7.7.2007 | 23:39
Til hamingju Mýrarmenn
Út fór Mýrin, ei sem skraut,
ísinn dýra þar hún braut.
Ansi skýran heiður hlaut;
hennar lýrikkur ég naut.
![]() |
Sigurinn á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni kom Baltasar Kormáki á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2007 | 13:05
Skothelt kvótakerfi?
Fækkar störfum, færiböndin stoppa.
Er í kvótakerfinu
kannski einhver gloppa?
![]() |
Staðbundin áhrif vegna þorskaflasamdráttar fimm milljarðar á Vesturlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 22:21
Hóstaviðbragð
Bensínfótur brást við hart
er braust út hóstinn snarpur.
Hornið næsta hefti fart,
húsið braut víst garpur.
![]() |
Ók á hús nágrannans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 17:44
Slysamark
Brjálaðist allt þegar Bjarni hann skaut
og boltinn flaug rakleitt í markið.
Marbletti íþróttamennskan þá hlaut
og meiðyrða- byrjar nú harkið.
![]() |
Bjarni: Mér þykir þetta ofboðslega leiðinlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 10:00
Það er erfitt að undirbúa sig fyrir kvikmyndahlutverk
Innlifun leiddi til ofbeldisverka,
örg varð hún Britney við ljósmyndasnápinn.
Reidd var til höfuðhöggs regnhlífin sterka,
reyndi þar á hve hann þykkan bar skrápinn.
Kvikmyndahlutverkið kom henni í bobba,
karakter var hún í liðlangan daginn.
Af þessu vill hún þó ekki sig grobba,
önnur fékk hlutverkið, þrátt fyrir slaginn.
![]() |
Ofbeldi Britney vegna kvikmyndahlutverks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)