs og Herberts á hálfu nafnverði, vitandi að áhættan sé þess virði miðað við þann björgunarpakka sem hann ætlar að bjóða skuldunautunum.
Nú bregður svo við að fyrirskipun kemur frá stjórnvöldum um að afskrifa skuli 20% allra skulda. Því fagnar Tryggvi, enda fær hann þá tvær millj´nir afskrifaðar frá Gylfa, sem hann þó hafði enga þörf fyrir. Hann fer að velta því fyrir sér hvort hann ætti frekar að kaupa sér vélsleða eða mótarhjól, (mér og mínum að meinalausu, því að ég er ekki að öfundast út í Tryggva).
Þór lætur sér fátt um finnast enda er hann í jafn slæmum málum hvort sem hann skuldar átta eða tíu milljónir sem hann getur ekki greitt. Vandi hans er áfram óleystur.
Herbert er hins vegar í þeirri stöðu sem skiptir Gylfa öllu máli (enda keypti hann skuldirnar út á millistéttina). Ef þessi aðgerð stjórnvalda (eða Gylfa) er nóg til að bjarga honum, þá fagnar hann. Sé það ekki nóg þá fagnar hann ekki. (Gylfi vonar að hann fagni.)
Það hefur sem sagt komið upp ný forsenda fyrir Gylfa að hugsa um (þó að sennilega hafi hann þegar verið búinn að gera ráð fyrir henni í sínum dæmum). Hann klórar sér því ekki mikið í hausnum, heldur opnar Excel-inn sinn, og fer yfir dæmin sín aftur:
Forsendur:
30 milljóna krónu kröfur voru keyptar á 15 milljónir með von um að sem mest innheimtist.
Dæmi A:
Tryggvi, Þór og Herbert skulda allir 10 milljónir.
Þeir fá allir 2 milljónir í niðurfellingu.
Gylfi á því útistandandi kröfur upp á 24 milljónir (sem hann keypti á 15).
Tryggvi er ríkur og borgar 8 milljónir (og kaupir sér eitthvað skemmtilegt).
Þór er fátækur og borgar ekkert.
Herbert er í millistéttinni (sem flestir eru í) og nær að bjarga sér og borgar 8 milljónir.
Gylfi fær því greiddar 16 milljónir og hefur grætt 1 milljón.
Dæmi B:
Tryggvi, Þór og Herbert skulda allir 10 milljónir.
Aðeins á að bjarga þeim illa stöddu, og fær Þór því niðurfellingu upp á 6 milljónir.
Gylfi á því útistandandi kröfur upp á 24 milljónir (sem hann keypti á 15).
Tryggvi er ríkur og borgar 10 milljónir og heldur áfram að lifa flott.
Þór er fátækur, en bjargast, og borgar 4 milljónir.
Herbert er í millistéttinni (sem flestir eru í) og fer á hausinn með frystar eignir og borgar ekkert.
Gylfi fær því greiddar 14 milljónir og hefur tapað 1 milljón. Áhættan var því ekki þess virði.
Dæmi C:
Tryggvi, Þór og Herbert skulda allir 10 milljónir.
Engum á að bjarga því að stjórnvöld taka engar ákvarðanir og Gylfa er alveg sama um hag heimilanna.
Gylfi á því útistandandi kröfur upp á 30 milljónir (sem hann keypti á 15).
Tryggvi er ríkur og borgar 10 milljónir og heldur áfram að lifa flott.
Þór er fátækur og fer á hausinn eftir að hafa greitt 2 milljónir.
Herbert er í millistéttinni (sem flestir eru í) og fer á hausinn eftir að hafa borgað 5 milljónir.
Gylfi fær því greiddar 17 milljónir og hefur grætt 2 milljónir. Hann hlær alla leið í bankann og er andskotans sama þó að 2/3 af skuldunautunum hafi farið á hausinn, því að hann getur haldið kröfunum vakandi í áratugi.
Ergó:
Það má setja upp alls konar svona dæmi, en að lokum er það eina sem skiptir máli hvort eigi að bjarga einhverjum, og þá hve mörgum. Millistéttin er lang-fjölmennust, og ef ekki á að bjarga henni af því að einhver getur þá keypt sér snjósleða, þá er réttlæti þessara ofvita verra en þeirra ranglæti.
Tryggvi Þór svarar grein Gylfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2009 | 20:27
Ég lenti í þessu úrtaki
Það á greinilega að mjatla niðurstöður þessarar könnunar í fréttirnar.
Ég lenti í þessu úrtaki í gærkvöldi, og nú er búið að birta með nokkru millibili niðurstöður úr 2 spurningum af 6-7.
Ég hef greinilega verið einn af örfáum sem valdi Borgarahreyfinguna (til að hafna fjóroghálfflokknum).
