13.7.2007 | 00:08
Er þá ekki komið að bókabrennum?
Bráð er sú vá sem að börnum mun steðja,
ber þau að passa með sérhverju ráði.
Safn mitt af Tinna ég senn mun nú kveðja,
og setja á bál, þó að gráti það snáði.
Doddi og Sambó þeir dæmast víst líka
sem dekur við fordóma, kúgun og vansa.
Svo úreltum skoðunum enginn má flíka,
já, eldurinn kætist; og logarnir dansa.
![]() |
Tinni fjarlægður úr barnabókahillum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2007 | 17:50
Vilja menn þetta á Vestfirði?
Vita menn hversu sterkbyggð olíuflutningaskipin eru sem þyrftu að sigla um Halamið á öllum tímum árs til að koma olíu til og frá þessari hreinsistöð sem verið er að hugsa um?
Ef hreinsistöð verður á Vestfjörðum reyst
þá vanda mun engann það leysa.
Því olíuskipin fær ólgusjór kreist,
og umhverfisslys munu geysa.
![]() |
Olíubrák á sólarströndum Ibiza |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2007 | 16:49
Þetta hús kaupir ekki hver sem er...
Hátt þeir vilja húsið meta,
halda þeir á sjóinn blint;
en Björgólfar og Baugsmenn geta
boðið í það skiptimynt.
![]() |
Hús til sölu fyrir 10 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2007 | 10:21
Og sumir græða á þessu...
Hækkun er stöðug á húsnæðisverði
og hagnað það myndar hjá bönkum.
Mér sýnist að krónan hér kaupmáttinn skerði;
þeir kunna að hald okkur blönkum!
![]() |
Vísitala neysluverðs hækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2007 | 22:10
Góður fengur
Tvöhundruð kílóin tóku vel á,
og tölverða stund mátti brasa.
Lúðunni Braga svo loks tókst að ná,
og liggur nú vel á þeim Þrasa.
![]() |
Dró 200 kílóa lúðu um borð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2007 | 11:24
Þetta hlýtur að hjálpa frystihúsunum...
Ef að þorskinn þingmennirnir taka,
þá víst munu frystihúsin loka.
En Pólverjarnir sem að fiskinn flaka,
fá sér núna skóflu, og vegi moka.
![]() |
Vegaframkvæmdum fyrir 6,5 milljarða verður flýtt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2007 | 21:43
Ríkisleyndarmálin eru mörg
Leyndarmál er lýðræðinu æðra
ef leynist það á allra hæstu stöðum.
Það gætir okkar allra minnstu bræðra,
ekki þarf að fletta um það blöðum.
![]() |
Bush hafnar óskum Bandaríkjaþings um yfirheyrslur yfir fyrrum aðstoðarmönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2007 | 17:58
Olíulaus framtíð
Þegar að lindirnar þorna og tæmast
mun þriðja heimsstyrjöldin byrja,
og lýðræðishugsjón til dauða mun dæmast,
er djöflakór byrjar að kyrja:
Við orkuna verðum að eiga hér trygga,
og enginn skal standa í vegi.
Já, eflaust það gera mun einhverja hrygga,
en einskis er verður sá tregi.
Yfirráð þýða, á olíusvæðum,
að okkur mun heimurinn lúta.
Flest önnur ríki til hlýðni við hræðum
er höggvum við sum þeirra í búta.
http://video.google.com/videoplay?docid=8677389869548020370&q=oil+smoke+and+mirrors
![]() |
Olíuverð heldur áfram að hækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2007 | 15:27
Er þetta nú ekki að verða komið gott?
Ef þeir sem mótmæla fá sínu fram
þá fæst engum verkum hér þokað.
Að endingu landið sem Ingólfur nam
allt verður friðað og lokað.
![]() |
Mótmælaaðgerðir fyrirhugaðar við Hellisheiðarvirkjun og við Þjórsá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.7.2007 | 20:24
Plássleysi í fangelsum
Forsetinn vill ekki föngunum sleppa,
og finnst mér það svo sem í lagi.
Vandinn er hins vegar húsnæðiskreppa;
sem hænur í búi þeir fangelsin teppa;
og Sarkozy ætti nú að því að keppa
að úr þessum vandkvæðum dragi.
![]() |
Sarkozy neitar að náða fanga á Bastilludaginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)