Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
26.3.2010 | 00:28
Hervæðing Íslands, fyrsta skrefið?
"Bjarni Ben styður E.C.A Program. Segir hvorki vopn né hermenn fylgja starfseminni."
Þannig hljómar fréttafyrirsögn á Eyjunni fyrr í vikunni.
Hvað gæti þetta þýtt?
Þegar kaninn var hér með herþotur, þá fannst þeim víst ansi gott að geta hér, svo til algerlega átölulaust, stundað lágflug. Fá þeir að gera það nokkurs staðar annars staðar í heiminum? utan kannski heimalandsins og Afganistan? Reyndar þurftu þeir víst að passa sig á minkabúunum til að skemma ekki gotin - en að öðru leiti var lítið kvartað.
Mér er spurn, hvort að þær reglur (eða skortur þar á) sem leyfðu þeim þessi lágflug hér, séu enn á sama stigi og þá var? og ef svo er, hvort að þetta vopn- og herlausa fyrirtæki sem hér vill vera með, ég giska þá, tómar herþotur (kunna einhverjir aðrir en herflugmenn að fljúga þeim?), muni geta nýtt sér þær á sama hátt. Og þá þýðir ekkert fyrir minkabændur að kvarta, því að þetta er einkafyrirtæki undir sérstökum verndarvæng sjálfstæðisflokksins, (og Hjálmars Árnasonar?).
Nú nú, þegar þessar mannlausu þotur fara að fljúga hér í kring, og þykjast vera óvinir á næstu NATÓ-æfingu - verður þá ekki að taka með nokkra algerlega vopn- og hermannalausa kjarnorkuknúna kafbáta? Er ekki nóg pláss fyrir þá í höfnum og slippum suðurnesja? Varla verður hægt að segja nei við þess konar fyrirtæki eftir að herþoturnar hafa verið samþykktar?
(Og svo þegar við neitum að makka rétt fyrir Parísarklúbbinn eða AGS, verður þá alveg óvart haldin æfing yfir Austurvelli? Eða er það ekki fleirum en mér ljóst, að það hlítur að vera mikill akkur fyrir hinn vestræna heim að geta byggt upp einkavædd hergagnafyrirtæki á hinu "fjarlæga" Íslandi, þar sem hægt er að gera svo til hvað sem er án þess að umheimurinn svo mikið sem bylti sér við?)
Sauðagærur selja vel
og sauðir mennskir kaupa.
Þá við brjóst mitt úlf ég el
ég aldrey næ að hlaupa.
Ef fjöreggshreiðrið falt er nú
mun fjöreggið sjálft stropa.
Á því hef ég enga trú
þeir aftur muni hopa.
Fjármagn þeirra falið er
en finnst samt lyktin gjörla.
Vopnasalar virkja her
og víst á þeim mun örla.
Við Noregskonung nei var sagt
er nema vild'ann eyjar.
En peninganna miklu magt
megna ekki peyjar.
Verktakar sem voru hér
voldugir og glaðir
vilja ólmir aftur her,
til aursins firna graðir.
Spilling sú er spratt hér vel
og sprakk hjá landsins klíku,
enn er hér, það trútt ég tel,
í töffurunum "ríku".
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2010 | 13:29
Faldir fjármálagjörningar
Tryggvi Þór Herbertsson lýsti því einhvern tíman yfir að hann væri að fara að stunda flókna fjármálagjörninga þegar hann fór til Askar.
Fjármálafyrirtækin hafa greinilega tekið þetta lengra og farið alla leið yfir í falda fjármálagjörninga.
Þau Jóhanna og Steingrímur sögðu, að þessi úttekt sýndi að ærin þörf væri á að grípa til aðgerða.
Bíddu, ég vissi fyrir löngu að þyrfti að grípa til aðgerða, og flestir þeir sem ég almennt tala við. Af hverju eruð þið að þykjast vera að fatta þetta núna?
Seinheppni þessarar ríkisstjórnar er með eindæmum.
Fjármálagjörninga flókna má skapa
og fela svo gróðann í skjólunum.
Er stjórnmálaflokkarnir styrkina snapa
er stutt milli vasa hjá fólunum.
Hundraða milljarða skattsvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2010 | 09:16
Setning dagsins...
... kemur úr Fréttablaði dagsins:
Manchester United lék alls ekki gegn Úlfunum og mátti að lokum þakka fyrir 0-1 sigur.
Þessi setning vakti með mér svo mikla kátínu að ég hló næstum upphátt.
Ég vil rangtúlka þessa setningu þannig að MU hafi mætt, Úlfarnir byrjað með boltann, og skorað. MU hafi síðan neitað að snerta boltann, og dómarinn hafi ekki séð sér annað fært en að dæma MU sigurinn af því að þeir eru með miklu betra lið.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)