Nú bíð ég spenntur eftir að sjá hverjir fengu mest fylgi sem, annars vegar, formaður sjálfstæðisflokksins, og hins vegar formaður samfylkingarinnar.
Einnig var spurt hverjir ættu að mynda ríkisstjórn næst, og hvort aðspurður ætlaði að taka út séreignarsparnað.
Sem formann sjalla víst ég vil
velja Blöndals Pétur.
Heiðarleika hans ég skil;
hreinsað til hann getur.
Samfylkingin stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2009 | 09:46
Um aukinn þingstyrk Sjálfstæðisflokksins
Sængin eina út er breidd,
yl frá henni leggur.
Framsókn mun í leiðslu leidd
að liggja þann sem heggur.
Framsókn skekur ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2009 | 08:30
Golliwogs
Ég var einmitt á laugardagsmarkaðnum hér í Hobart í Tasmaníu að skoða Golliwogs dúkkur með "sögu þeirra" áfastri.
Þar stóð að "WOGS" hefðu verið egypskir verkamenn sem allir gengu með armbandsmerki sem á stóð "WOGS", sem þýddi "Worker of Government Service". Þessir verkamenn gerðu þessar svörtu dúkkur sem voru, minnir mig, kallaðar "gollies", og svo þegar yfirmennirnir fóru að taka þær með sér heim, þá kynntu þeir þær sem "golliwogs".
Ég sel þetta þó ekki dýrara en ég keypti það.
Erfingi járnsins í ónáð nú féll
er uppnefnið sagð'ún í beinni.
Hjá BBC fékk hún á bossann smá skell
og brynnir nú músinni einni.
Dóttir Thatcher rekin fyrir ummæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2009 | 06:38
Skóaskot
Allt var Georgs ógnarstríð
í því samandregið
þegar skóaskotahríð
skelfdi litla greyið.
Var því minnismerki reist
um Muntadhir al-Zaidi,
en þýjum ekkert á það leist,
sig undir brugðu fæti.
Þar leppstjórn Bússa lét því skjótt
listaverkið fela;
því sefur Goggi sætt og rótt
með sæta mjólk á pela.Bush-skórinn fjarlægður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 00:12
Ný dagsbrún
Smjörklípunni smurt var þykkt
svo smakkaðist hún best,
á veikindunum vel var hnykkt
svo veitt þau gætu frest
á kjötkatlanna kveðjuskál,
sem komast skal þó hjá
ef þagga tekst í þjóðarsál
og þingmenn dúsu fá.
En meinin sem að má nú sjá
þau minna á stærri kaun
sem okkur landsmenn alla hrjá,
svo af nú leggur daun:
því peninganna sárasótt
sálir þeirra skar
sem fjöregg landsins, frelsi og þrótt,
falið áður var.
En núna dagsbrún ný ég vil
að nokkurn fái gaum.
Þekkt er vel sem þarf nú til
að þennan vekja draum.
Stjórnarskrána styrkja á
og stöðva flokksins hald.
Þrískiptingu þarf að fá
svo þingsins lifni vald.
Til Valhallar skal vísað þeim
sem varna ætla því,
og hefja verkið, höndum tveim,
svo hverfi græðgisþý.
Lýðveldið þá lifnar við
og losnar fjötrum úr.
Auðmjúkur ég um það bið
svo upp nú stytti skúr.Baðst afsökunar á ummælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.12.2008 | 00:10
Skuldaskilnaður
Ef að skuldir skelfa hjón
í skilnaði má pæla.
Annars þarf að flýja Frón
svo finnist nokkur sæla.
Eina kennitölu, takk,
er talsvert slæmt að missa.
En ef báðar fara á flakk,
ferleg telst það skyssa.
Ein, ef lifir, aftur má,
eftir fallið stóra,
íbúð litla eignast þá,
svo einhver verði glóra.
Hvenær á að skilja í kreppu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2008 | 21:17
Takk fyrir MBL.is
Vilja ríkisstjórnina burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2008 | 06:55
Evran
Ef að nú hjá Dabba ég fína Evru fengi
ég fjarskalega hrifinn og glaður yrði þá.
Ég kjósa myndi Dabba og kyssa vel og lengi
og kaupa síðan bankann sem langar mig að fá.
Til Lúxembúrgar fer ég og byrja þar að braska,
í bankanum þar samstundis litla Evru vel,
og skipti henni í krónur, á klakann svo mér haska,
og kaupi mér þar Evrur, og núna tvær ég tel.
Þannig verð ég glaður og þannig verð ég ríkur
á þennan hátt úr loftinu peninga ég spinn.
Svo kaupi ég mér Ísland er öllu yfir lýkur
og aldrey framar handtak þá nokkurn tímann vinn.
Kaupþing í Lúxemborg selt á 1 evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)