Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
9.5.2008 | 13:49
Taser stofnað í Göfugum Tilgangi?
Gef mér, drottinn, göfugt stuð
svo glæpamenn ég fái hamið.
Þreytist hönd við þrotlaust puð
þegar fæ ég hausa lamið.
Göfgi þessa gæðatóls
glæðir viljann til að þjóna.
Ég leita að baki skildi skjóls
og skelli stuði í óða kóna.
Göfgan tilgang Taser ég
trúi á, sem dæmin sanna.
Ég ummæli í efa dreg
frá Amnesty um skaða manna.
Næst er göfugt vinn ég verk
til verndar bæði þjóð og landi,
vona ég að stuðin sterk
streymi fram úr tæknibrandi.
Taser International gerir athugasemd við Amnesty | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2008 | 07:49
Í tilefni af 1. maí.
Auðmaðurinn:
Duga tekjur, aldrei einn
arkar lífsins brautir.
Huga gleður, sjaldan sveinn
svæsnar hefur þrautir.
Öreiginn:
Þrautir hefur svæsnar sveinn
sjaldan gleður huga.
Brautir lífsins arkar einn
aldrei tekjur duga.
Kröfuganga frá Hlemmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)