Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
28.8.2010 | 10:22
Minning
.
Það sem þú lagðir til lífsins í hugsun og verki
lifir með þeim sem þig elskuðu bæði og virtu.
Þú sem varst huggarinn mildi og móðurinn sterki
megnar það ennþá að veita í líf okkar birtu.
Víst er það erfitt hjá þeim sem að skína hvað skærast,
skuggann að greina sem felur sig djúpt inni í hjarta.
Léttvægt oft sýnist er ástvinir undan því færast,
á þó í lífinu gefi, við nokkurn að kvarta.
Þar sem þú lagðir til lífsins í hugsun og verki,
lést undan þunglyndisórum sem gleðina tróðu,
tókstu frá þeim sem þér treystu, en greindu nein merki,
trúnaðinn bæði og loforðin sterku, en hljóðu.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2010 | 10:36
(Og það er leiðin til) að sigra heiminn!
.
Að hálfu leiti heldur þú í ferð,
og hittir fyrir sjálfan þig við markið
og þó að lífið lúti að fyrstu gerð
leiðina þú sjálfur kýst í harkið.
Og ef þér tekst að tryggja þína vist
í tilverunni, nokkuð fram á aldur,
og fáir ekki af öllum sénsum misst,
að öðru lífi kannski þú ert valdur.
Og takist þér að tryggja þetta líf,
það tækifærin hljóti öll hin bestu,
og finni hjá þér frelsi bæði og hlíf,
þú færð þá gjöf er alla skiptir mestu.
Þó mörgum virðist það ei þykja frétt
og þumbist við og jafnvel dragi seiminn,
þá trúi ég að telja megi rétt
að tekist hafi þér að sigra heiminn.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.8.2010 | 09:31
Meira en 100% hægari?
Heillaður ég hlusta á
heillakarlinn Bíber,
og tíma græði talsvert þá;
tímavél ég loksins á!
Hægur Bieber hljómar eins og Sigur Rós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2010 | 12:42
Það er stórmerkilegt...
... að flugfreyja og jarðfræðingur þurfi ekki að ráðfæra sig neitt við seðlabankann að fyrra bragði þegar þau eru að taka stærstu ákvarðanir lífs síns eftir hrun heillar þjóðar.
Skömm þeirra er mikil.
Æskilegt að álitin hefðu borist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |