Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Dómkirkjan fyrir útvalda

"Komið til mín", sagði Kristur,

"og kærleikann þiggið.

Hvort sem þú rúnum ert ristur,

eða ríkur og dáður.

Í húsi míns föður þú heima

mátt herbergi kalla.

Og Guð minn mun aldrey þér gleyma,

þó gerist þú þjáður."

Er höfðinginn fékk það að heyra

hann helminginn skyldi,

og fannst að það vantaði fleira

og fljótt því við bætti:

"Ef drottinn með heimsókn ég heiðra

hans hús ber að ryðja.

Í öndvegi um mig ég hreiðra,

að áliðnum slætti."


"Bankinn fékk ekki lyklana"...

Bankinn á ekki að fá lyklana fyrr en á föstudaginn.

Ég er handviss að gjörningurinn verður toppaður með því að skila lyklunum skilmerkilega.

Beint til bankastjórans!

 

Þó að húsið hálft sé nú

og hálfur bíll í sverði,

létt sú að mér læðist trú

að lyklum skilað verði.


mbl.is Bankinn fékk ekki lyklana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband