Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
31.1.2009 | 06:38
Skóaskot
Allt var Georgs ógnarstríð
í því samandregið
þegar skóaskotahríð
skelfdi litla greyið.
Var því minnismerki reist
um Muntadhir al-Zaidi,
en þýjum ekkert á það leist,
sig undir brugðu fæti.
Þar leppstjórn Bússa lét því skjótt
listaverkið fela;
því sefur Goggi sætt og rótt
með sæta mjólk á pela.Bush-skórinn fjarlægður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 00:12
Ný dagsbrún
Smjörklípunni smurt var þykkt
svo smakkaðist hún best,
á veikindunum vel var hnykkt
svo veitt þau gætu frest
á kjötkatlanna kveðjuskál,
sem komast skal þó hjá
ef þagga tekst í þjóðarsál
og þingmenn dúsu fá.
En meinin sem að má nú sjá
þau minna á stærri kaun
sem okkur landsmenn alla hrjá,
svo af nú leggur daun:
því peninganna sárasótt
sálir þeirra skar
sem fjöregg landsins, frelsi og þrótt,
falið áður var.
En núna dagsbrún ný ég vil
að nokkurn fái gaum.
Þekkt er vel sem þarf nú til
að þennan vekja draum.
Stjórnarskrána styrkja á
og stöðva flokksins hald.
Þrískiptingu þarf að fá
svo þingsins lifni vald.
Til Valhallar skal vísað þeim
sem varna ætla því,
og hefja verkið, höndum tveim,
svo hverfi græðgisþý.
Lýðveldið þá lifnar við
og losnar fjötrum úr.
Auðmjúkur ég um það bið
svo upp nú stytti skúr.Baðst afsökunar á ummælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)