Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
10.3.2008 | 02:35
Heiðra skaltu heiður frúa...
Lögin túlkar lögspekingaher
á latínu; það er ei skírnin skemmri:
Heiður frúa augljóslega er
Ítalíulögum miklu fremri.
Ítalskar konur mega ljúga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2008 | 11:15
Sænska þjóðin titrar.
Senn mun titra sænska þjóðin
seðji apótekin lostann.
Sænskra pilta sænsku fljóðin
sennilega lækka rostann.
Sænsk apótek selja titrara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2008 | 12:42
Valdboðið nær út yfir (gröf og) dauða.
Ef þú deyrð þá ekkert fær þér bjargað,
öllum verður ljós þín mikla sekt.
Lík þitt skal með lausu fiðri tjargað,
og lífgað við af bæjarstjórans mekt.
Síðan máttu þorpsgöturnar þramma,
þannig verður flestum öðrum ljóst
að hérna verður ekkert elsku mamma,
andann skal hér draga sérhvert brjóst.
Gjörið svo vel að deyja ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 10:01
„Ég fékk mér hjól og fór að hjóla...“ (ÓR)
Já, lífið er skoplegur skóli,
ég skil það að menn stundum spóli,
en tíni þó til
að trauðla ég skil
að á sléttu menn hossist á hjóli.
Hafði mök við dömureiðhjól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)