15.9.2007 | 01:20
Við þekkjum þetta öll
Vanda þennan við ég kannast,
veikir það mitt sinni.
Áhyggjurnar á mig hrannast
yfir fegurð minni.
![]() |
Demi Moore segist vera of falleg til að fá kvikmyndahlutverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.9.2007 | 11:33
Vondar fyrirmyndir
Þetta Bjarna-bófa strit
ber af allan vafa
að ekki skyldi allt sitt vit
úr Andrés-blöðum hafa.
![]() |
Tveir Bjarnar í steininum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.9.2007 | 12:08
Sennilega jafn hættulegt og skriðtækling
Vissulega vel hann gæti
valdið skaða hringurinn.
Töluvert ég tel að bæti
að tattúvera fingurinn.
![]() |
Í bann fyrir að vera giftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 11:21
Fyrstu svikin
Sorgin ein af svikum hlýst,
syndin Júdas sneypti.
Fyrstu svikin voru víst
er Vodafón hann keypti.
![]() |
Merki Vodafone sást í Símaauglýsingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.9.2007 | 13:27
Heyrt hjá Skjá einum
Heyrðist yfir uppsögn kvart,
hún Ellu grætti.
En fegurðin hún fölnar vart
þó frúin hætti.
![]() |
Elínu Gestsdóttur sagt upp störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2007 | 22:50
Ferskeytlu- og limrukeppni á kaffi.blog.is
Billi bilaði er nú stoltur eigandi kaffimálverks eftir Berg Thorberg eftir að hafa tekið þátt í ferskeytlu- og limrukeppni hans á kaffi.blog.is.
Hróður eflir magran mann
miðlungs ljóðið skjallar.
Góður smiður verkið vann
varla finnast gallar.
---
Gallar finnast, varla vann
verkið smiður góður.
Skjallar ljóðið miðlungsmann
magran eflir hróður.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.9.2007 | 12:04
Það er hollt að kúra
Eldra fólkið oftast rís
eldsnemma á fætur.
Hefur það samt háan prís
því hjartað illa lætur.
![]() |
Óhollt fyrir hjartað að fara snemma á fætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.9.2007 | 21:16
Hver styrkti rannsóknina?
Háskólamenn fengu heilmikið fé
svo hefðu þeir engu að tapa,
er hófu þeir rannsókn, (það hljómar sem spé),
hvort hefðu þeir vit á við apa!
![]() |
Vísbending um að menn séu gáfaðri en apar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2007 | 11:33
Að dráttar afl
Í kvikmynd með Danna var kynlífi lýst
og klaufskur var ungmeyja mögur,
því upprisu holdsins hann óttaðist víst,
enda var leikkonan fögur.
![]() |
Radcliffe óttaðist holdris |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt 9.9.2007 kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.9.2007 | 10:36
Franska fyrir villta ferðalanga (sjá síðustu færslu)
Nemendum vill spara spor
spakur lærifaðir.
Aðstoð sú var ekkert slor,
allir voru glaðir.
Inn í búð hann góður gekk
og gramsaði á borðum.
Tug af bókum fínum fékk
með frönskum kennsluorðum.
En ekki fékk sá eðla sveinn
afgreiðslu á kassa.
Það er gott að Office Einn
okkur skuli passa.
![]() |
Mátti ekki kaupa tíu frönskubækur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt 12.9.2007 kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)