Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Ekki verri bækur fyrir það

Ég held að það hafi tekið David og Leigh Eddings 15 (frábærar) bækur að viðurkenna að þær væru samvinnuverkefni þeirra hjóna.

Hafi það sama verið uppi á teningnum hér, þá fagna ég því enn frekar að þessi meistaraverk hafi litið dagsins ljós. Það eykur þá líka möguleikana á því að hálfskrifuð bók númer fjögur verði gefin út.

Vonandi verður mynd nr. 3 enn í sýningu þegar ég kem heim. Tilhlökkun mín er mikil eftir því að fá að sjá hana. (Náði báðum hinum á síðustu sýningardögum eftir utandvalir.)


mbl.is Skrifaði sambýliskona Larssons bækurnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

19 af 22 eru í fyrri hluta stafrófsraðar.

Ætli þetta sé líka raunin um almennar nafnagiftir í Habbnarfirði? Tounge
mbl.is 22 í framboði hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja stjórnarskrá, takk - án aðkomu fjórflokksins

 

Skrifaði þetta sem athugasemd annars staðar. Best að setja það hér líka. 

Forseti hefur í raun engan rétt til að fá umhugsunarfrest. Það að hann sé ekki búinn að taka ákvörðun er í boði ríkisstjórnar (sem ákveður að veita frest, sem engin sérstök heimild er fyrir), og illa samansettrar stjórnarskrár, sem tekur ekki á málinu.

Hvort hann samþykki eða synji geri ég mér ekki grein fyrir - né fyllilega hvort sé betra; en synji hann, þá vona ég að hann segi af sér í leiðinni. (Vona það reyndar samt.)

Sum sagt. Það þarf að endurskoða stjórnarskrána - án formlegrar aðkomu fjórflokksins - og forsetaembættið þarf að festa þar og skilgreina mun betur - og málskotsréttur þarf að vera geirnegldur, auðskiljanlegur, og eðlilega framkvæmdarhæfur. Íslendingar mega ekki missa málskotsréttinn úr höndum sér. (Einnig eiga handhafar forsetavalds ekki að geta veitt flokks- og vinnufélögum sínum uppreista æru, rétt á meðan forseti bregður sér frá.)


mbl.is Jaðrar við stjórnarskrárbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband